Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 ✝ Helga Sig-urjónsdóttir fæddist 23. júlí 1916 í Heiðarbót í Reykjahverfi, S- Þingeyjarsýslu. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi Hrafnistu í Reykjanesbæ 4. nóvember 2015. Foreldrar Helgu voru hjónin Jónína Sigurðardóttir, skreðari og hús- móðir, f. 1879, d. 1937, og Sig- urjón Pétursson, söngstjóri og bóndi í Heiðarbót, f. 1893, d. 1982. Helga var í miðið af fimm al- systkinum sem öll eru látin. Þau voru: Sigurður, f. 1913, d. 2005, Þuríður Hólmfríður, f. 1914, d. 2006, Stefán Pétur, f. 1918, d. 1999, og Hreiðar, f. 1920, d. 2004. Hálfbróðir þeirra sam- feðra var Sigtryggur, f. 1943, d. 1993. Helga giftist hinn 26. nóvem- ber 1946 Guðmundi Jóhann- essyni, ráðsmanni á Hvanneyri, f. 9.9. 1914 á Söndum í Með- allandi. Foreldrar hans voru Jó- hannes Guðmundsson, bóndi á Herjólfsstöðum, f. 1880, d. 1961, Helga ólst upp í Heiðarbót þar sem var sambýli systranna Jónínu og Sigríðar Sigurðar- dætra ásamt fjölskyldum. Barnahópurinn taldi alls níu börn sem tóku virkan þátt í bú- störfum sem og tilfallandi störf- um annars staðar í sveitinni. Á heimilinu var tónlist í hávegum höfð og þóttu þau systkin mikið söngfólk. Eftir farskólann í sveitinni fór Helga til náms við Húsmæðraskólann á Laugum. Eftir það réðst hún til starfa við Bændaskólann á Hvanneyri þar sem hún kynntist manni sínum. Þau bjuggu á Hvanneyri fram til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur vegna veikinda Guðmundar. Helga vann við ýmis störf á Hvanneyri, m.a. á símstöðinni, við tilraunarækt og veðurathug- anir. Helga söng í kirkjukór Hvanneyrarkirkju um árabil. Í Reykjavík starfaði hún aðallega í Þvottahúsi Ríkisspítalanna þar til hún fór á eftirlaun. Helga fluttist til Keflavíkur árið 2002 þar sem hún bjó í ná- grenni við dóttur sína og tengdason. Hún hafði unun af því að ferðast og ferðaðist víða innanlands og utan. Þá ferðaðist hún erlendis með fjölskyldunni allt fram til 93 ára aldurs. Helga dvaldi síðasta árið á hjúkrunar- heimilinu Hlévangi. Útför Helgu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 17. nóvember 2015, klukkan 13. og Þuríður Páls- dóttir húsfreyja, f. 1890, d. 1975. Guðmundur lést 14. mars 1973. Helga og Guðmundur eign- uðust þrjú börn: Dóttur, andvana fædd 1948; Jóhann- es, f. 1.12. 1956, d. 4.9. 1963; Jónínu, f. 10.4. 1951. Fyrir átti Guðmundur Halldóru, f. 17.9. 1943. Eiginmaður Jónínu er Oddur Sæmundsson, f. 12.5. 1950. Börn þeirra eru: 1) Helga Jóhanna, f. 4.7. 1973. Maður hennar er Ein- ar Jónsson, f. 4.9. 1968. Synir Helgu og Hjalta Páls Sigurðs- sonar eru Oddur Fannar og Tómas Ingi, f. 2004. 2) Guð- mundur Jóhannes, f. 1.5. 1975. Kona hans er Guðrún Mjöll Ólafsdóttir, f. 3.12. 1975. Börn þeirra eru Hulda Sóllilja, f. 2002, Ólafur Oddur, f. 2007, og Jónína Sóley, f. 2008. 3) Sæ- mundur Jón, f. 23.2. 1981. Kona hans er Edda Björk Pétursdótt- ir, f. 1.5. 1984. Börn þeirra eru Saga Björk, f. 2011, og Oddur Logi, f. 2015. Ennþá man ég æsku mína, engu blómi skal ég týna ennþá finn ég ástarmjúka arma strjúka enni mitt sem blíðvindi af bládýpi rynni, öll þau hjartans hlýindi hef ég geymd í minni. (Hulda) Jónína. Við systkinin höfum búið við þá gæfu að vera elskuð skilyrð- islaust af ömmu allt frá því við komum í heiminn og langt fram á fullorðinsár. Það að fá að njóta samvista við hana svo lengi er ómetanlegt og hefur hún alla tíð verið stór hluti af tilveru okkar. Við fráfall afa og fæðingu fyrsta barnabarnsins skömmu síðar umvafði amma litlu fjölskylduna í Keflavík. Helgarheimsóknir voru tíðar og átti amma sitt her- bergi í forstofunni lengi framan af. Amma var mjög æðrulaus og stolt kona og ræddi sjaldan þann missi sem hún upplifði þó mikill væri. Amma vildi frekar dvelja í gleðinni með okkur sem eftir vorum og á eftir komum. Svarið við því hvernig hún hefði getað tekist á við þetta var skýrt: „Maður verður bara að hugsa um eitthvað skemmti- legt.