Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Farið að nátta Kvöldbirta speglast á Reykjavíkurtjörn og mávarnir og endurnar búa sig undir nóttina eftir erilsaman dag. Útlit er fyrir kólnandi veður og frost víða á landinu á næstu dögum.
Golli
Tilgangur laga um
ríkisútvarp í almanna-
þágu er að stuðla að
lýðræðislegri umræðu,
menningarlegri fjöl-
breytni og félagslegri
samheldni í íslensku
samfélagi. Stofnuninni
er einnig ætlað að
leggja rækt við ís-
lenska tungu, menn-
ingu, sögu þjóðarinnar
og menningararfleifð.
Ríkisútvarpið naut
þess lengst af á tuttugustu öldinni
að vera eitt á markaði, ef frá er
talin samkeppni frá útvarpi og
sjónvarpsstöð bandaríska hersins.
Útsendingar Kanasjónvarpsins
náðust ágætlega víða í Reykjavík
og á Suðurnesjum allan sjöunda
áratuginn eða allt til ársins 1974
þegar því var lokað niður í kap-
alkerfi á varnarliðssvæðinu. Engin
bylting átti sér stað í notkun
landsmanna á ljósvakamiðlum fyrr
en með stofnun Íslenska útvarps-
félagsins um rekstur Bylgjunnar
árið 1984. Allt síðan þá hefur um-
hverfið þróast afar hratt og orðið
fjölbreytilegra með hverju ári,
einkum allra síðustu ár.
Bylgjan, Stöð 2, Skjár Einn,
ÍNN, Útvarp Saga, N4, Hring-
braut og ótal stöðvar sem hafa
komið og farið hafa
veitt Ríkisútvarpinu
verulegt aðhald síð-
ustu áratugi en sam-
keppnin um augu og
eyru landsmanna hef-
ur þó aldrei verið
harðari og alþjóðlegri
en nú og er það að
sjálfsögðu internetið
sem þar er að verki.
Google, Apple og
Netflix hafa nú bæst
inn á íslenska fjöl-
miðlakortið, fréttir
berast á ógnarhraða
um Twitter og Facebook og hlað-
vörp á borð við Serial og This Am-
erican Life hafa tekið sér bólfestu í
snjallsímum landsmanna. Spotify
er orðið heimilisvinur og allir vilja
og geta verið sínir eigin dagskrár-
stjórar.
Hinir nýju miðlar eru á margan
hátt frábærir og við eigum að sjálf-
sögðu að taka þeim opnum örmum.
Á sama tíma megum við ekki
gleyma grunnmarkmiðunum sem
lagt var upp með þegar Ríkis-
útvarpið var stofnað, að verja ís-
lenska tungu, varðveita íslenska
menningu, sögu þjóðar og menn-
ingararfleifð. Jafnframt á Ríkis-
útvarpið að vera lifandi vettvangur
nýsköpunar og þróunar á sviði
menningar og lista ásamt því að
leggja traustan grunn að öflugri
þjóðmálaumræðu. Þessi markmið
eru og eiga að vera grunngildi ís-
lensks ríkisútvarps. Við megum
ekki gleyma þeim í afþreyingar-
kapphlaupi við erlenda risa sem
við getum aldrei lagt að velli.
Ríkisútvarpið stendur nú á tíma-
mótum. Stofnunin er undir nýrri
forystu sem hefur á undanförnum
misserum sýnt í störfum sínum og
áherslum að menning og listir
þjóðarinnar hafa verið sett í for-
grunn, áhersla á vandað íslenskt
barnaefni hefur verið aukin og leit-
ast er við að veita landsbyggðinni
þann sess í fjölmiðlinum sem hún
skipar í daglegu lífi landsmanna.
Jafnframt hefur náðst árangur í
baráttunni við þann verulega
rekstrarvanda sem stofnunin hefur
þurft að takast á við undanfarin ár,
þó að sá vandi verði ekki leystur
nema Ríkisútvarpinu verði breytt.
Ég er þeirrar skoðunar, og hef
lýst henni opinberlega, að ekki sé
ástæða til að lækka útvarpsgjaldið,
heldur eigi að halda því óbreyttu.
Þrátt fyrir að horfið yrði frá þeirri
lækkun bíður stjórnar og fram-
kvæmdastjórnar mikið verk við að
ná traustum tökum á rekstrinum
og skerpa á áherslum, meðal ann-
ars með gerð nýs þjónustusamn-
ings. Það er að mínu mati nauð-
synlegt að skapa eftir fremsta
megni þá festu og ró sem er hægt
að ná fram í annars síbreytilegu
starfsumhverfi Ríkisútvarpsins.
Þannig má skapa grunn að yfirveg-
aðri umræðu um framtíð stofn-
unarinnar.
Þegar litið er til framtíðar kom-
umst við ekki hjá því að taka tillit
til þeirrar þróunar sem nefnd er
hér að ofan, við komumst ekki hjá
því að svara því hvort Ríkis-
útvarpið verði óbreytt á næstu ár-
um og við komumst ekki hjá því að
þurfa að ræða samkeppnisstöðu
annarra fjölmiðla gagnvart ríkinu í
nánustu framtíð. Hvað hið síðast-
nefnda varðar þá er ég þeirrar
skoðunar að innan ákveðins tíma
eigi Ríkisútvarpið að vera komið af
auglýsingamarkaði, en þá þarf um
leið að nást sátt um aðra fjár-
mögnun stofnunarinnar og tryggja
að hún fái sinnt því hlutverki sem
við ætlum henni og gerum kröfu
til.
Ríkisútvarpið hefur að mínu
mati miklu hlutverki að gegna í ís-
lenskri menningar- og þjóðmála-
umræðu og það má færa fyrir því
rök að mikilvægi þess sé jafnvel
enn meira en áður var. Jafnframt
geri ég mér grein fyrir því að um
þessa skoðun mína eru deildar
meiningar. En hvar í flokki sem
menn standa, hvað svo sem mönn-
um finnst um aðkomu ríkisins að
rekstri ljósvakamiðla, þá ættum við
öll að vera um það sammála að
þeim mun stærri hluti af fram-
lögum af almannafé til ríkisfjölmið-
ils sem fer í að framleiða íslenskt
efni, því betra.
Allir unnendur Ríkisútvarpsins
geta jafnframt verið sammála um
að því minni fjármunir sem fari til
dæmis í húsnæði, stjórnun og
tækjabúnað, því betra. Í ljósi þess
eiga stjórnendur Ríkisútvarpsins
hrós skilið fyrir áherslur sínar og
verk undanfarin misseri. En þegar
horft er til framtíðar er það aðal-
atriðið og um það ætti að vera
hægt að skapa sæmilega sátt, að
allt sem ekki lýtur að grunngildum
almannaútvarps er betur eftirlátið
einkaaðilum sem nú þegar sinna
afþreyingarhlutverkinu af alúð og
kostgæfni. Hvernig við komumst á
þann stað kallar á samtal allra sem
láta sig íslenska menningu varða.
Illugi Gunnarsson » Allir unnendur
Ríkisútvarpsins geta
jafnframt verið sam-
mála um að því minni
fjármunir sem fari til
dæmis í húsnæði,
stjórnun og tækja-
búnað, því betra.
Illugi Gunnarsson
Höfundur er mennta- og
menningarmálaráðherra.
Tækifæri Ríkisútvarpsins