Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 18
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 15. nóvember sl. bregst Davíð Oddson við um- mælum Ómars Ragn- arssonar sem skrifaði á bloggi sínu að Davíð hefði lagt Þjóðhags- stofnun (ÞHS) niður vegna þess að honum líkaði ekki spár henn- ar. Eftir að hafa nefnt skoðun Ómars „yfirborðsgjálfur“ og líkt henni við „fjöðrin(a) sem varð að þessum 5.000 hænum“ set- ur Davíð fram þessa skýringu: „Efnahagsspár stofnunarinnar höfðu lengi verið hafðar í flimt- ingum, því þær stóðust ekki vel.“ Ágæti spáa ÞHS Strax eftir ofangreind orð um spár ÞHS vitnar Davíð til greinar Tryggva Felixsonar og Más Guð- mundssonar um spár ÞHS sem birtist í Fjármálatíðindum nr. 1 1988. Hann fjallar ekkert um nið- urstöður þeirra en segir: „Varla hefur slík athugun verið gerð að tilefnislausu.“ Þetta er merkileg staðhæfing. Stofnanir sem gera efnahagsspár eiga að fara reglulega yfir skekkjur í spánum. Það hefur t.d. Seðlabankinn gert í mörg ár og birt niðurstöðurnar, einnig á þeim tíma þegar Davíð var seðlabanka- stjóri. Í úttekt Tryggva og Más koma spár ÞHS sæmilega út nema spárnar um fjárfestingu. Þeir telja sig finna vísbendingar um kerfis- bundið vanmat en benda á að „hluti þessa vanmats stafar af því, að í spám Þjóðhagsstofnunar birtist ásetningur stjórnvalda um aðhald, sem að jafnaði tekst ekki að fullu að koma fram.“ Alla jafnan tjáðu forsætisráð- herrar sig lítið um spár ÞHS enda heyrði stofnunin undir ráðuneytið. Það vakti því nokkra eftirtekt þeg- ar Davíð tjáði sig um spá sem birt- ist 18. júní 2001. Nokkurt rót var þá komið á hagkerfið og fastgeng- isstefnan var aflögð fyrir fáum mánuðum. Það mátti því ætla að erfitt væri að spá fyrir um verð- bólguna. Í forsíðugrein í Morgunblaðinu 20. júní 2001 gerir Davíð nokkrar athugasemdir við spána. Í fyrsta lagi telur hann að spáin um 9,1% verðbólgu „sé aðeins of hátt skot hjá stofnuninni, enda áttar hún sig ekki á því að verðbólguspár hennar eru ekki nákvæmn- isvísindi“. Ekki er út- skýrt hvernig þessi meinti misskilningur ÞHS varðandi verð- bólguspár og „ná- kvæmnisvísindi“ valdi því að hún ofspái verðbólgu! Í öðru lagi bendir hann á að spáin um 0,5% hagvöxt á árinu 2002 hafi byggst á forsendum þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinum nýfram- kvæmdum vegna stóriðju. Í þriðja lagi telur hann að „viðskiptahallinn muni minnka enn fyrr en stofnunin telur“. Og hver var svo raunin? Jú, verðbólgan var 9,4% frá janúar 2001 til janúar 2002 og hagvöxtur á árinu 2002 var 0,5%. Það er erfitt að spá með meiri nákvæmni en það! Viðskiptahallinn var minni en ÞHS spáði eða 32 ma.kr. en ekki 73 ma.kr. Davíð hafði að einhverju leyti rétt fyrir sér varðandi eitt at- riði af þremur. Í viðtalinu gerir Davíð grín að verðbólguspám ÞHS sem höfðu verið mun lægri áður og segir hæðnislega: „Þetta er eins og í stórsjó og af þeim sökum verða menn að líta á þetta sem viðmiðun en ekki annað.