Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 tvennt. Því eru öll kerfi bílsins tví- skipt, það er fyrir fram- og aftur- rými, svo sem miðstöð, útvarp og fleira. Allt er þetta vandað og vél í lagt enda eru stykkin flest hand- smíðuð. Í hægindastól „Bílinn er afskaplega þíður í akstri og sætin eru mjúk, rétt eins og maður sitji í hægindastól,“ segir Jósep sem ætlar aðeins að nota þennan góða grip við bestu tilefni. „Það verður gaman að taka rúntinn í Reykjavík á Rolls Royce, til dæmis á sumardögum eins og 17. júní eða ef skutla þarf brúðhjónum í kirkju. Þetta er algjör draumabíll í slíkt.“ Bandaríkjaútgáfu og því með stýrið vinstra megin. „Þessi bíll fór til Kaliforníu og var þar, samkvæmt mínum upplýsingum, lengi í eigu sama mannsins sem geymdi gripinn úti í skúr árum saman. Slíkt fer auð- vitað aldrei vel með bíla og því eru einstaka hlutir orðnir svolítið stirðir eða hrokknir úr sambandi. Það er hins vegar allt minniháttar og verð- ur auðvelt að laga,“ segir Jósef. Hinn glæsilegi Reykjavíkur- Royce er með 221 hestafla vél sem er átta cl. Heildarþyngdin er 2,8 tonn og þetta telst vera lengri út- gáfan af þessum eðalbílum. Milli fram- og aftursæta er hægt að draga upp gler sem skiptir bílnum í VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Rolls Royce er samkvæmt ímynd- inni bíll fyrir tigið fólk. Það er auð- velt að framkalla í huganum mynd þar sem hefðarfrú situr í aftursæti en undir stýri er karl í útiformi með derhúfu. Þetta er eins og í breskum sjónvarpsþætti af betri gerðinni,“ segir Jósef Kristjánsson bílaþvotta- meistari sem rekur bílbónstöðina Hjá Jobba við Skeifuna í Reykjavík. Alveg í toppstandi Bílar eru hálft líf Jósefs og sá draumur bjó alltaf í brjósti hans að eignast Rolls Royce. Þegar slíkur bauðst til sölu nú nýlega sló hann auðvitað til. Hinn glæsilegi Royce, sem er árgerð 1971, var fluttur til landsins árið 2013 og er Jósef þriðji eigandi hans síðan þá. „Ég hef nú lítið ekið bílnum til þessa. Það hefur verið algjör til- viljun að þú sást til mín á Miklu- brautinni,“ segir Jósef. „Ég hef sennilega ekki ekið lengra en 50 kílómetra síðan ég fékk gripinn fyr- ir um mánuði. Raunar er þessi vagn alveg sáralítið ekinn miðað við að vera orðinn 44 ára gamall eða aðeins um 50.000 kílómetra. Hann er því alveg í toppstandi.“ Bíllinn góði var smíðaður í verk- smiðjum Royce í Englandi, en var í Morgunblaðið/Árni Sæberg Eðalbíll Jósef Kristjánsson við Rollsinn góða sem hann hyggst aðeins nota á tyllidögum, eins og 17. júní. Rúntar á Rolls Royce á götunum í Reykjavík  Bíll af bestu gerðinni  Þíður í akstri og sætin eru mjúk Þingvallanefnd hefur samþykkt teikningar frá arkitektum Glámu Kím að stækkun gestastofunnar á Hakinu við Almannagjá á Þingvöll- um. Byggingin verður stækkuð úr 200 fermetrum í 1.000 og verður öll aðstaða til kynningar og fræðslu- starfs mun betri en verið hefur. Viðbyggingin mun snúa til norðurs frá hús- inu sem fyrir er, en verður í mjög svipuðum stíl, það er ein hæð og í stíl sem bæði í lögun og lit fell- ur vel inn í nátt- úru staðarins. Starfsmenn Landslags ehf. sjá um mótun næsta umhverfis, en þessu verkefni mun fylgja nokkurt umrót. „Við vonum að framkvæmdir geti hafist fljótlega á næsta ári og verði lokið í apríl 2017,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, í samtali við Morgun- blaðið. Rúmgóður salur verður í bygg- ingunni nýju og þar verður hægt að bregða myndefni á skjái. Einnig verður á staðnum hægt að kynna sér fjölmargt er tengist sögu Þing- valla, meðal annars á gagnvirkri sýningu og með lifandi framsetn- ingu. Núverandi gestastofu verður breytt og þar útbúið kaffihús. Framkvæmdasýsla ríkisins mun hafa umsjón með verkefni þessu og bjóða framkvæmdir út til verktaka. Ljóst er að kostnaður