Morgunblaðið - 17.11.2015, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Nýir vendir sópa
best, segir máltækið.
Sú fullyrðing kemur
upp í hugann þegar ég minnist að-
komu Árna Steinars Jóhannsson-
ar, fyrrverandi garðyrkjustjóra og
síðar umhverfisstjóra Akureyrar-
bæjar, að umhverfis- og ræktunar-
málum Akureyrarbæjar.
Árni Steinar hóf störf sem garð-
yrkjustjóri Akureyrar 1979 þegar
kraftmikil uppbygging íbúðar-
húsahverfa hafði staðið yfir. Ný
byggingarlönd höfðu verið brotin
og vonglaðir garðeigendur unnu í
vornóttinni við frágang og gróður-
setningu. Alls staðar var hrópað á
ráð og lausnir. Árni Steinar var
nýkominn heim frá námi við Land-
búnaðarháskólann í Kaupmanna-
höfn með ferskar hugmyndir um
hvernig flétta mætti saman fjöl-
breytta hugmyndafræði skóg-
ræktar, garðyrkju og bæjarskipu-
lags. Vornóttin virtist endalaus og
lífskrafturinn óþrjótandi. Fyrir ut-
an að sinna kröfuhörðum garðeig-
endum, sem ekki gátu beðið næsta
dags, fann Árni Steinar hugmynd-
um sínum um betri bæ einnig far-
veg í stjórnum og ráðum Akureyr-
arbæjar.
Starfsemi Garðyrkjufélags Ak-
ureyrar og Skógræktarfélags Ey-
firðinga var einnig vettvangur
Árna Steinars. Hann átti auðvelt
með að tala fyrir hugmyndum sín-
um um græna byltingu í bæjar-
skipulaginu. Árið 1980, á fimmtíu
ára afmæli Skógræktarfélags Ey-
firðinga, var gefið út fréttablað
sem dreift var í öll hús bæjarins.
Þar var kynnt stefna Akureyrar-
bæjar og Skógræktarfélagsins um
framtíðarútivistarsvæði Akureyr-
inga sem skyldi umvefja bæinn.
Veita skyldi skjól og skapa fjöl-
breytta frístundamöguleika, auk
þess að rækta upp gamlar malar-
námur og urðunarsvæði. Verkefn-
ið fékk vinnuheitið „græni trefill-
inn“. Framkvæmdir fóru af stað
og unnið hefur verið eftir þessari
stefnu síðan. Stundum hafa áfang-
arnir verið smáir en alltaf mjakast
áfram. Stefnumótunin um „græna
trefilinn“ hefði tæpast náðst án að-
komu Árna Steinars og sannfær-
ingar hans um mikilvægi fram-
kvæmdarinnar.
Þegar komið var fram að alda-
mótunum voru í bígerð ýmsar
breytingar á stjórnsýslu Akureyr-
arbæjar sem samrýmdust ekki
hugmyndum Árna Steinars um
stöðu ræktunarmála í bæjarland-
inu. Hann leitaði þá inn á nýjar
brautir og valdi stjórnmálin sem
vettvang um skeið.
Árni Steinar lauk starfsferli sín-
um sem umhverfisstjóri í Fjarða-
byggð við mótun lands, eftir mikla
uppbyggingu og rask sem fylgdi
breyttum atvinnutækifærum á
Austurlandi.
Ég minnist Árna Steinars,
þakka fyrir skemmtun, vináttu og
samstarf um málefni sem við báðir
áttum að ævistarfi og votta að-
standendum hans innilega samúð.
Hallgrímur Indriðason,
Akureyri.
Árni í Lystigarðinum hefur
kvatt þessa jarðvist, hvernig getur
verið að heimurinn missi þvílíkt
gull af manni á besta aldri?
Við Árni hittumst fyrst sumarið
1970 í Skálholti þar sem komandi
skiptinemar ICYE dvöldu í viku-
undirbúningi fyrir ársdvöl erlend-
is. Árni kom að norðan talandi þá
fallegustu norðlensku sem ég hef
heyrt og með hlátur sem aldrei
Árni Steinar
Jóhannsson
✝ Árni SteinarJóhannsson
fæddist 12. júní
1953. Hann lést 1.
nóvember 2015.
