Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Heimilið og fjölskyldan verða í
brennidepli hjá þér á næstu fjórum til sex
vikum. Þú færð á baukinn ef þú skilar ekki
verkefnum á réttum tíma. Þú ert ekki leng-
ur í grunnskóla.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt sjálfsgagnrýni geti verið góð
kann hún að keyra úr hófi fram eins og allt
annað. Láttu það eftir þér að fara í ferða-
lag eða gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá
út úr tilteknu sambandi. Reyndu að rugla
ekki of mikið saman vinnu og fríi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki meira tuð yfir smámunum –
settu tilfinningar fólks í fyrsta sæti. Þú átt
erfitt með að taka hrósi, æfðu þig í því.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekkert vit í að láta reka á reið-
anum lengur. Orðspor þitt er meira virði en
peningar í banka. Einhver hrekkir þig og
þér finnst ekki leiðinlegt að hrekkja á móti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst einhverjir vera að seilast
inn á valdsvið þitt. Leitaðu þér ráðgjafar og
haltu svo þínu striki þar til árangur næst.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú verður að taka af skarið og hrinda
málum í framkvæmd, þótt vinnufélagar
þínir séu tregir í taumi. Vertu á verði í um-
ferðinni. Þú færð góðan byr heima fyrir
þegar þú varpar fram hugmyndum þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sýndu maka þínum sérstaka
þolinmæði. Reyndu að skipuleggja tíma
þinn þannig að þú getir sinnt þér líka.
Taktu lífinu með ró.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er líf og fjör í félagslífinu
og svo margt í boði að vandi er um að
velja. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar
náttúrunnar með þínum nánustu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það verða engar breytingar í lífi
þínu nema þú sért sjálf/ur staðráðin/n í að
svo verði. Einhver veitir þér stuðning sem
þú áttir ekki von á.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú reynir að vera heiðarleg/ur
við þitt fólk. Nýr smekkur, nýir vinir og
annað umhverfi er til marks um aukinn
lífsþrótt og afl til að gera frekari breyt-
ingar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hefur tekist að koma ár þinni
svo fyrir borð að aðrir eru fúsir til að fylgja
þér. Framkvæmdu hlutina með þínu lagi.
Ekki hlusta á neikvætt fólk.
Ármann Þorgrímsson yrkir um„flóttamannavandann á Ís-
landi“ á Leir:
Umfangið erfitt að meta
ekki það sveitamenn geta
Húsnæði þarf
og helst eitthvað starf
og heilmikið þarf þetta að éta.
Hjálmar Freyseinsson segir á
Boðnarmiði, að sig hafi dreymt
undir morgun að til sín kæmi
ókunnugur maður og kenndi sér
þessa limru:
Jafnaðarmaður er Jónas hét
jarða sig heima í kyrrþey lét
að viðstöddum fáum
fátækum smáum.
Það hlakkaði í ekkjunni en hundurinn grét.
Og bætti síðan við: „Ætli þetta
viti ekki á snjóléttan vetur?“
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
fyrir utan biskupsstofu, hann ská-
skaut augunum og hafði gaman af
því, að í Útsvari skyldi rifjað upp að
kristnihátíðarnefndin skyldi festast
í lyftunni í því húsi og lögregla og
slökkvilið kallað til. Þá var ort, en
höfund þekki ég ekki:
Valdahöndin lúna loppna
litlu verki skilaði
það var engin þörf að opna
þegar lyftan bilaði.
Ólafur G. Einarsson gaf þá skýr-
ingu að það hefði verið yfirvigt, en
þá var hann forseti Alþingis en með
honum voru forseti Íslands, forsætis-
ráðherra, forseti Hæstaréttar og
biskup. Karlinn rétti úr sér og sagði:
Í lyftunni allir þóttust þá
í þungavigt fastir og bundnir
þessir karlar sem eftir á
urðu léttvægir fundnir.
Síðan tautaði hann um leið og
hann studdist fram á reiðhjólið en
sprungið afturdekkið:
Holuborg er heiti á torgi og strætum
því að viðhald vantar þar, –
varla hjólfært alls staðar.
