Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 20. nóvember 1986 VÍKUR-fréttir yfimn fuUít Útgefandi: Víkur-tréttir hf Atgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 14, II. hæö - Simi 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Ritstjórar: Emil Páll Jónsson, heimasími 2677 Páll Ketilsson, heimasími 3707 Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson Auglýsingastjóri: Páll Ketilsson Upplag: 4700 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getiö. Setning. filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF . Keflavik Fasteig naþjón usta Suðurnesja Sími 3722 KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: Góö'140 ferm. neöri hæö við Smáratún ásamt íbúðar- skúr. Skipti möguleg á ný- legu einbýlishúsi. Verslunar- og skrifstofu- húsnæöi viö Hafnargötu 6, ca. 500 ferm. Eignin skiptist nú með léttum skilveggjum í 5 verslunarpláss á neðri hæð og ca. 115 ferm. sal + WC á efri hæð. Eignin er mikiö endurnýjuð, nýjar lagnir, gluggar + gler, ein- angrað að nýju. Eign sem hentar ýmis konar starf- semi. ■ 2ja herb. nær fullbúin íbúö við Heiðarból. 1.500.000 ■ 2ja herb. fullkláruð íbúð við Heiðarhvamm. 1.500.000 ■ 2ja herb. íbúð við Hólm- garð, góður staður. 1.700.000 ■ 2jaherb. íbúðtilbúinund- ir tréverk við Heiðarholt. 1.400.000 ■ 3ja herb. íbúð við Hólm- garð ............ 1.900.000 ■ 3ja herb. íbúð við Heiðar- ból ............. 1.900.000 ■ 3ja herb. íbúð við Heiöar- holt ............ 2.000.000 ■ 3ja herb. íbúð við Heiðar- holt tilbúin undir tréverk. 1.650.000 ■ 3ja herb. íbúð við Hjallaveg 11, mjög góð íbúð ......... 1.700.000 ■ 3ja herb. íbúð við Hjallaveg 3. Lítil útborg- un ........... 1.500.000 ■ Raöhús v/Hlíðarveg, 130 ferm. ásamt bílskúr. 3.400.000 ■ Þórustígur 12, neðri hæð, 2ja herb. Ný standsett. ■ Raðhús við Heiðar- braut á 2 hæðum, 170 ferm. meö bílskúr. Skipti möguleg á 3ja herb. íbúð . 4.000.000 HAFNIR: Mjög góö kjör. ■ Einbýlishús, útb. 150.000 ■ Fokhelt timburhús við Djúpavog 5. Teikn. fyrirliggjandi á skrifstof- unni ....... 1.300.000 GRINDAVÍK: ■ Einbýlishúsið Mánagata 3 ásamt bílskúr. Góð eign, gott verð .... 3.100.000 ■ Auðsholt, efri hæð, Þór- kötlustaöahverfi, ásamt bíl- skúr. 2ja herb. íbúð með sér inngangi. Mikiðendurnýjuð. 600-650.000 ■ Vesturbraut 16, forskalað timburhús ca. 90 ferm. Mikið endurnýjað. Sjón er sögu ríkari, laus fljótlega. 750.000-800.000 ■ Ýmsar eignir á skrá, s.s. Viðlagasjóðshús, einbýlis- hús, raðhús, íbúðir við Tún- götu, parhús við við Gerða- velli kr. 2.100.000 SANDGERÐI: ■ Einbýlishús 140 m2, ásamt bflskúr við Ása- braut, góð eign. 4.100.000 ■ Stórt eldra einbýlishús við Túngötu ásamt 50 m2bíl- skúr. Eign I góðu standi, vel staðsett ....... 3.100.000 ■ Efri hæð við Ásabraut, 125 m2. Allt sér. 2.000.000 FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavík - Sími 3722 Elías Guðmundsson, sölustjóri Ásbjörn Jónsson, lögfræðingur Fjárfestingarfélagið Athöfn hf. stofnað: BYRJUNIN LOFAR GÓÐU - segir Einar S. Guðjónsson „Hugmyndin að stotnun fjárfestingarfélags skaut upp kollinum í lok atvinnu- málaráðstefnunnar sem haldin var fyrr á árinu“, sagði Einar S. Guðjónsson, sem stóð fyrir þeirri ráð- stefnu og hefur haft veg og vanda að stofnun fjárfest- ingarfélagsins. Við upphaf stofnfundar- ins flutti Einar stutta ræðu