Morgunblaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
✝ Ólöf MargrétThorlacius
fæddist á Akureyri
14. júní 1925. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 11.
nóvember 2015.
Foreldrar Ólafar
voru Þorsteinn
Thorlacius frá Hól-
um í Eyjafirði, f.
1886, d. 1970, og
Þorbjörg Þorleifs-
dóttir Thorlacius frá Hólum í
Hornafirði, f. 1896, d. 1985.
Bróðir Ólafar var Þorleifur
Thorlacius, f. 1923, d. 1986, og
eftirlifandi systir hennar er
Anna Sigurborg Thorlacius, f.
1933. Að afloknu gagnfræða-
prófi fór Ólöf til Reykjavíkur í
tónlistarnám, auk þess sem hún
sótti m.a. námskeið
í myndlist og lagði
stund á hannyrðir.
Skömmu síðar
flutti fjölskylda
hennar einnig til
Reykjavíkur. Ólöf
lærði ensku og
enska hraðritun í
Bretlandi og vann
um árabil hjá Shell,
þar sem hún kynnt-
ist eiginmanni sín-
um, Gísla Steinssyni, f. 1918, d.
2015. Þau giftu sig árið 1961 og
hófu búskap á Bugðulæk. Þau
bjuggu lengi í Fossvogi og síð-
ustu tuttugu árin í Neðstaleiti.
Útför Ólafar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 23. nóvember
2015, og hefst athöfnin klukkan
15.
Vetur gekk í garð daginn eftir
að Ollý frænka kvaddi þennan
heim. Frost og stillur og fjalla-
hringurinn skartaði sínu fegursta,
skínandi hvítur.
Það var alltaf bjart yfir Ollý,
hún var jákvæð og glöð allt til
hinsta dags. Hún sýndi ótrúlegan
styrk þegar á reyndi við umönnun
Gísla í veikindum hans og í glím-
unni við sín eigin veikindi. Hún
var vönduð manneskja, lifði í
núinu og hallmælti engum. Hún
gerði lítið úr afrekum sínum og
vildi sem minnst tala um sjálfa sig.
Nú sé ég eftir því að hafa ekki
gengið á hana og sagt: Segðu mér
því ég veit að ævintýrin voru
mörg, ramb í útlöndum og langar
skíðagöngur á páskunum með vin-
konum sínum og margt fleira sem
hún geymdi með sjálfri sér.
Ollý var margt til lista lagt, hún
var góður kokkur, alltaf að prófa
eitthvað nýtt og bakaði flottustu
og bestu kökur í heimi. Á yngri ár-
um lagði hún stund á hannyrðir og
heima hjá mér hangir t.d. stórt
veggteppi, einstaklega vandað og
fallegt, sem amma mín saumaði út
eftir teikningu Ollýar en þá hafði
hún setið löngum stundum á Þjóð-
minjasafninu við að mæla út og
teikna upp munstrið eftir gömlu
teppi sem þar var til sýnis.
Það var gott að koma til hennar
á líknardeildina vikurnar sem hún
dvaldi þar umvafin kærleik og ein-
stakri alúð. Hún kunni vel að meta
það að láta dekra við sig og tók á
móti okkur með nýlagt hárið, fal-
lega snyrt eða búin að fá fótanudd,
og nokkrum dögum áður en hún
lést var hún nýkomin úr heimsókn
í næsta hús og hafði skemmt sér
konunglega við söng og harmon-
ikkuspil.
Það var líka gott að koma í heim-
sókn á fallegt heimili þeirra Ollýar
og Gísla. Þar fékk maður alltaf
hlýjar móttökur og höfðinglegar
veitingar. Þegar ég hugsa um Ollý
hugsa ég líka um Gísla. Þau voru
samlynd hjón, áttu sömu áhugamál
og nutu þess að ferðast til útlanda.
Undu sæl í sólinni á Kanaríeyjum, í
skrautlegu borgarlífinu í London
og heimsóttu oft og reglulega fjöl-
skyldu Gísla í Flórída.