Útför Árna
Steinars fór fram í
kyrrþey 9. nóv-
ember 2015.
gleymist. Vikan sem
við dvöldum í Skál-
holti við garðyrkju
og undirbúnings-
fræðslu er okkur öll-
um ógleymanleg, það
var hlegið og hlegið
og hlegið á milli þess
að við unnum og
lærðum, þar sýndi
Árni takta í garð-
yrkju sem síðan átti
eftir að vera hans
ævistarf. Árni fór til Bandaríkj-
anna og þegar hann kom til baka
var hlegið enn meira þegar við
hittumst, því sögur hans af ævin-
týrum ársins voru engu líkar. Í
hvert skipti sem við skiptinemarn-
ir hittumst var Árni miðpunktur
skemmtilegheitanna.
Árni í Lystigarðinum, nafnið
kom til sumarið 1972 þegar við
nokkrar vinkonur vorum hjúkrun-
arnemar á Akureyri, ég þekkti
Árna og hann varð hluti af ne-
mabústaðarfjölskyldunni. Ekki
nóg með það, hann var auðvitað al-
talandi á ensku og eitt skiptið kom
inn fárveikur laxveiðimaður. Okk-
ar enska var ekki upp á marga
fiska svo við hlupum út í Lystigarð
og sóttum Árna sem gat spurt
veiðimanninn um heilsufar og lík-
amsástand. Veiðimaðurinn var svo
hrifinn af þessum garðyrkjustrák
að á meðan hann dvaldi á spítalan-
um urðu þeir perluvinir, og ef við
heyrðum smitandi hlátur vissum
við að Árni var kominn í heimsókn.
Þarna var honum vel lýst.
Undanfarin sumur hef ég komið
með erlenda gesti í Lystigarðinn
og alltaf minnst þín við styttuna af
Jóni Rögnvaldssyni, þið tveir og
Lystigarðurinn eruð eitt í mínum
huga.
Við komum suður, Árni fór í
Garðyrkjuskólann og hélt upp-
teknum skemmtilegheitum, við
bjuggum saman nokkrar hjúkrun-
arsystur og þegar Árni kom til
Reykjavíkur kom hann við, hvort
sem það var á nóttu eða degi,
„stelpur er ekki til eitthvað að
borða?“, kjötfars með tómatsósu
og kartöflumús á pönnu var vin-
sælt á þeim tíma og svo var hlegið
til morguns. Ég fór með honum
sem borðdama á árshátíð Garð-
yrkjuskólans og þvílíkur séntil-
maður, það var alveg sama hvort
hann var úti í garði eða uppá-
klæddur til borðs, alltaf sama
gæðablóðið.
Ég var ferlega sár að geta ekki
kosið þig á þing af því ég bjó í vit-
lausu kjördæmi, en sem betur fer
komstu inn á þing. Jarðtengdur
kommon sens-maður með heil-
brigða skoðun loksins kominn á
þing og hefði betur verið þar leng-
ur.
Kæra Valrós, þó að við höfum
bara hist einu sinni á tröppunum á
Dalvík finnst mér ég þekkja þig
svo vel, Árni bar svo mikla virð-
ingu fyrir þér og þú varst honum
svo kær. Dalvík og landsbyggðin
voru greypt í hans hjarta og við
fengum öll skýra sýn og fræðslu
um landsbyggðina eftir samræður
við hann.
Nú þegar ég sit og skoða gaml-
ar skiptinemamyndir fæ ég tár í
augun og sorg í hjarta, heimurinn
hefur misst svo góðan mann, hér í
þínu gamla skiptinemalandi er
kveikt á kerti og íslenski fáninn
blaktir þér til heiðurs. Hvíldu í
friði, heimurinn saknar þín.
Björg Ólafsdóttir,
ICYE-skiptinemi.
Árna Steinari Jóhannssyni
kynntist ég fyrst í Vinstrihreyfing-
unni – grænu framboði. Hafði auð-
vitað heyrt hans getið og vissi að
hann hafði óvenju mikið persónu-
fylgi. Það þurfti ekki að umgang-
ast Árna Steinar lengi til þess að
skilja af hverju fólk laðaðist að
honum og treysti. Hann las fólk og
aðstæður af einstöku næmi og átti
það jafnt við um einstaklinga,
þingflokka, stjórnmálaflokka,
sveitarfélög og þjóðfélög.
Mannþekking hans reyndist vel
þegar hann var að rótast í kjör-
dæmum og eru sögurnar hans af
slíkum ferðum algjörlega óborg-
anlegar. Hann ræddi við húsfreyj-
urnar í sveitunum um húsmæðra-
skólaaðferðina við að hengja upp
þvott á fullkomlega tilgerðarlaus-
an hátt.