hleypur á háum tölum, að sögn Ólafs, sem bætir við að víða verði leitað hug- mynda svo aðstaðan í gestastofunni verði sem best. „Við teljum að núverandi aðstaða sé alveg sprungin. Á þessu ári verða Þingvallagestir um ein millj- ón og þess vegna, meðal annars, teljum við að framkvæmdin sé nauðsynleg. Hér þarf að vera hægt að taka á móti fólki af myndug- leik,“ segir Ólafur Örn. Hann bætir við að vegna mikillar fjölgunar ferðamanna á staðnum þurfi að ráðast í ýmsar fleiri fram- kvæmdir, svo sem stækkun bíla- stæða á Hakinu og víðar, bæta þurfi salernisaðstöðu á nokkrum stöðum og svo megi áfram telja. Þá þurfi einnig að draga úr álagi og umferð í þinghelginni svonefndu, enda er náttúra þar viðkvæm og sögulegar minjar nánast í hverju skrefi. sbs@mbl.is Gestastofa á Haki verður stækkuð  1.000 fermetrar  Nauðsynlegt verk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Gestastofan sem nú verð- ur stækkuð var byggð fyrir áratug. Ólafur Örn Haraldsson Benedikt Bóas Kjartan Kjartansson Ekki er sjálfgefið að álverið í Straumsvík opni aftur verði því lok- að við verkfall starfsmanna sem á að hefjast 2. desember, að sögn tals- manns álversins. Verði sú raunin er fyrirtækið að nota starfsfólk og verkalýðfélög að blóraböggli fyrir lokuninni, að sögn Gylfa Ingvars- sonar, talsmanns starfsmanna ál- versins. Ef af verkfalli verður munu starfsmenn hjálpa til við að loka því til að lágmarka tjón í tvær vikur. Næsti fundur í deilunni verður á morgun en fram að þessu hafa samn- ingaviðræður strandað á kröfu fyr- irtækisins um auknar heimildir til að bjóða út verk til þjónustufyrirtækja í mötuneyti, þvottahúsi, hliðvörslu, og starfsemi á höfninni. Ef slökkt verður á 480 kerum ál- versins segir Ólafur Teitur Guðna- son, talsmaður Rio Tinto Alcan á Ís- landi, að það sé meiriháttar mál að kveikja aftur á þeim. Ekki sé sjálf- gefið að kveikt verði á þeim yfirhöfuð aftur. „Okkar verkefni er að reyna að koma í veg fyrir þetta og að reyna að ná samningum,“ segir hann. Ábyrgðin er mikil Jón Gunnarsson, formaður at- vinnuveganefndar, segir að hann hafi miklar áhyggjur af deilunni og neitar að trúa öðru en hún leysist. „Ég vil ekki trúa öðru en að menn nái saman og ekki komi til þess að þurfa að slökkva á álverinu, það hefur gríð- arlega víðtæk áhrif,“ segir Jón. Um 1.500 manns gætu misst vinn- una yrði skellt í lás í Straumsvík en 450 manns vinna í álverinu og um þúsund manns tengjast starfsemi fyrirtækisins með einum og öðrum hætti. „Ábyrgð samningsaðila í þessu máli er mikil. Það er mikilvægt að menn nái saman þannig að þarna geti haldið áfram blómleg starfsemi. Það er mikill fjöldi starfa á þessu svæði og fyrirtækja sem byggja af- komu sína á þessari starfsemi. Hafn- arfjörður á mikið undir og ég hvet menn til að reyna sitt ýtrasta,“ segir Jón Gunnarsson. Raunveruleg hætta á lokun álversins  Lokun álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík hefði víðtæk áhrif  1.500 störf gætu verið í húfi  Starfsmenn hjálpa til við lokun á verkfallstíma  „Meiriháttar mál“ að kveikja á 480 kerum aftur Morgunblaðið/Árni Sæberg Straumsvík Verkfall mun hefjast 2. desember náist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru 11 Rolls Royce skráðir á Íslandi. Hins vegar eru fáir þeirra, að sögn fróðra manna, í umferð. Fyrir vikið reka vegfarendur auðvitað upp stór augu þegar lystikerrur þessar sjást úti á götunum. Forðum daga var raunar sagt að svo dýrir væru þeir að ómögulegt væri að slíkir myndu nokkru sinni verða hér á landi. En tímarnir breytast og mennirnir með og stundum sést á Íslandi bregða fyrir bíl- um sem eru enn meira fágæti en sá sem hér er gerður að frásagnarefni. Aðeins 11 bílar skráðir ROLLS ROYCE FÁGÆTIR HÉR Á LANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.