Ollý og Gísli voru og eru óað-
skiljanlegur hluti af kjarnafjöl-
skyldu okkar systra og skipa heið-
urssess í hugum barna okkar og
barnabarna. Þeirra verður sárt
saknað.
Þorbjörg Jónsdóttir.
Enn er komin kveðjustund nú
þegar Ollý frænka er lögð til
hinstu hvíldar við hlið Gísla
mannsins síns sem lést fyrir að-
eins átta mánuðum.
Þau voru með eindæmum sam-
lynd hjón enda höfðu þau lifað og
ferðast saman í meira en hálfa öld
og þar sem Ollý var, þar var Gísli.
Segja má að þau hafi verið af
gamla skólanum þar sem Ollý var
heimavinnandi og sá um heimilið
en Gísli sá um praktísku hlutina.
Því miður varð þeim ekki barna
auðið en þótti báðum vænt um
börnin í fjölskyldunni og sýndu
þeim áhuga og börnunum þótti
vænt um þau. Ollý var sérlega
ræktarsöm við móður sína þegar
hún var orðin léleg til heilsunnar
og heimsótti hana oft í viku og hélt
henni félagsskap.
Það var alltaf gott að heim-
sækja þau og hafði Ollý búið þeim
fallegt og umfram allt hlýlegt og
gott heimili þar sem allir voru vel-
komnir hvort sem um var að ræða
hávaðasaman barnahóp eða aðra
og aldrei amast við þó heyrðist í
krökkunum. Þau verða lengi í
minnum höfð jólaboðin þar sem
Ollý bauð upp á dýrindis veitingar
og alltaf var eitthvað nýtt á boð-
stólum, einhver ótrúlega spenn-
andi réttur sem hún hafði fundið í
einhverju blaðinu og langaði endi-
lega að prófa.
Ekki er hægt að segja að þetta
síðasta ár hafi verið auðvelt henni
frænku minni og margur hefði
brotnað af álaginu en einhvern
veginn stóð hún og var sterk. Það
að missa mann sinn til margra ára
og á sama tíma greinast með
ólæknandi sjúkdóm er engin ósk-
astaða.
En Ollý gafst ekki upp og þegar
hún fór að missa mátt, og síðan al-
veg lamast á hægri hönd, þurfti
hún að læra að nota þá vinstri. Allt
varð erfiðara, að skrifa, elda og
allt sem við teljum svo sjálfsagt að
gera með höndunum varð erfitt.
En þrátt fyrir það barðist hún
áfram til þess að vera sem mest
sjálfbjarga og vildi vera sem
lengst heima. Hún var flott og klár
kona, glaðlynd og hláturmild sem
hafði gaman af lífinu og tilverunni.
Allan tímann var húmorinn til
staðar og glaðlegur hlátur hennar.
Ollý var ekki ein, hún átti
marga að sem voru til staðar fyrir
hana og segja má að hún hafi verið
heppin að eiga systur sína að sem
aðstoðaði hana af alúð og var alltaf
boðin og búin að hjálpa henni og
eins og Ollý sagði sjálf var eins og
klettur fyrir hana á þessum erfiðu
tímum, alltaf var mamma þar þeg-
ar þörf var á. Fleiri átti Ollý að
sem hjálpuðu henni eftir megni og
hún var þakklát þeim öllum.
Í október var Ollý síðan lögð
inn á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þar sem þetta stórkost-
lega starfsfólks líknardeildarinnar
tók við henni, dekraði við hana og
létti henni lífið og þar lá hún þar til
yfir lauk. Þar sem hún lést í faðmi
systur sinnar og barna hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Kær kveðja,
Helga, Erling og fjölskylda.
Ólöf Margrét
Thorlacius
✝ Sigríður Sæ-mundsdóttir
fæddist í Selparti í
Flóa 19. ágúst 1928.
Hún lést 20. október
2015.