Börn löðuðust mjög að Árna
Steinari, ekki vegna þess að hann
væri að gera eitthvað sérstakt,
hann bara var. Eitt sinn hélt ég að
ég væri búin að týna dótturdóttur
minni á skrifstofum Fjarðabyggð-
ar en auðvitað lá hún bara alsæl á
gólfinu inni á skrifstofunni hans
Árna Steinars með fullt af túss-
litum og risastórar arkir.
Dýrmæt stórvinátta okkar
Árna varð til þegar við fórum að
vinna fyrir Fjarðabyggð um svip-
að leyti. Vinátta sem skipti okkur
einhleypingana miklu máli enda
héldu ýmsir að við værum hjón.
Við gátum rætt hvað sem var en
oftast voru þjóðfélagsmálin tekin
fyrir. Þegar Árni þurfti að æsa
vinkonu sína, einkum að öðrum
viðstöddum, sagði hann gjarnan
að kellingar væru að eyðileggja
opinbera kerfið, heilbrigðiskerfið,
skólakerfið o.s.frv. Þetta reyndist
nokkuð óbrigðult framan af en svo
lærði ég smátt og smátt að skipta
ekki skapi við yfirlýsingarnar.
Árni las mig og aðstæður mínar
auðvitað eins og annað. Var mætt-
ur óbeðinn í óteljandi flutninga og
klukkutíma fyrir innflutningspartí
kom hann vopnaður nöglum og
hamri til að hengja upp myndir og
ákveða í stórum dráttum hvar þær
skyldu vera.
Í fyrrasumar ákvað Árni að það
væri best að ég keyrði norðurleið-
ina, gisti á Dalvík og svo færum
við saman austur í Neskaupstað.
Það þarf ekki að orðlengja hvílík
veisla það var að heimsækja Árna
og Valrós og keyra á fögru kveldi
um Svarfaðardal með þeim og
Friðbjörgu.
Valrós og fjölskyldu sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Ég sakna ávarpsins: Nei, sæl
vinkona.
Sigríður Stefánsdóttir.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar ég minnist
vinar míns og samstarfsmanns,
Árna Steinars Jóhannssonar. Árni
Steinar var ávallt hrókur alls
fagnaðar, skarpgreindur og víð-
sýnn sáttamaður sem öllum líkaði
vel við. Árni sagði frá skoðunum
sínum af hreinskilni og með skýr-
um hætti þannig að allir skildu,
enda hafði Árni áhrif hvar sem
hann kom. Í starfi sínu sem um-
hverfisstjóri og á vettvangi póli-
tískra starfa vegnaði Árna vel og
þar var hann svo sannarlega á
réttum vettvangi. Baráttumaður,
réttsýnn og fylginn sér, kom hann
verkefnum og viðfangsefnum
áfram svo eftir var tekið.
Árni kom oft til okkar hjóna í
kaffi á laugardagsmorgnum til
þess að fara yfir mál líðandi stund-
ar. Hann kallaði það gjarnan góða
leið til þess „að brýna bæjarstjór-
ann“ og „ fingra viðfangsefnin“
eins og hann orðaði það svo
skemmtilega. Hafði hann þá oft
með sér bakkelsi, vínarbrauð og
snúða sem honum fannst ómiss-
andi með morgunkaffinu, enda
annálaður sælkeri. Við áttum það
t.d. sameiginlegt að þykja saltað
hrossakjöt mikið hnossgæti og
héldum nokkrar þannig veislur í
gegnum tíðina. Eftirminnileg er
síðan ferð sem farin var af starfs-
mönnum bæjarskrifstofunnar til
Skotlands árið 2005. Þar var Árni
fremstur í flokki og hélt uppi
skemmtilegheitum og stemningu
alla ferðina með óteljandi sögum
og frásögnum af mönnum og mál-
efnum. Sú ferð verður lengi í
minnum höfð okkar sem fórum
með Árna í þá góðu ferð.
