Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
Mokkajakkar
Skinnkragar
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Farþegaspá 2016
Á fljúgandi
ferð
Morgunfundur Isavia um farþegaspá Keflavíkurflugvallar
og framkvæmdir 2016 verður haldinn í Þingsölum á Hotel
Reykjavik Natura miðvikudaginn 25. nóvember kl. 8.30–10.00.
Dagskrá:
Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2016
—Grétar Már Garðarsson,
verkefnastjóri á viðskiptaþróunarsviði Isavia
Uppbygging og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli
—Guðmundur Daði Rúnarsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Vaxandi fjöldi – áskoranir og tækifæri
—Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Húsið opnað kl. 8.15. Boðið verður upp á kaffi og léttanmorgunverð.
Nánari upplýsingar og skráning
áwww.isavia.is/morgunfundur
rúmlega 32 milljörðum kr. til Nor-
egs.
„Á síðustu tveimur árum erum við
í fyrsta skipti í sögu þjóðanna að sjá
bein samskipti allan ársins hring í
samgöngum og flutningum,“ segir
Kristín og bætir við að Finnar hafi
þekkingu og reynslu í viðskiptum í
austurátt og Íslendingar í vestur.
Löndin tvö gætu lært mikið hvort af
öðru með því að miðla reynslu sinni
og þekkingu af ólíku umhverfi.
Rúmlega 40 Íslendingar á Slush
Rúmlega 40 íslenskir þátttak-
endur skipuðu íslensku sendinefnd-
ina sem tók þátt í ráðstefnunni og
komu þeir úr röðum 17 íslenskra ný-
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Samvinna á sviði nýsköpunar er
meiri hjá Norðurlandaþjóðunum en
annars staðar að mati Ericu Swall-
ow, blaðamanns Huffington Post, en
í frásögn sinni frá nýsköpunar- og
sprotaráðstefnunni Slush, sem hald-
in var í Helsinki fyrr í mánuðinum,
hvetur hún Bandaríkin til að horfa til
milliríkjasamstarfs Norðurlandanna
sem og samstarfs fyrirtækja í spro-
taumhverfinu innan hvers lands.
Áætlað er að um 15 þúsund manns
hafi sótt ráðstefnuna í Finnlandi
sem haldin var dagana 9. og 10. nóv-
ember sl. en meðal viðburða var
heimboð Kristínar A. Árnadóttur,
sendiherra Íslands í Helsinki, þar
sem hún og Lenita Toivakka, utan-
ríkisviðskiptaráðherra Finnlands,
ræddu um mikilvægi þess að styrkja
tengsl landanna á sviði nýsköpunar.
Vantar fjórða fótinn á fílinn
Aðspurð um viðskiptasamband Ís-
lands og Finnlands í samhengi við
aðrar Norðurlandaþjóðir segir
Kristín að líta megi á viðskipti Ís-
lands við hinar þjóðirnar sem fíl sem
standi þremur styrkum fótum, en á
fílinn vanti fjórða fótinn, sem er
Finnland. Árið 2012 nam útflutn-
ingur til Finnlands 1,5 milljörðum
kr. á sama tíma og útflutningur til
Svíþjóðar nam 3 milljörðum kr., 16,5
milljörðum kr. til Danmerkur og
sköpunarfyrirtækja sem þykja
framúrskarandi á sínu sviði; Klaki
Innovit, Háskólanum í Reykjavík,
Íslandsstofu, Samtökum atvinnulífs-
ins og Samtökum iðnaðarins.
Kristín A. Árnadóttir sendiherra
segir ráðstefnuna hafa tekist mjög
vel, og þá ekki síst hliðarviðburði
hennar sem sendiráðið skipulagði í
samvinnnu við Klak Innovit og fleiri
með það að markmiði að kynna
finnska sprotaumhverfið fyrir ís-
lensku sendinefndinni og tengja
frumkvöðlana við mögulega fjár-
festa og samstarfsaðila en Slush er
eins konar markaðstorg fyrir ný-
sköpun af ýmsum toga að sögn
Kristínar.