Foreldrar hennar
voru Sæmundur Jó-
hannsson bóndi í
Selparti f. 2. maí
1893, d. 17. ágúst
1944, og Ólína Ás-
geirsdóttir hús-
móðir, f. 19. febrúar 1898, d. 18.
ágúst 1936.
Systkini Sigrúnar eru: 1)
Gunnur Gunnarsdóttir, f. 16.
september 1917, d. 11. ágúst
2007. 2) Margrét Sæmunds-
dóttir, f. 28. janúar 1926, d. 20.
Katrín.Barnabörnin eru sjö og
sömuleiðis langömmubörnin.
Sigríður ólst upp í Selparti í
Flóa. Móðir hennar lést þegar
Sigríður var aðeins sjö ára göm-
ul og tóku þá systkinin höndum
saman við föður sinn um að
halda saman heimilinu.
Sigríður gekk í farskóla í
sveitinni eins og venja var á þeim
tíma.
Þegar Sigríður var 16 ára fór
hún að heiman og starfaði sem
vinnukona á heimili á Selfossi.
Síðan lá leið hennar til Reykja-
víkur þar sem hún starfaði við
saumaskap hjá Andrési klæð-
skera og síðar hjá Módel-
Magasín. Sigríður sótti námskeið
hjá Myndlista- og handíðaskól-
anum í Reykjavík og var ötul
með pensilinn.
Síðustu starfsárin vann hún á
Hvítabandinu við Skólavörðu-
stíg.
Útför Sigríðar fór fram frá
Neskirkju, 28. október 2015.
maí 2016. 3) Ásgeir
Sæmundsson, f. 22.
maí 1927, d. 5. des-
ember 2009. 4) Jó-
hann Sæmundsson,
f. 20. maí 1930. 5)
Ásta Sæmunds-
dóttir, f. 23. nóv-
ember 1931. 6)
Gunnar Sæmunds-
son, f. 17. febrúar
1935, d. 12. ágúst
2011.
Í maí 1955 giftist Sigríður Eiði
Sveinssyni, f. 7. október 1932, d.
16. ágúst 1990. Foreldrar hans
voru Helga Sigfúsdóttir og séra
Sveinn Ögmundsson.
Börn Sigríðar og Eiðs eru:
Steindór, Helga, Sæmundur og
Elsku amma mín, nú ertu far-
in frá okkur. Það er margt sem
fer í gegnum hugann þegar ég
hugsa til þín. Við vorum svo
góðar vinkonur, brölluðum
margt saman. Fórum til Taí-
lands mörgum sinnum, svo fór-
um við tvær til Mallorka, þar
áttum við góðar stundir saman.
Ég kom í heimsókn til þín nán-
ast á hverjum degi síðan ég man
eftir mér. Eftir að ég fékk bíl-
próf fórum við mikið saman á
rúntinn, þér leiddist það ekki.
Ég spurði þig alltaf þegar ég
kom til þín hvort við ættum ekki
að kíkja út á rúntinn! Þú sagðir
alltaf að það væri nú óþarfi: Ég
þarf þess ekki! En ég spurði
hvort það væri nú ekki gaman
að kíkja út. Sagðir þú oftast: Jú,
það væri nú mjög gaman. Á
Skúlagötunni fórstu á hverjum
degi upp á Laugaveginn, að
ganga hann upp og niður.
Fannst alltaf gott að setjast inn
á kaffihús og fá þér kaffi og með
því. Það er ein minning sem
stendur pínu upp úr og lýsir þér
svolítið. Eitt skiptið bað ég þig
að líta eftir Birtu, ég skildi ekki
ólina hennar eftir svo þú myndir
ekki fara með hana út. Svo þeg-
ar ég kem um kvöldið að sækja
hana þá er engin amma eða
Birta inni í íbúðinni á Skúlagötu!
