Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Rússar stóðu uppi sem sannir sig-
urvegarar á Evrópumóti landsliða í
skák, sem lauk í Laugardalshöll í
gær. Þeir tryggðu sér sigur í opnum
flokki með 2-2 jafntefli við Ungverja
í síðustu umferðinni og kvennasveit
þeirra lagði Þjóðverja 3-1 og vann
kvennaflokkinn.
A-landslið Íslands vann 4-0 sig-
ur á Svíum í lokaumferðinni og varð
efst Norðurlandaliða á mótinu, í 19.
sæti. Gullaldarliðið, skipað reyndum
íslenskum stórmeisturum, lagði
Skota að velli í lokaumferðinni og
endaði í 32. sæti.
Íslenska kvennaliðið hafnaði í
27. sæti í kvennaflokki eftir tap gegn
Slóvenum í lokaumferðinni.
Tæplega 80 sveitir alls
Evrópumót landsliða er sterk-
asta skákmót ársins í heiminum og
tóku tæplega 150 stórmeistarar þátt
í mótinu. Lið frá 35 löndum mættu
til leiks og kepptu 36 sveitir í opnum
flokki og 30 í kvennaflokki. Í öðru
sæti í opnum flokki voru Armenar
með 13 stig eftir 3-1 sigur gegn
Georgíu í lokaumferð mótsins. Ung-
verjaland hafnaði í þriðja sæti, einn-
ig með 13 stig, og Frakkland í því
fjórða, einnig með 13 stig. Stigaút-
reikningar réðu úrslitum. Hinir ný-
krýndu Evrópumeistarar í opnum
flokki fóru taplausir í gegnum allar
níu umferðir mótsins. Sveitin er
skipuð þeim Alexander Grischuk,
Peter Svidler, Evgeny Toma-
shevsky, Dmitry Jakovenko og Ian
Nepomniachtchi. Í kvennaflokki var
sigur Rússa enn meira sannfærandi,
en sveitin, sem skipuð er Alexöndru
Kosteniuk, Katerynu Lagno, Valent-
inu Gunina, Aleksöndru Goryachk-
ina og Anastasiu Bodnaruk, vann
átta viðureignir og gerði eitt jafntefli
og hlaut 17 stig af 18 mögulegum.
Í flokki kvenna hafnaði Úkraína
í öðru sæti með 15 stig og Georgía í
þriðja sæti með 14 stig.
Hjörvar tapaði ekki skák
Hjörvar Steinn Grétarsson,
sem tefldi á öðru borði A-landsliðs-
ins, náði bestum árangri íslensku
landsliðsmannanna. Fékk hann
fimm vinninga af átta mögulegum og
tapaði ekki skák. Sveitin var auk
Hjörvars skipuð Hannesi Hlífari
Stefánssyni, Henrik Danielsen, Guð-
mundi Kjartanssyni og Héðni Stein-
grímssyni, sem hvíldi í síðustu um-
ferð.
Evrópumótinu lauk með athöfn
í Hörpu í gærkvöldi þar sem Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra afhenti verðlaunin.
Rússar sannfærandi sigurveg-
arar á Evrópumótinu í skák
A-landslið Íslands efst Norðurlandaliða Rússar taplausir í báðum flokkum
Morgunblaðið/Golli
Þakklætisvottur Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, af-
henti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni taflborð áritað af keppendum.
Morgunblaðið/Golli
Evrópumeistarar Rússar sigruðu í opnum flokki og urðu því Evrópumeistarar. Þeir höfðu fulla ástæðu til að slá á létta strengi við verðlaunaafhend-
inguna enda fóru þeir taplausir í gegnum mótið. Þá fór kvennasveit Rússlands einnig taplaus í gegnum mótið í flokki kvenna og vann flokkinn.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Embættismenn frá innanríkisráðu-
neytinu eru að koma til nefndarinnar
í næstu viku og þá munum við fara yf-
ir þessar áhyggjur okkar sem við
deilum öll varðandi fjárhag lögreglu-
embættanna, sama í hvaða flokki við
erum,“ segir Unnur Brá Konráðs-
dóttir, formaður allsherjar- og
menntamálanefndar Alþingis. Í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um
helgina var viðtal við þrjá reynda lög-
reglumenn þar sem svartri stöðu lög-
gæslu í landinu var lýst.
Þar kom meðal annars fram að árið
1984 voru um og yfir 60 manns á næt-
urvakt hjá lögreglunni í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði um helgar. Í
dag eru þeir um 30 hjá lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu þrátt fyr-
ir að fólki á svæð-
inu hafi fjölgað
um rúmlega 78
þúsund. Einnig
kom fram að lög-
reglan réði varla
við ástandið á
álagspunktum
lengur, smærri
mál sætu á hakan-
um og það væri erfitt að sinna
neyðarútköllum. Lögreglan væri
löngu komin yfir þolmörk og væri of
fáliðuð. Viðtalið endar á orðunum:
„Þegar allt kemur til alls er ábyrgðin
á því hvert leiða skuli hestinn ekki hjá
lögreglu, hún er hjá stjórnmálamönn-
unum. Hvað segja þeir um þróun
þessa?“
Fjársvelti lögreglunnar er vel
þekkt og er fundurinn ætlaður til að
fara yfir þá stöðu sem uppi er í lög-
gæslu á landinu en fram hefur komið
að um 200 lögreglumenn vanti á Ís-
landi.
„Það er nokkuð sem við höfum að
sjálfsögðu áhyggjur af. Við höfum
bætt 500 milljónum króna inn í lög-
reglumálin á þessu kjörtímabili þann-
ig að við erum byrjuð að laga hlutina
en þurfum að halda því áfram og ég
trúi því að við séum að gera það.
Við viljum manna lögregluna þann-
ig að hún geti sinnt sínum verkefnum
og eins og staðan er núna er það ekki
þannig,“ segir Unnur og tekur dæmi
af sínu kjördæmi, Suðurlandi.
„Með auknum ferðamannastraumi
þar er erfitt fyrir lögregluna að sinna
grunnverkefnum sínum vegna þess
að þessi aukni mannfjöldi á svæðinu
kallar á mikla þjónustu.“
Tími fyrir næsta skref
Unnur bendir á að allsherjarnefnd-
in sé búin að gera margvíslegar
breytingar á lögregluembættunum,
hjá sýslumönnum og þá var héraðs-
saksóknaraembætti sett á laggirnar.
„Við ætlum að fylgjast með hvernig
breytingarnar koma út fjárhagslega
og einnig að þessu sé fylgt eftir og
gert vel. Þess vegna er ráðuneytið að
koma til okkar.“
Unnur segir að eitt af áhersluatrið-
unum hjá sitjandi ríkistjórn sé að
setja meira í löggæslu í landinu og
það sé komið að því að taka næsta
skref. „Við erum byrjuð á verkefninu
að bæta í og nú þarf að taka næsta
skref. Það verður ekki umflúið.“
Áhyggjur sem allir deila
Allsherjar- og menntamálanefnd fundar í næstu viku með embættismönnum til
að ræða fjárhag lögreglunnar Erum byrjuð að laga hlutina, segir þingmaður
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Stjórnir lyfjaris-
anna Pfizer og
Allergan, móð-
urfélags Actavis
á Íslandi, eru á
lokastigi að
semja um sam-
runa sem metinn
er á 150 millj-
arða dollara eða
nærri 20 þúsund milljarða króna.
Allergan hét áður Actavis og á
Björgólfur Thor Björgólfsson um
prósent í félaginu. Eftir samruna
fyrirtækjanna var nafn þess fyrr-
nefnda tekið upp fyrir samsteyp-
una. Síðar keypti ísraelska lyfjafyr-
irtækið Teva Allergan. Í frétt New
York Times kemur fram að stjórnir
fyrirtækjanna tveggja hafi kosið
um málið í gær og gert sé ráð fyrir
tilkynningu á mörkuðum í dag.
Samkvæmt frétt blaðsins er enn
verið að fínpússa samninginn og
gæti tilkynningin því dregist. Sam-
runi mun mynda nýjan lyfjarisa og
á að geta hjálpað Pfizer að lækka
skattgreiðslur sínar.
Pfizer borgar 11,3 hluti fyrir
hvern hlut en samkvæmt frétt
blaðsins fara litlir peningar á milli.
Er samruninn gerður til að komast
hjá reglum bandaríska skattsins og
er Allergan sagt kaupandi að Pfi-
zer, þótt það sé í raun jafnvel öfugt.
Á þetta að spara Pfizer töluverðar
upphæðir.
Lyfjarisar
sameinast
Viðræður Allergan
og Pfizer á lokastigi
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra
segir að ekki séu
til skoðunar í við-
skiptaráðuneyt-
inu breytingar á
viðskiptabanni
milli Rússlands
og Íslands sam-
hliða auknu sam-
starfi Rússa og
Vesturlanda í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum. Hann segir
Rússa þurfa að standa við Minsk-
samkomulagið svokallaða áður en
breytingar verði gerðar á við-
skiptabanninu, en samkomulagið fel-
ur í sér vopnahlé á Krímskaganum.
„Það er mikilvægt að standa við
gert samkomulag, þ.e. Minsk-
samkomulagið. Þá verður byrjað að
draga úr þvingunum,“ segir Gunnar.
Breytt öryggisástand í Evrópu
„Öryggisástandið í Evrópu er
sannarlega breytt. Leiðtogar Evr-
ópuríkja velta upp stórum spurn-
ingum og Bretar munu á morgun [í
dag] ræða mögulega hernaðarþátt-
töku sína gegn Ríki íslams. Þá hefur
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkt einróma ályktun gegn
því,“ segir Gunnar Bragi um breytt
landslag í Evrópu í kjölfar atburða
liðinna daga.
Gunnar segir markmið Vestur-
landa og Evrópuríkja vera að standa
saman gegn hryðjuverkum.
„Rússar hafa mikilvægu hlutverki
að gegna á alþjóðasviðinu. Ég fagna
samstarfinu við þá í baráttunni við
Ríki íslams og vona að það bæti sam-
skiptin víðar,“ segir Gunnar Bragi.
Viðskipta-
bann helst
óbreytt
Gunnar Bragi
Sveinsson
Fagnar auknu
samstarfi við Rússa