og sagði þá meðal annars, að Athöfn hf. væri fjárfest- ingarfélag, aðallega hugsað fyrir Suðurnes. „Athöfn hf. er aðeins byrjun og lykill að því að skapa velvilja meðal athafnamanna og einstakl- inga í sveitarfélögunum á Suðurnesjum“, sagði Einar. Frummælendur á fund- ingum voru Hjörtur Hjart- ar hagfræðingur, og Ingvar Níelsson verkfræðingur. Hjörtur kynnti stofnsamn- ing félagsins en að því loknu flutti Ingvar ávarp um nýtingu umframorku. Tilgangur félagsins er að efla atvinnulíf á Suðurnesj- um og víðar með því að fjár- festa í fyrirtækjum sem hafa hagkvæmnissjónar- mið að leiðarljósi. Arðsemi fjárfestinga mun verða megin sjónarmið í rekstri félagsins og fjárfestingum þeim, sem það hefur milli- göngu um eða festir fé í. Hlutafé er ráðgert 15 Einar S. Guðjónsson milljónir kr. sem skiptist í 300 jafna hluti, að nafn- verði 50 þús. kr. hver. Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut. Hluthafar megá verða allt að 200. Hafa þegar safnast um 4 milljón- ir í hlutafjárloforðum frá 74 aðilum, mestmegnis ein- staklingum. Áskriftarlistar liggja frammi á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og ná- grennis, og hjá Jóni Gunn- ari Stefánssyni, stjórnar- formanni í Grindavík. í aðalstjórn félagsins sitja: Jón G. Stefánsson for- maður, Einar S. Guðjóns- son varaformaður, Magni Sigurhansson ritari og með- stjórnendur þeir Sigur- bjöm Björnsson og Ingvar Níelsson. Til vara eru: Arnbjörn Ólafsson, Eðvarð Júlíus- son, Jóhann Einvarðsson, Þorvaldur Ólafsson og Eiríkur Tómasson. Félags- legir endurskoðendur voru kjörnir þeir Halldór Guð- mundsson og Halldór Ingvason. Lögfræðilegir ráðunautur Athafnar hf. verður Gunnar G. Schram, en hagfræðilegur ráðunaut- ur Hjörtur Hjartar. Endur- skoðun verður í höndum Endurskoðunar hf., Reykja- vík. Forgangsverkefni At- hafnar hf. verður að hrinda í framkvæmd byggingu 100 herbergja heilsustöðvar á Svartsengissvæðinu. Stöð þessi yrði á heimsmæli- kvarða í tengslum við lækn- ingamátt Bláa lónsins. Einar S. Guðjónsson sagði í samtali við blm. Víkur-fréta, að hann væri ánægður með mál þetta, stofnun félagsins væri nú orðið að veruleika. Auk þess sem áskriftarlistar lægju frammi myndi hann ganga í fyrirtæki og bjóða hlutafé í fyrirtækinu. „Eg geri mér vonir um góðar móttökur. Byrjunin lofar góðu og það er Ijóst, að það eru allflestir tilbúnir að taka þátt í eflingu atvinnu- uppbyggingar á Suðurnesj- um, enda ekki seinna vænna“. - pket. Frá námskeiðinu í síðustu viku. r Ofaglært starfsfólk dagvistunarheimila: Síðara námskeiði lokið Nýlokið er í Grunnskóla Njarðvíkur síðari hluta námskeiðs fyrir ófaglært starfsfólk dagvistunar- stofnana. Er námskeið þetta beint framhald af fyrri hluta sem fram fór í febrúar í vetur. Eru það sex sveitarfélög á Suðurnesjum sem standa að námskeiðum þessum og sækir starfsfólk átta dag- vistunarheimila það eða alls 54 konur. Stíð síðari hluti námskeiðsins yfir í 84 klukkustundir og urðu konurnar að mæta í 80% þess tíma. Var mjög góð mæting, enda jákvætt hugarfar. Fyrirlesarar á námskeiðunum voru bæði héðan afSuðurnesjum og af Reykjavíkursvæðinu, en umsjónarkonur með nám- skeiðunum voru fóstrurnar María Valdimarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Guðríður Helgadóttir. epj-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.