Ég vissi ekkert hvert þið hefðuð
farið. Sjónvarpið í gangi og allt
kveikt. Þá fer ég út að líta eftir
ykkur en sé ykkur ekki. Síðan
er ég komin á hornið á Lind-
argötu og Frakkastíg þegar ég
sé í fjarska konu í slopp með
hund í bandi! Þá varst það þú og
hafðir bundið bandið úr sloppn-
um þínum í Birtu, þú reddaðir
þér alltaf. Þegar ég kom að ykk-
ur og spurði hvað þið hefðuð
verið að gera þá sagðir þú að
Birta hefði viljað fara út og auð-
vitað fóruð þið út. Það var allt
svo snyrtilegt hjá þér, aldrei
neitt drasl, það þoldirðu þú aldr-
ei. Varst alltaf að taka til á lóð-
inni á Skúlagötunni og tíndir
líka dósir á Laugaveginum sem
lágu á götunni. Þú varst alltaf að
prjóna ullarsokka og heklaðir
mikið af teppum, þurftir alltaf
að hafa prjóna við hönd. Þú
varst ekkert að skafa utan af
hlutunum, lést allt flakka, alveg
sama hvað það var. Við hlógum
oft saman.
Elsku amma mín, ég er þakk-
lát að Kormákur Dúi fékk að
kynnast þér og sjá hve góða
konu þú hafðir að geyma. Það
var alltaf gaman að koma með
Kormák og Birtu til þín á Sól-
tún, þar var vel hugsað um þig.
Þú brostir alltaf til okkar þegar
við komum til þín og alveg undir
það síðasta, elsku amma mín.
Nú ertu búin að fá hvíldina sem
þú varst búin að þrá svo lengi.
Veit að afi hugsar vel um þig
núna og eru gleðifundir hjá ykk-
ur. Elsku amma Sigga, ég elska
þig, þú varst stór hluti af mínu
lífi líkt og mömmu líka. Það
verður skrítið að geta ekki
heimsótt þig lengur. Þú átt eftir
að lifa í hjarta mínu að eilífu.
Þín ömmustelpa,
Karlotta.
Þetta allt og himinninn líka,
lýsir móður okkar nokkuð vel
þar sem hún var bæði forvitin
og ævintýragjörn, enda hafði
hún unun af að ferðast til fram-
andi landa. Það var sama hvort
hún sat á kaffihúsi í Taílandi eða
á markaði á Indlandi. Alltaf gat
hún gert sig skiljanlega þó ekki
kynni hún málið. Sigga mamma
hafði afskaplega gaman af að
vera vel til höfð, svo eftir var
tekið, sérstaklega hattarnir og
slæðurnar sem hún gjarna
skreytti sig með.
Mamma var af gamla skól-
anum, hún var alltaf til staðar
fyrir okkur, við þurftum aldrei
að koma heim úr skóla að lok-
uðum dyrum, Sigga mamma fór
ekki að vinna utan heimilis fyrr
en yngsta barnið var orðið 12
ára, algjör forréttindi.
Það lék allt í höndunum á
henni, hvort sem var að sauma á
okkur ballkjóla, prjóna peysur
og allt mögulegt. Við systurnar
ferðuðumst um allan heim með
mömmu Siggu, má þar nefna
Taíland óteljandi sinnum, Ind-
land og ógleymanlega ferð til
Dubai.
Mamma Sigga var ófeimin við
að segja sínar skoðanir, hrein-
skilin og afar hvatvís. Hún sagði
alltaf að hver yrði að fá að fljúga
eins og hann værifiðraður, það
stoppaði hana ekki í að lána okk-
ur fjaðrirnar.
Kveðjum í bili, elsku mamma
Sigga.
Góða ferð á nýjan stað.
Ljúfi Drottinn, lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli frá Uppsölum)
Þínar
Helga og Katrín.
Sigríður
Sæmundsdóttir
Erla, eins og við
ávallt nefndum
hana, var hin dæmi-
gerða sjómannskona sem prýddi
samfélagið í Vestmannaeyjum.
Hún var alltaf til staðar og sá um
að koma drengjunum sínum til
manns ásamt því að halda heimili
Valgerður Erla
Óskarsdóttir
✝ Erla Óskars-dóttir fæddist
24. maí 1937. Hún
lést 6. nóvember
2015.