“ Þessi afstaða segir meira en mörg orð um hversu sterkur karakter hún var. Við efumst ekki um að hún hefur oft á tíðum þurft að beita sig hörðu til að viðhalda jákvæðninni og stýra hugsunum sínum og tilfinning- um á þennan hátt. Þetta lýsir því líka hvað hún var fljót að hugsa og greind. Amma var raunar skýrari en gengur og gerist allt fram á síðustu mán- uðina og minnið brást henni ekki. Þannig hringdi Sæmundur alltaf til að spyrja ömmu til veg- ar þegar hann átti erfitt með að rata um þjóðvegina og hún lýsti hverjum hól og bæ. Svo var hún nær ósigrandi í spilum þar sem gott minni skipti máli. Amma studdi vel við foreldra okkar þar sem mikið var unnið og yfirleitt mikið líf og fjör. Henni féll sjaldan verk úr hendi, hafði einstakt lag á okkur systk- inum. Við munum ekki eftir því að amma hafi nokkurn tímann hastað á okkur, það hefur þá ekki verið alvarlegt þó hún væri föst á sínu. Á menntaskólaárun- um bjó Helga hjá ömmu í Hraunbænum og þar voru vinir ávallt velkomnir. Þegar mennta- skólaganga bræðranna hófst sóttu þeir ekki síður til ömmu og komu gjarnan í grjónagraut og að halla sér í sófanum eftir próf- atarnir. Þolinmæðin gagnvart unglingunum var mikil og kær- leikurinn ávallt til staðar. Stundirnar eru óteljandi þar sem nöfnurnar grétu úr hlátri yfir vitleysunni í Spaugstofunni eða tóku sig til og endurléku at- riði úr áramótaskaupinu þannig að fölsku tennurnar enduðu í fanginu á ömmu. Amma hugsaði vel um heils- una, var nægjusöm og bjó ein fram til 98 ára aldurs. Við ferð- uðumst öll saman, t.d. var hún 90 ára í London og 93 ára í Frakklandi. Þá var það hefð síð- ustu árin að halda upp á afmælið hennar í faðmi Guðmundar og fjölskyldu í Grímsnesinu og var árið í ár það fyrsta sem hún treysti sér ekki í ferðalagið. Síð- asta ferðin var í Borgarfjörðinn í júní þar sem hún dvaldi með hluta fjölskyldunnar á sólrík- ustu dögum sumarsins. Langömmubörnin sjö voru henni kær og átti hvert og eitt þeirra afskaplega fallegt sam- band við hana. Maka okkar um- vafði hún frá fyrstu stundu á sama hátt og okkur hin. Kær- leikur, léttlyndi og gleði í lífsins ólgusjó voru einkenni elsku ömmu sem við kveðjum í dag með miklum söknuði en kærleik í hjarta og einlægu þakklæti fyr- ir allt og allt. Helga Jóhanna, Guðmundur Jóhannes og Sæmundur Jón. Helga Sigurjónsdóttir ✝ VilhelmínaNielsen fæddist á Seyðisfirði 9. sept- ember 1957. Hún lést 1. nóvember 2015. Foreldrar Vil- helmínu eru Hjalti Nielsen, f. 7.12. 1924, d. 2.8. 1967, og Áslaug Gunn- laugsdóttir Nielsen, f. 23.11. 1932. Vilhelmína var þriðja í röðinni af sex systkinum. Elstur var Gunnlaugur Nielsen, f. 19.6. 1953, d. 22.1. 2010, Kristín Theo- dóra Nielsen, f. 2.5. 1955, Þóra Lind Nielsen, f. 26.3. 1963, Axel Emil Nielsen, f. 6.6. 1965. Yngst- 1984, börn hennar eru Guðmundur Ívan, Eva Björk og Berglind Björk. 3) Bjarni, f. 22.7. 1994. Vilhelmína ólst upp á Seyð- isfirði til 14 ára aldurs. Þegar hún var 10 ára lést faðir hennar af slysförum. Það hafði mikil áhrif á hana sem og alla í fjöl- skyldunni. 1971 fluttist Vilhelmína ásamt móður sinni og systkinum suður til Reykjavíkur þar sem hún fór í Hagaskóla. Ung að árum hóf hún Vilhelm- ína störf hjá ÁTVR, nú Vínbúðin, og vann hún þar allt til dánar- dags, mestan hluta sem versl- unarstjóri. Frá árinu 1993 bjó Vilhelmína ásamt fjölskyldu sinni að Lyng- móum 2 í Garðabæ. Útför Vilhelmínu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ur er Hjalti Nielsen, f. 20.11. 1967. Vilhelmína giftist 26.6. 1982 Guð- mundi Halli Jóhann- essyni, f. 30.4. 1957. Foreldrar hans eru Jóhannes Kr. Guð- mundsson, f. 13.10. 1934, d. 3.2. 2005, og Guðlaug Guð- laugsdóttir, f. 4.12. 1936. Börn Vilhelm- ínu og Guðmundar Halls eru: 1) Áslaug, f. 21.2. 1981, maki henn- ar er Ármann Jakob Pálsson, f. 28.2. 1980. Börn þeirra eru Jak- ob Dagur, Arney Helga og Rakel Birta. 