Árna Steinars munum við í
Fjarðabyggð minnast um ókomna
tíð fyrir framlag hans til umhverf-
ismála. Árni kom til starfa hjá
sveitarfélaginu sem umhverfis-
stjóri þegar miklar framkvæmdir
voru í gangi vegna uppbyggingar
álvers Alcoa Fjarðaáls. Miklir efn-
isflutningar áttu sér stað á svæð-
inu á þessum tíma og hafði Árni
mikil áhrif á það hvernig til tókst í
umhverfismálum sveitarfélagsins
og sést handverk hans víða. Árni
hefur í gegnum árin bætt um-
hverfi okkar með plöntum, trjám
og beðum í bæjarkjörnum sveitar-
félagsins sem nú þykja sjálfsögð
prýði. Það er eftir því tekið í dag
hvernig til tókst hjá Árna Steinari
við stjórnun á fegrun og í um-
hverfismálum bæjarkjarnanna í
Fjarðabyggð. Árni hafði þá góðu
eiginleika að sjá langt fram í tím-
ann. Þannig nýtti hann það efni
sem féll til, m.a. til þess að byggja
upp göngustíga og annað um-
hverfi og sparaði þannig oft stórfé
fyrir skattborgarana. Oft nutu
þessi verkefni Árna ekki vinsælda
meðan á þeim stóð, en þegar upp
var staðið voru allir sáttir við hina
endanlegu niðurstöðu. Árni hafði
einstakt lag á að afla styrkja og
liðsinnis við verkefni líðandi
stundar sem kom sveitarfélaginu
vel til góða. Framlag Árna til
þessara verkefna allra er vel
geymt og ekki gleymt.
Ég vil fyrir hönd bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar og starfsmanna
votta móður Árna og fjölskyldunni
allri samúð mína. Blessuð sé
minning Árna Steinars Jóhanns-
sonar. Verk hans og hugur munu
lifa um ókomna tíð í sveitarfé-
laginu okkar.
Páll Björgvin Guðmundsson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLL ÍSLEIFSSON
frá Langekru,
lést sunnudaginn 8. nóvember
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi.
Útförin fer fram frá Oddakirkju
laugardaginn 21. nóvember klukkan 14.
.
Halldóra Valdórsdóttir,
Eva Sigurveig Pálsdóttir,
Ísleifur Pálsson, Ragnheiður Aradóttir,
Orri Hrafn Ísleifsson,
Silja Dögg Ísleifsdóttir,
Steinunn Herdís Ísleifsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns,
föður okkar og tengdaföður, afa og langafa,
SVEINS KRISTJÁNSSONAR
kennara,
Blásölum 22.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Landspítala, líknardeildar, og Skógarbæjar fyrir frábæra
umönnun, vinsemd og hlýhug.
.
Aðalheiður Edilonsdóttir,
Kristján G. Sveinsson, Sigríður Hjörleifsdóttir,
Edda Lilja Sveinsdóttir, Páll Árnason,
Ingibjörg A. Sveinsdóttir, Þröstur Magnússon,
Stefán Jökull Sveinsson, Sjöfn Sigurgísladóttir,
Kolbrún Sveinsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar okkar elskulega
PÉTURS K. MAACK
verkfræðings,
Álagranda 8.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og
alúð.
.
Sóley Ingólfsdóttir,
Valgerður P. Maack, Haukur Jónsson,
Andrea P. Maack, Gísli Þór Sverrisson,
Heiðrún P. Maack, Jónas Albert Þórðarson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÓLAFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Raftholti,
Víðivöllum 3, Selfossi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
dvalarheimilinu Lundi föstudaginn 13. nóvember. Útför hennar
fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 21. nóvember
klukkan 14. Hjartans þakkir fær starfsfólk Lundar fyrir góða
umönnun og hlýju.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
.
Ársæll Teitsson
Kristín Ágústa Ársælsd. Tryggvi Rúnar Pálsson
Sigurjón Ársælsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir
Sigríður Ársælsdóttir Þórarinn Arngrímsson
og barnabörn.
Elsku unnusti minn, bróðir og frændi,
HILDAR JÓHANN PÁLSSON
frá Þorlaugargerði,
síðast til heimilis á Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu 8. nóvember
síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Landakirkju laugardaginn
21. nóvember næstkomandi kl. 14.
.
Magnea Halldórsdóttir,
Guðrún S. Moore,
Ágústa H. Árnadóttir, Ósk Guðrún Aradóttir,
Páll Árnason, Óskar V. Arason,
Ómar Þór Árnason, Guðný E. Aradóttir
og fjölskyldur.
Með kærleik og virðingu
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Lögfræðiþjónusta
Veist þú hvert eignir þínar renna
eftir þinn dag? Kynntu þér málið á
heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Með kærleik og virðingu