Útför Valgerðar
Erlu fór fram frá
Landakirkju 14.
nóvember 2015.
þeirra Friðriks.
Erla var fædd í
Stakkholti við Vest-
mannabraut en eft-
ir giftingu þeirra
Friðriks byrjuðu
þau búskap sinn að
Arnarhóli, Faxastíg
10. Friðrik var
þann vetur í
Reykjavík að klára
Stýrimannaskólann
en á meðan hélt
Erla heimili fyrir afa, Gísla Jóns-
son, og son þeirra, Ásmund Frið-
riksson alþingismann. Eftir út-
skrift Friðriks fluttu þau í
Stakkholt, þar sem minningar
mínar um Erlu hófust. Í uppeldi
mínu var Erla alltaf skammt
undan. Hún var frænka mín og
ég var svona „heimilisgestur“,
jafnvel tíður gestur af því að ég
kom oft við í Stakkholti. Við peyj-
arnir vorum ekkert endilega að
koma til að vera tíðir gestir held-
ur snerist samfélagið um strák-
ana hennar og bróður. Vináttan
hjá okkur var hluti tilverunnar
og fastur liður í nágrenninu.
Þegar við horfum til baka
stendur upp úr viðmótið sem
mætti okkur á heimili Erlu. Hún
tók alltaf vel á móti okkur. Sama
hvernig viðraði eða hvernig stóð
á hjá henni vorum við ævinlega
velkomnir. Sama hvenær við
komum var heimilið snyrtilegt og
aðlaðandi. Sama hvort hún bjó í
Stakkholti, Grænuhlíð, tele-
scope-húsinu í Gosinu eða uppi á
Höfðavegi 1 var allt í röð og
reglu, kaffibrauðið tilbúið og allt-
af eitthvað heimabakað.
Þessir þættir sem nú eru oft á
tíðum sjaldséðir voru hjá Erlu
sjálfsagðir.
Svo þegar árin liðu kom ég
stundum og leit við hjá hjónun-
um. Þá voru barnabörnin hennar
mætt og við strákarnir orðnir
fullorðnir menn en sama viðmót-
ið var hjá Erlu.
Hún ræddi oft við mig um hið
viðkvæma efni trúmál. Ég tek
eftir því að mörgum finnst það
vera að bjóða hættunni heim að
brydda upp á trúmálaumræðu.
En Erla var óhrædd við að ræða
trú á Guð og biðja hann um
vernd og varðveislu. Kannski
mótaðist þessi afstaða í foreldra-
húsum eða við það að hafa gengið
í Betel og verið þar á sínum
æskuárum. Hún lét niðurdýfast
og sleppti því að verða fermd þar
sem hún hafði tekið skýra trú-
arafstöðu. Það fylgdi henni út
ævina að hún trúði og leitaði
hjálpar Drottins í hennar kring-
umstæðum.
Síðasta skiptið sem ég heilsaði
upp á hana kvöddumst við með
bænahaldi. Sjúkrahúsprestur
nokkur sagði mér að hann þyrfti
talsverðan tíma við að undirbúa
skjólstæðinga sína til að traust
myndaðist og hægt væri að eiga
sambæn. Hjá Erlu var ævinlega
opið og auðvelt að hefja bæna-
hald því að sá strengur hafði ver-
ið tengdur frá æskudögum henn-
ar. Strengur trúarinnar á Jesú.
Ég kveð Erlu með þeirri sann-
færingu að nú sé hún á himnum
og þar fáum við að hittast á ný
einmitt þar sem Jesús er. Frið-
riki, sonum þeirra, tengdadætr-
um og barnabörnum bið ég bless-
unar og huggunar Guðs við þessi
stóru þáttaskil.
Snorri í Betel.
Með kærleik og virðingu
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Rósa Kristjánsdóttir, djákni
og hjúkrunarfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi og af
faglegum metnaði.
Með kærleik og virðingu