Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 33
AF SÓLSTÖFUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Enginn má sköpum renna oghafi einhverjir menn íþessu landi fæðst til að rokka eru það liðsmenn reykvísku hljómsveitarinnar Sólstafa. Tutt- ugu ár eru um þessar mundir frá því sveitin var sett á laggirnar og því fer fjarri að vegurinn hafi alltaf verið beinn og breiður. Margir hefðu líklega löngu verið búnir að gefast upp en Sólstafir bitu á jaxl- inn og undanfarin ár hafa þeir ver- ið að uppskera laun erfiðisins. Einkum þó í útlöndum. Það er göm- ul saga og ný að enginn sé spámað- ur í sínu föðurlandi. Þetta kom óhjákvæmilega upp í hugann á tónleikum Sólstafa í Silf- urbergi Hörpu síðastliðið föstu- dagskvöld. Fyrstu stóru tónleik- unum sem sveitin heldur í sínu nafni hér á landi í bráðum fjögur ár. Síðast voru Sólstafir á ferð í Gamla bíói snemma árs 2012 þegar þeir fögnuðu útgáfu breiðskífunnar Svartir sandar. Í millitíðinni hafa Sólstafir auðvitað komið fram á Rokkjötnum og Eistnaflugi, auk þess sem þeir léðu Hrafni nokkrum vængi á RIFF í fyrra. En eftirspurnin er fyrst og fremst í útlöndum og þar hafa Sól- stafir troðið upp 170 sinnum frá því síðasta breiðskífa, Ótta, kom út fyr- ir ári. Því sem næst annan hvern dag. Geri aðrir betur! Til þess að eiga möguleika á að sjá Sólstafi á sviði er mun betra að lenda í ferða- lögum en hanga heima. „Við sjáumst kannski eftir þrjú ár?“ sagði Aðalbjörn Tryggvason, Addi, söngvari og gítarleikari, þeg- ar leið að lokum í Silfurbergi og uppskar heldur dræmar undir- tektir. Auðvitað viljum við hafa betri aðgang að sveitinni hér heima en þá þarf fólk líka að mæta á tón- leika hennar. Og það í þéttum röð- um. Hvers vegna fer viðburður sem kallar á kjaftfulla Eldborg (tvær frekar en eina) fram í Silfurbergi? Svarið verða rokkhundar þessarar þjóðar að eiga við sig. Alltént. Enda þótt gott ár sé liðið var hér um útgáfutónleika vegna Óttu að ræða. Sjö af átta lög- um plötunnar voru leikin í bland við eldra efni. Ótta er afbragðsgóð plata enda þótt hún standi meist- araverkinu Svörtum söndum ekki Enginn má sköpum renna Morgunblaðið/RAX Myndrænir Sólstafir hljóta að vera einhver myndrænasta hljómsveit landsins: Sæþór Maríus Sæþórsson, Aðalbjörn Tryggvason og Svavar Austmann. alveg á sporði. Hún er innhverfari og lágstemmdari og fyrir vikið ekki eins vel til þess fallin að trylla lýð- inn á tónleikum. „Eruð þið nokkuð sofnuð?“ spurði Addi eftir að hafa lokið við annars mergjaðan flutn- ing á ballöðunni Miðaftann við und- irleik píanós og strengja þeirra Amiinu-kvenna. Já, hún er há, alda syndanna. Listfengi Sólstafa skín skært í gegn á Óttu, plötu sem sumir segja að hafi endanlega gert þá að málm- leysingjum. En hverjum er ekki skítsama um slíka merkimiða? Þetta var gott tækifæri til að heyra sum laganna „live“ sem rúmast ekki oft á efnisskránni. Rokkarar eins og Dagmál og Rismál gerðu sig vel, eins lengri og dýpri smíðar á borð við Óttu og Náttmál. Á heild- ina litið óx platan við þessa upp- lifun. Eins og vera ber.    Ekki var verra að rifja uppkynnin af gömlum kunn-ingjum eins og Djáknanum, Svörtum söndum og Þínum orðum. Allt nútímaklassík í íslensku rokki. Fíla Þín orð alltaf betur og betur enda alkunna að hóflegt mál er vits- ins sál. Fjara kom, eins og við var að búast, ekki fyrr en í uppklappi. Addi hlóð reyndar í meinfyndna sögu þess efnis að ónefndur maður, sem hafði lagið á hornum sér, hefði boðið honum þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að spila það ekki í Silf- urberginu. „Og vitiði hvað ég er með í rassvasanum núna?“ spurði hann viðstadda. Síðan var rennt í Fjöru. Alvöru listamenn selja vita- skuld ekki sálu sína. Það reyndi svo verulega á burðarvirki Hörpu í lokalaginu, Goddess of the Ages af Köld. Skemmtilega áköf smíð þar á ferð. Titillag þeirrar plötu hefði að ósekju mátt fylgja með en ekki verður á allt kosið. Skrýtið var að sjá Guðmund Óla Pálmason ekki bak við húð- irnar en brotthvarf hans varð víst ekki umflúið, svo sem fram hefur komið, nú síðast í samtali við Adda í bresku útgáfunni af Metal Ham- mer. Fleira hefur breyst frá því í Gamla bíói. Tært vatn hefur til dæmis leyst Jack gamla Daniels af hólmi ofan á bassamagnaranum. Ekki var annað að sjá en tón- leikagestir gengju sáttir út í nátt- myrkrið, þar sem biðu þeirra frétt- ir af voðaverkunum í París. Sláandi tíðindi, ekki síst fyrir Sólstafi sem komu sjálfir fram í borginni átta dögum fyrr. Á keimlíkum klúbbi og þeim sem aftökurnar fóru fram á. Það er sem ég segi, enginn má sköpum renna! » Á heildina litið óxplatan við þessa upp- lifun. Eins og vera ber. Í ham Addi lifir sig inn í flutninginn. Við settið er Hallgrímur Jón Hall- grímsson sem leggur Sólstöfum lið um þessar mundir. Vel þéttur trymbill. Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Eigum á lager Ford F350 Lariat 2016 og Dodge Ram 3500 Ford F350 2016 Lariat Dodge Ram 3500 Longhorn 2016 • Varahlutir • Sérpantanir • Aukahlutir • Bílasala • Verkstæði Umboðsaðilar BL á Selfossi IB ehf • Fossnes A • 800 Selfoss • ib.is Sími 4 80 80 80 SPECTRE 5,7,10(P) HANASLAGUR 4:50 JEM AND THE HOLOGRAMS 5 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 8 SICARIO 8,10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10 Þ R I Ð J U DAG ST I L B O Ð Þ R I Ð J U DAG ST I L B O Ð SÝND Í 4K!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.