“ Sá forsætisráð- herra sem þarna talaði hafði þá ný- lega neyðst til að gefa upp á bátinn fastgengisstefnu þar sem fólki var lofað að gengið færi ekki undir til- tekin mörk. Verðbólguspár ÞHS höfðu tekið mið af þessari stefnu. Fleiri hnökrar á skýringunni Þegar ÞHS var lögð niður voru verkefni hennar á sviði efnahags- spáa flutt í fjármálaráðuneytið. Haglíkönin voru flutt þangað og þeim sem unnu við spágerðina boð- ið að fylgja verkefnum sínum. Er trúlegt að þannig hefði verið staðið að málum ef meginástæðan fyrir niðurlagningunni hefði verið óánægja með spágetu ÞHS? Árið 1991 þegar Davíð var ný- kominn í forsætisráðuneytið ætlaði ráðuneytið að leggja ÞHS niður og færa verkefnin til Hagstofunnar og ráðuneyta eins og gert var á árinu 2002. Þessar hugmyndir mættu andstöðu frá aðilum vinnumark- aðarins og stjórnmálamönnum. Forseti ASÍ taldi hugmyndirnar „hættulegar“ og í leiðara DV 15. janúar 1992 mátti lesa: „(Þ)að (er) afturhvarf til fortíðar að leggja Þjóðhagsstofnun niður og gera hana að deild í forsætisráðuneyt- inu. Þá mun hún ekki lengur njóta virðingar sem slík.“ Þótt grein Tryggva og Más hafi verið til- tölulega nýleg var ekkert rætt um gæðin á spám ÞHS og fljótlega var hætt við þessar tilraunir þrátt fyrir ákvæði í stefnuyfirlýsingu þáver- andi ríkisstjórnar um breytingar á ÞHS. Lokaorð Ég held að ÞHS hafi verið hag- kvæm eining fyrir þau verkefni sem þar var sinnt. Það er ekki rétt sem fram kemur í Reykjavíkur- bréfinu að ÞHS hafi verið orðin úr- elt og að „fjöldi stofnana fékkst við verkefni sem henni voru áður feng- in.“ Þegar stofnunin var lögð niður var þess vandlega gætt að öllum helstu verkefnum hennar væri fyrir komið á öðrum stöðum, Hagstof- unni og fjármálaráðuneytinu. Ég held að helsta ástæðan fyrir niðurlagningu ÞHS hafi verið þrýstingur frá embættismönnum sem vildu stækka sínar deildir og stofnanir. Hugsanlega hafði það líka áhrif á afstöðu einhverra stjórnmálaafla hvernig mismunandi fyrirkomulag þessara mála gæti nýst þeim til áhrifa. DV sagði t.d. frá því 12. desember 2001 að það væri „(b)ullandi ágreiningur um Þjóðhagsstofnun innan stjórnar- flokkanna: Framsókn neitar að farga Þjóðhagsstofnun.“ Gæti verið að ógætileg ummæli um spár ÞHS í júní 2001 hafi einfaldlega verið spuni? Af hverju var Þjóðhags- stofnun lögð niður? Eftir Ásgeir Daníelsson » Gæti verið að ógæti- leg ummæli um spár Þjóðhagsstofnunar í júní 2001 hafi einfald- lega verið spuni? Ásgeir Daníelsson Höfundur starfaði sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun og er nú forstöðu- maður rannsóknar- og spádeildar Seðlabankans. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Borðapantanir og frekari upplýsingar í síma 487 5700 eða á hotelranga@hotelranga.is Við minnum á villibráðarseðilinn okkar sem er í fullum gangi til og með 19. nóvember. Forréttir Jólasúpa · Síld · Grafinn lax · Önd Bleikja · Paté · Kæfa · Salöt Aðalréttir Svínahamborgarhryggur Innbakað lambalæri · Purusteik Kalkúnn · Fiskur dagsins Grænmetisréttur Meðlæti Rauðkál · Grænar baunir Grænmeti · Uppstúfur · Dillsósa Rauðvínssósa · Sveppasósa Waldorf salat Eftirréttir Riz à l’amande Hjúpuð súkkulaðikaka Ostar · Ávextir · Sörur www.hotelranga.is Jólahlaðborðin verða: 20. og 21. nóvember, 27. og 28. nóvember, 4. og 5. desember og 11. og 12. desember Jólahlaðborð á Hótel Rangá Meðal rétta á hlaðborðinu eru: Sonja Lyubom- irsky, sálfræðingur frá