Gott samstarf Norður-
landaþjóða í nýsköpun
Hópur Íslendinga sótti Slush-ráðstefnuna í Finnlandi
Ljósmynd/Sendiráð Íslands í Helsinki
Íslenska sendinefndin Rúmlega 40 Íslendingar sóttu Slush-ráðstefnuna í
Finnlandi. Sóttu þeir m.a. fyrirlestur hjá forsvarsmönnum Aalto-háskólans.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Um fjórir mánuðir eru nú liðnir frá
því að eigendur veitingastaðarins
NAM við Laugaveg 18b í Reykjavík
neyddust til að slá opnun staðarins á
frest sökum ákveðins skilyrðis í
rekstrarleyfi rýmisins, en það kveð-
ur á um að ekki megi sjást í innrétt-
ingar vegna veitingastarfsemi frá
framhlið hússins. Skilyrði þetta er
tilkomið vegna ákvæða í aðalskipu-
lagi Reykjavíkurborgar 2010-2030,
en samkvæmt því má veitingarekst-
ur ekki fara yfir 30% hlutfall rýma á
miðborgarsvæði.
„Við vorum í raun búnir að klára
staðinn og byrjaðir að raða mat inn í
kæla þegar þetta mál kom upp,“ seg-
ir Emil Helgi Lárusson, annar eig-
enda veitingastaðarins, og bendir á
að við hafi tekið fjölmargir árangurs-
lausir fundir við fulltrúa Reykjavík-
urborgar vegna þessa máls.
„Á miðvikudag samþykkti borgin
svo loksins teikningu og höfum við
nú hafist handa við að breyta staðn-
um og munum svo að líkindum opna
fyrir viðskipti um næstu mánaða-
mót,“ segir Emil Helgi og heldur
áfram: „Lendingin í þessu máli er sú
að við eigum að fara innst inn í rýmið
og sjást helst ekki neitt.“
Framar í þessu sama rými verður
hins vegar að finna verslun og ferða-
skrifstofu og munu eigendur þeirrar
starfsemi haga sinni hönnun á þann
veg að gott aðgengi sé að veitinga-
staðnum að sögn Emils Helga.
„Þetta er engin óskastaða fyrir
okkur en það er þó betra fyrir rekst-
urinn að hafa staðinn opinn en lok-
aðan,“ segir hann.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Laugavegur Veitingastaðurinn NAM má ekki líta út eins og veitingastaður.
Gert að fela
reksturinn
Ekki má sjást í innréttingar að utan
Opinn fundur Öryrkjabandalags Ís-
lands sl. laugardag skorar á þing-
menn að hafa áhrif á fjárlagagerð
ríkisins fyrir árið 2016 með því að
hækka lífeyri almannatrygginga
afturvirkt um sömu krónutölu og
lægstu laun hækkuðu 1. maí sl. og
hækka lífeyri almannatrygginga
um 15 þúsund kr. frá 1. maí 2016
samhliða hækkun lágmarkslauna.
Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu sem samtökin sendu
frá sér en þar segir jafnframt að á
fundinum hafi ný könnun Gallup
verið kynnt þar sem spurt var
hvort fólk gæti lifað af 172 þúsund
kr. á mánuði. Ríflega 90 prósent
svarenda svöruðu neitandi og töldu
95 prósent svarenda að lífeyr-
isþegar ættu að fá jafnháa eða
hærri krónutöluhækkun en lægstu
launþegar.
Í tilkynningu ÖBÍ kemur fram að
2014 hafi mánaðarlegar ráðstöf-
unartekjur örorkulífeyrisþega í
sambúð verið 172 þúsund krónur.
Skora á þingmenn að hækka örorkulífeyri
- með morgunkaffinu