Friðrik Steingrímsson segir
rjúpnaveiðisögu að norðan:
Rembdust tveir við rjúpna fár,
um reiknings hæfn’ er ekki spurt,
sáu fjórar, fengu þrjár,
þó flugu tvær á lífi burt.
Sigrún Haraldsdóttir birti þessa
stöku á Boðnarmiði ásamt fallegri
haustmynd:
Vagninn minn af kappi kný,
keyri í skyggni góðu
framtíð þótt sé fólgin í
fínni þokumóðu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn af flóttamönnum
og öðrum mönnum
Í klípu
„ÞETTA ER SVO ÓVIRK-ÁRÁSARGIRNI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAR ERU KRAKKARNIR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... bros hans sem léttir
lund þína.
HVAÐ ERTU
GAMALL NÚNA
GRETTIR?
KEMUR ÞÉR
EKKI VIÐ!
VÁÁ ... ... SVO
GAMALL.
BÚIÐ YKKUR UNDIR AÐ
MÆTA SKAPARA YKKAR
!
EKKI ÞIÐ!
Víkverji varð vitni að undarlegu at-viki í knattspyrnuleik á dögunum
en leikurinn var liður í Íslandsmóti
leikmanna 40 ára og eldri.
Tildrög voru þau að sóknarmaður
annars liðsins var kominn inn í vítateig
andstæðingsins og í þann mund að
hann lét skot ríða af komst varnar-
maður fyrir og blokkeraði skotið.
Knötturinn skrúfaðist aftur fyrir enda-
mörk og dæmdi dómari leiksins um-
svifalaust hornspyrnu.
Sóknarmaðurinn lá hins vegar í fóst-
urstellingunni í gervigrasinu og bar sig
illa. Þegar hann settist upp skömmu
síðar kom í ljós að hann var saltvondur.
Fullyrti að á sér hefði verið brotið.
Andstæðingarnir, sem hópuðust í
kringum hann, voru honum ósammála.
Nema hvað? Eftir nokkra rekistefnu,
sem dómarinn fylgdist með, byrjaði
sóknarmaðurinn óvænt að rífa sig úr
skóm og sokkum. Rak að því búnu
bera ristina framan í dómarann og
sýndi honum áverka. Sem var vel
greinilegur og það úr fjarska.
Dómarinn skoðaði rist leikmannsins
af kostgæfni, líkt og um lækni á bráða-
móttökunni væri að ræða. Áfram var
deilt um málið út frá þessum nýju
„gögnum“. Sóknarmaðurinn klæddi
sig í rólegheitum aftur í sokkinn og
skóinn og þegar hann reis loks á fætur,
á að giska fimm mínútum eftir að hann
féll, kallaði dómarinn á knöttinn og
færði hann með rögg beint á víta-
punktinn. Vítaspyrna!
x x x
Eftir að hafa skoðað áverkann sneristhonum sumsé hugur. Við þetta
umturnaðist varnarliðið og gerði aðsúg
að dómaranum. „Þetta má ekki!“ og
„þú getur ekki gert þig svona af fífli!“
heyrðist fleygt.
Eftir snarpa rimmu tók dómarinn
knöttinn upp aftur, þar sem hann beið
örlaga sinna á vítapunktinum, og gekk
af stað – með allt varnarliðið á hæl-
unum. „Strákar, gefið mér frið. Ég
þarf að hugsa!“
Því næst gekk hann einn hring í
vítateignum áður en hann ákvað
endanlega að standa og falla með
seinni ákvörðun sinni. Víti skal það
vera! Varnarliðið fór endanlega á lím-
ingunum.
En dómaranum varð ekki haggað að
þessu sinni og vítaspyrnan var fram-
kvæmd – og varin. víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem
í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú
Drottin, sála mín, og gleym eigi nein-
um velgjörðum hans. Sálmarnir 103:1-2
www.reykjafell.is
snjalllausnir
fyrir heimili og
fyrirtæki
Nánari upplýsingar veita
löggiltir rafverktakar.
Rétt uppsetning og meðhöndlun tryggir
endingu og ábyrgð, öryggi í þína þágu.