Háskólanum í Ri- verside, hefur komist að því í rannsóknum sínum að eitt af því sem getur aukið ham- ingjuna er að gera góðverk. Að rétta öðr- um hjálparhönd óum- beðið og gefa af sér fær mann til að líða vel í hjartanu. Góð- verk þurfa ekki að vera eitthvað stórvægilegt því að það er hugurinn sem skiptir öllu. Það þarf oft lítið til að skapa ómælda gleði. Hér fyrir neðan eru örfáar hug- myndir að góðverkum:  Gerðu tvöfaldan skammt af t.d. smákökum eða eftirlætisrétti og gefðu nágranna eða vinum.  Mokaðu snjó fyrir nágrannann þegar þú ert búin(n) með þína stétt.  Lærðu skyndihjálp. Þú veist aldrei hvenær þú þarft á því að halda.  Haltu hurðinni opinni fyrir fólk, sérstaklega ef það heldur á pokum eða börnum.  Bjóddu þeim sem er fyrir aftan þig í röðinni með fáa hluti í inn- kaupakerrunni um að vera á undan.  Bjóddu börnum vina í bíó, lautarferð eða fjallgöngu svo að for- eldrarnir geti slakað á.  Bjóddu þig fram í sjálfboðavinnu hjá góð- gerðarsamtökum.  Tíndu mat í auka- poka og gefðu hann til Mæðrastyrksnefndar.  Færðu nýbökuðum foreldrum kvöldmat.  Aðstoðaðu fólk úti á götu sem virðist villt og vísaðu því til vegar.  Gefðu blóð – með því gætirðu verið að bjarga lífi. Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag.  Aðstoðaðu eldri borgara með því að bera innkaupapokana út í bíl eða hjálpa þeim yfir götuna í hálkunni.  Gefðu notuð föt til Rauða kross- ins.  Bjóddu þig fram til að passa barn vinahjóna svo að þau geti átt róm- antískt kvöld saman.  Farðu með gömlu tímaritin eða bækurnar á biðstofu spítalans.  Farðu í heimsókn á elliheimili til að spjalla við íbúa eða syngja fyrir þá.  Skrifaðu þakklætisbréf til vinar eða fjölskyldumeðlims.  Aðstoðaðu fólk í hjólastól eða með barnavagn upp eða niður tröppurnar.  Haltu umhverfinu hreinu. Taktu upp plastflöskur og annað rusl og settu í ruslafötuna.  Bros er smitandi og getur yljað fólki um hjartaræturnar. Brostu til þeirra sem þú hittir.  Deildu góðri grein eða mynd- bandi með þeim sem gætu haft gagn eða gaman af.  Láttu það berast ef þú ert ánægð (ur) með veitingastað eða þjónustu.  Komdu makanum á óvart með morgunmat í rúmið.  Hrósaðu fyrir það sem vel er gert. Með því að gera góðverk getum við gert heiminn örlítið betri. Að gera góðverk Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman »Með því að gera góð- verk getum við gert heiminn örlítið betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Vinsældir jóga eru nú í hæstu hæðum, bæði hér heima og í öllum hinum vestræna heimi. Margar útgáfur af jógatímum eru í boði sem gerir það að verkum að flestir finna eitthvað við sitt hæfi og ákveða að halda sig við jógaiðk- un í lengri tíma. En hvað er það sem gerir jóga svo sér- stakt og getur raunverulega verið að svona gamalt kerfi eigi svör við vandamálum í nútímanum? Skoðum uppruna jóga og inntak kerfisins að- eins betur. Jóga er fornt kerfi sem saman- stendur af líkamsæfingum, önd- unaræfingum, hugleiðslu og slökun. Kerfið á uppruna sinn í Indlandi og hugmyndafræðin og heimspekin á bakvið kerfið er rótgróin í samfélag- inu þar. Fræðimenn greinir á um ná- kvæman uppruna kerfisins, en aldur þess er á bilinu 3-5.000 ár. Upp- runalegi