Morgunblaðið - 17.11.2015, Side 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Kvikmyndin Hrútar eftir leikstjór-
ann Grím Hákonarson sópar enn að
sér verðlaunum á kvikmyndahátíð-
um. Um helgina hlaut hún tvenn
verðlaun á Listapad-kvikmyndahá-
tíðinni í Minsk í Hvíta-Rússlandi og
var valin besta kvikmyndin á hátíð í
Þessalóníku í Grikklandi. Þrestir,
kvikmynd leikstjórans Rúnars Rún-
arssonar, hlaut einnig verðlaun í
Þessalóníku, fyrir framúrskarandi
listrænt framlag.
Hrútar hlutu áhorfendaverðlaun
og sérstök verðlaun frá borgar-
stjórninni í Minsk á hátíðinni Lista-
pad föstudaginn sl., 13. nóvember og
tók leikarinn Ingvar E. Sigurðsson,
við verðlaununum fyrir hönd að-
standenda myndarinnar en hann var
gestur hátíðarinnar. Degi síðar hlaut
myndin aðalverðlaun kvikmynda-
hátíðarinnar í Þessalóníku, þau sem
veitt eru fyrir bestu kvikmyndina og
kallast Golden Alexander Theo An-
gelopoulos. 15 kvikmyndir í fullri
lengd voru í aðalkeppnisflokki hátíð-
arinnar. Er þá ekki allt upp talið því
Grímur hlaut heiðursverðlaun um
helgina á Norrænu kvikmyndahátíð-
inni í Leeuwarden í Hollandi fyrir
framlag sitt til norrænnar kvik-
myndagerðar. Á hátíðinni voru
sýndar þrjár myndir eftir Grím;
Hrútar, Hvellur og Hreint hjarta.
Hrútar hafa nú hlotið 18 verðlaun
á kvikmyndahátíðum, þau fyrstu á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor,
Un Certain Regard. Kvikmyndin
Þrestir hefur hlotið sex verðlaun og
ber þar hæst aðalverðlaun kvik-
myndahátíðarinnar í San Sebastián
á Spáni.
Hrútar og Þrestir halda áfram
sigurgöngu sinni á hátíðum
Ljósmynd/Hans Jellema
Verðlaunafjöld Grímur Hákonarson tók við heiðursverðlaunum fyrir fram-
lag sitt til norrænnar kvikmyndagerðar í Leeuwarden um helgina.
Benedikt Hjartarson og Vigdís Rún
Jónsdóttir flytja í dag, þriðjudag,
tvö erindi um framúrstefnuljóð,
prenttilraunir og bókverk á 20. öld
í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í
tengslum við sýninguna „dadadie-
terdúr – samruni orðlistar og
myndlistar“. Sýningin var opnuð á
degi myndlistar 31. október síðast-
liðinn.
Erindi sitt kallar Benedikt „Hver
síða verður að springa“: Um fram-
úrstefnu, ljóðsmíðar og prent-
tilraunir“. Vigdís fjallar hins vegar
um kortlagningu á konkretljóðum á
Íslandi á árabilinu 1955 til1975.
Efnt er til fyrirlestranna í sam-
vinnu við „Rannsóknastofu um
framúrstefnu“ við Háskóla Íslands
en hægt er að fræðast um rann-
sóknarstofuna á vefsvæðinu
avantgarde.hi.is.
Morgunblaðið/Golli
Ljóðsmíðar Benedikt Hjartarson fjallar
um prenttilraunir og framúrstefnu.
Framúrstefnuljóð
og prenttilraunir
Bandaríska kvikmyndaakademían
veitti kvikmyndaleikstjóranum
Spike Lee og leikkonunum Genu
Rowlands og Debbie Reynolds sér-
stök heiðurs-óskarsverðlaun á ár-
legri samkomu samtakanna í Holly-
wood sem nefnast Govenors
Awards.
Lee, sem hefur í tvígang verið til-
nefndur til hinna árlegu Óskars-
verðlauna sem keppt er um, hélt
átján mínútna ræðu er hann tók við
styttunni kunnu. Hann sagðist
vissulega glaður en harmaði þá
staðreynd að í Hollywood héldi hör-
undsdökkt fólk hvergi um stýrið í
kvikmyndaverunum. Hann sagði
auðveldara að kjósa svartan forseta
í Bandaríkjunum en fá svartan
stjórnanda í kvikmyndaverin. Sam-
kvæmt mannfjöldaspám yrðu hvítir
komnir í minnihluta í landinu árið
2043 og kvikmyndaiðnaðurinn yrði
því að laga sig að breyttum heimi.
AFP
Kátur en hvass Spike Lee hampaði
styttunni kátur en var gagnrýninn.
Lee, Rowlands og
Reynolds heiðruð
Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt