Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Fallegar gjafir á góðu verði Safnbúð ÞjóðminjasafnsinsHandklæði frá Svartfugli.Stórt 4995 kr. Miðstærð 2995 kr. Lítið 1495 kr. Óróar frá Laufabrauðssetrinu Verð 995 kr. – 1295 kr. Minnisbók 3.250 kr. Safnbúðin sett frá Isafold Art and Design. Hnífapör 3.500 kr. Diskur og bolli 6.500 kr. Dimmalimm matar- Eftirgerðir af munum frá Skriðu- klaustri, unnir af Inga í Sign. Lykill 17.900 kr. Hnappur 13.900 kr. Hrafnar frá Flóka og Co. Stærri: 10.000 kr. Minni 8.800 kr. Sérpakkað rjómasúkkulaði með hnetum og rúsínum 695 kr. Safnbúðin Jólatré 19.900 kr. Jólapóstkort frá Þjóðminjasafni, margar gerðir 150 kr. Jólalínan 2015 frá Heklu Kerti 1.995 kr. Servíettur 995 kr. Eldspýtustokkur 695 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstæður á Vestfjarðamiðum krefjast þess að við séum með öfl- ugan bát sem fer vel með mann- skapinn,“ segir Sigurður Viggós- son, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Fyrirtækið fékk nú um helgina bátinn Haukaberg SH. Sá var lengst í eigu Hjálmars ehf. í Grundarfirði, en seldur Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði fyrr á þessu ári. Það fyrirtæki leysti til sín aflaheimildir og seldi bátinn síðan áfram án þeirra. Góð kaup á alla mælikvarða Haukaberg er 190 brúttótonna stálbátur sem smíðaður var árið 1974 en hefur síðan þá verið end- urbyggður alveg frá kili. Oddi hf. á tvo báta, Núp BA og Brimnes BA, og verður þeim síðarnefnda skipt út fyrir Haukabergið. „Gamla Brimnesið er 80 brúttó- tonn og fer nú á söluskrá. Þess í stað fáum við nú burðugri bát sem gefur okkur tækifæri til að efla starfsemina, auka við okkur kvóta og svo framvegis,“ útskýrir Sigurð- ur sem segir kaupin á bátnum vera góð og hagfelld á alla mælikvarða. Skipstjóri á Haukabergi verður Þorsteinn Ólafsson, stýrimaður er Óskar Gíslason og yfirvélstjóri Magnús Áskelsson. Nokkrar vikur líða uns báturinn fer á veiðar en áður þarf að koma ýmsum búnaði fyrir um borð, svo sem beitinga- vélum. Í aðalhlutverki Oddi hf., þar sem starfa um 70 manns, er í aðalhlutverki í atvinnu- lífi á Patreksfirði. Í vinnsluhúsi fé- lagsins eru unnin um 4.200 tonn af fiski á ári, að stórum hluta þorskur og ýsa. Eru afurðirnar að verulegu marki ferskfiskur sem er fluttur með daglegu flugi til kaupenda, bæði í Evrópu og vestanhafs. Öflugur bátur sem fer vel með mannskapinn  Oddi hf. á Patreksfirði kaupir Haukaberg SH  Starfsemin efld Heimahöfn Haukaberg er 190 brt. stálbátur sem var smíðaður 1974 Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Ánægjustund Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda, Skjöldur Pálmason rekstrarstjóri og Þorsteinn Ólafsson, skipstjóri á Haukaberginu. Mikið var hlegið í útgáfuteiti sem haldið var í Einarsstofu í Safnahús- inu í Vestmannaeyjum í gær þar sem bókinni Hrekkjalómar, prakkarastrik og púðurkerlingar var fagnað. Bókin fjallar um Hrekkjalóma- félagið sem starf- að hefur í Vest- mannaeyjum í yfir 20 ár og var eðlilega góð stemning enda sögurnar af fé- lagsmönnum eins og í góðri lyga- sögu þótt þær séu allar sannar. Ásmundur Friðriksson, alþing- ismaður og höfundur bókarinnar, skemmti gestum með sögum og þá söng barnabarn hans, Andri Páll Guðmundsson, einsöng og Báran skvett tók lagið og kætti gesti. Ásmundur afhenti svo safnahús- inu mörg myndaalbúm með mynd- um úr sögu félagsins og skrautrit- aða fundargerðabók sem Georg heitinn Kristjánsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, hélt. Guðjón Hjörleifsson, hrekkjalómur og fyrrverandi alþingismaður og bæj- arstjóri, tók einnig til máls og var mikið hlegið og góður rómur gerð- ur að bókinni sem og félagsskapn- um. Hrekkjalómabók fagnað Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Hlegið Hrekkjalómastemning eins og hún gerist best var í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum í gær og mikið hlegið. Hrekkirnir hreinlega lágu í loftinu.  Húsfyllir og hlátrasköll á út- gáfuhátíð í Eyjum Ásmundur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.