tilgangur jóga var fyrst og fremst að hugleiða og stjórna hug- anum og þá var bara til ein jógaæf- ing; sitjandi staða sem nefnist lótus- staðan. Það er sú staða sem haldið var meðan á hugleiðslunni stóð. Með tímanum hefur líkamsæfingunum svo fjölgað, enda uppgötvuðu fyrstu jógaiðkendurnir að líkaminn visnaði hratt þegar setið var í hugleiðslu í lengri tíma. Þá urðu líkamsæfing- arnar partur af kerfinu, ekki er vit- að um nákvæman fjölda æfinga, en talið er að þær hlaupi á tugum þús- unda. Hver æfing hefur sérstakan tilgang og hverja og eina þeirra er hægt að setja í einn af eftirtöldum flokkum: standandi stöður, fram- beygjur, baksveigjur, hryggvindur, jafnvægisstöður og viðsnúnar stöð- ur. Æfingarnar ýmist styrkja líkam- ann eða teygja á honum nema hvor- tveggja sé. Það er því misskilningur að ekki sé hægt að stunda jóga, búi viðkomandi ekki yfir liðleika, heldur er liðleiki einmitt eitt af því sem við æfum. Líkt og sá sem ekki kann að lesa fer á lestrarnámskeið þá getur sá sem ekki býr yfir styrk eða liðleika sótt jóganámskeið. Hug- leiðsluæfingarnar hafa það að markmiði að auka viljastyrk og stjórna huganum. Yf- irleitt er líkaminn og hugurinn þjálfaður samtímis í jógatímum, en það er þó misjafnt. Til eru margar út- gáfur af jógaástundun og mörg kerfi til staðar. Mestu skiptir fyrir þann sem iðkar að finna aðferð sem hentar og halda sig við hana á meðan hún þjónar til- ganginum. Einnig skiptir máli að hafa góðan jógakennara til staðar sem býr yfir góðri þekkingu á lík- amanum og getur þannig aðstoðað iðkandann með rökrétta þróun í æf- ingavali. Góður útgangspunktur er að aldrei ætti að þvinga líkamann um of í æfingar eða leggja mikið álag á líkama í slæmu ástandi held- ur leyfa þróun í æfingavali að breyt- ast smám saman eftir því sem styrk- ur, liðleiki, úthald og viljastyrkur eykst. Þumalreglan er að halda andardrættinum flæðandi áreynslu- laust í gegnum allar æfingar. Sé andanum haldið inni eða sé andað ótt og títt, eru það merki um að iðk- andinn sé að reyna við æfingar sem eru ofar hans getu. Á meðan sumir velja að leggja meiri áherslu á líkamsæfingar þá eru aðrir sem kjósa að leggja meiri áherslu á hugleiðslu. Hvorug aðferð- in er röng eða rétt. Báðar aðferð- irnar hjálpa iðkandanum í átt að sama markmiðinu; að ná betri stjórn á líkama og huga. Rökrétt væri þó að auka magn hugleiðslu í æfingum eftir því sem á líður tíma við iðkun. Flest nútímafólk situr mikið, sennilega sitjum við flest lengur yfir daginn en við kærum okkur um. Líkt og jógarnir til forna, sem sátu í hugleiðslu, finnum við hvernig jóga- æfingarnar styrkja og liðka kropp- inn ásamt því að veita honum hvíld. Það er því kannski ekki að undra hversu mjög við sækjum í aðferðir jóga, enn í dag. Þær einfaldlega virka. Hægt er að sníða jógaiðkun að þörfum hvers og eins, vel menntaðir og þjálfaðir jógakennarar eru um allt land. Veist þú hvar þinn jóga- kennari er? Eftir Eygló Egilsdóttur Eygló Egilsdóttir »Æfingarnar ýmist styrkja líkamann eða teygja á honum nema hvortveggja sé. Höfundur er jógakennari og stofnandi Jakkafatajóga á Íslandi. Gömul nálgun á nýjan vanda - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.