2) Kristín Theodóra, f. 29.5. Það voru þungar fréttir sem mér og fjölskyldu minni bárust sunnudagsmorgun fyrir viku, að systir mín hefði látist skyndi- lega þá um nóttina. Systir mín var vönduð manneskja – traust og dugleg, vann öll sín verk vammlaust og af samviskusemi – heiðarleg umfram allt og fölskvalaus. Í verkum hennar mátti ekkert út af standa eða upp á vanta og hún var einn af þeim einstaklingum sem tóku meira á sig en hollt var og hún vildi leysa sín verkefni vel. Hún var stoð margra, bæði í vinnu og nánasta umhverfi og aldrei sá ég systur mína reiðast eða segja eitthvað miður um fólk – hún var dul á sínar tilfinningar og það sem að steðjaði, bar ekki sjálfa sig á torg, en reyndi að vinna sín verk af alúð og vand- virkni. Samviskusemin í blóð borin og viljinn til að skila sínu, alltaf og ævinlega, var sterkur. Eftir að ég og fjölskylda mín fluttumst til Bandaríkjanna fyr- ir meira en áratug hafa sam- skiptin við Mínu og hennar fjöl- skyldu minnkað eins og oft vill verða þegar langar vegalengdir skilja að. Við hittumst helst á jólum eða í stuttum ferðum okkar til Íslands, en ég minnist með mikilli hlýju systur minnar og alls þess sem hún gerði fyrir mig, yngri bróður sinn, alla tíð. Gummi og Mína kynntust svo snemma að ég man ekki eftir þeim nema saman og annað er aldrei nefnt nema hitt fylgi með og söknuður Gumma og barna er mikill að sjá á eftir kærri eig- inkonu og móður. Ekki er langt síðan bróðir okkar lést og því annað skarð höggvið í systkinahóp okkar á allt of stuttum tíma. Nú þarf móðir okkar að horfa á eftir öðru barna sinna og harmur hennar er mikill, en að sama skapi er styrkur hennar og reisn aðdáunarverð, ekkja í nær 50 ár og tvö barna hennar farin á undan henni. Á okkar dögum er það siður að þvælast fram og til baka í endalausri innri leit, en okkur væri nær að leita að styrk og fyrirmynd í lífi móður minnar sem elskar og ber harm sinn í hljóði eins og mæður hafa gert um aldir – en finnur svo styrk til að halda áfram. Sorg Guðmundar, Áslaugar, Dóru Stínu, Bjarna og barna- barna er mest. Við Hanna og Emil Örn vottum ykkur samúð okkar. Hvíldu í friði, Mína okkar. Við kveðjum þig ekki, því þá sem maður elskar, kveður mað- ur aldrei. Axel, Hanna og Emil Örn. Vilhelmína NielsenMorgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINGERÐUR SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Grænavatni, Mývatnssveit, lést fimmtudaginn 12. nóvember á dvalarheimilinu Lögmannshlíð. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Jónas Helgason, Guðrún Bjarnadóttir, Haraldur Helgason, Freyja Kristín Leifsdóttir, Þórður Helgason, Helga Þyri Bragadóttir, Árni Hrólfur Helgason, Kristín List Malmberg, ömmubörn og langömmubörn. Okkar ástkæri INGI ÞÓR GUÐMUNDSSON frá Hrafntóftum, síðar Dufþaksholti, Hvolhreppi, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hinn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 21. nóvember klukkan 11. . Fjölskylda og vinir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA HARALDSDÓTTIR, Vesturbergi 52, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 14. nóvember. . Óskar Ármannsson, Haraldur Bjarni Óskarsson, Harpa Óskarsdóttir, Jens Pétur Kjartansson, Óskar Ingi Jensson, Elías Bjarni Jensson. Kær systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR HELGA ÞORBJARNARDÓTTIR líffræðingur, Meistaravöllum 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans sunnudagskvöldið 15. nóvember. . Guðmundur Þorbjörnsson, Auðbjörg Ingimundardóttir, Njáll Þorbjörnsson, Jóna Jónsdóttir, Laufey Þorbjarnardóttir, Jón Sigurðsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jónas Matthíasson, Guðrún Þorbjarnardóttir, Guðmundur Sigurðsson og fjölskylda. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Áskær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR LÍNBERG BJÖRNSDÓTTIR, Brumunddal, Noregi, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 21. október síðastliðinn. Útför verður gerð frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 14. . Gunnar Línberg Sigurjónsson María Dögg Línberg Hjaltadóttir, Snjólfur Gunnarsson Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Ari Guðjónsson barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.