Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1986, Síða 12

Víkurfréttir - 20.11.1986, Síða 12
12 Fimmtudagur 20. nóvember 1986 VIKUR-fréttir Fjölbrautaskóli Suðurnesja Námsflokkar Postulínsmálun 20 kennslustunda námskeið hefst mánu- daginn 24. nóvember kl. 20. Kennt tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga. Kennari: Heiðrún Þorgeirsdóttir. Hámarks þátttaka 10 nemendur. Innritun gegn greiðslu kr. 3.000, á skrif- stofu skólans til 24. nóvember. Aðstoðarskólameistarí 1SB7 CANHON’S YBAR AT THE BOX OFFICE JOHN CLEESE CI.#CKWISE STUNDVÍSI Eldfjörug gamanmynd. Það er góður kost- ur að vera stundvís, em öllu má ofgera, Þegar sá allra stundvísasti verður of seinn, færist heldur betur líf í tuskurnar. Aðalhlutverk: John Cleese. SÝND í KVÖLD KL. 21 OG UM HELGINA. FÉLAGSBÍÖ Keflavík Staðreyndum verður að kyngja Við hvað er að fást í málefnutn S.K.? I síðustu Víkurfréttum er því slegið upp hvort Sjúkra- húsið verði „aðeins geymslu- stofnun". Einnig segir í grein- inni að hætt verði við að hafa deildarskipt sjúkrahús og að uppsagnir lækna valdi hugar- angri. Hér gætir nokkurs mis- skilnings, Sjúkrahús Kefla- víkur hefur aldrei fengið viður- kenningu sem deildarskipt sjúkrahús. Engin samþykkt hefur verið gerð um að hætta við að vinna að því að fá slíka heimild, hins vegar var ákveð- ið að láta langlegudeild hafa forgang. Öllum ætti að vera ljóst að stjórn S.K. markar ekki stefnuna í heilbrigðismál- um hér á landi, hún ræður heldur ekki hversu miklu fé er veitt til reksturs sjúkrahússins. Hvoru tveggja ákveða stjórn- völd á hverjum tíma og núver- andi stjórnvöld hafa ákveðið mikinn niðurskurð til þessara mála. Nýkjörin stjórn S.K. er ekki aðeins að fást við að ná kostnaði niður um a.m.k. 20% miðað við áætlun forstöðu- manns fyrir árið 1987 heldur tekur hún við óuppgerðum skuldahala upp á tugi mill- jóna. I ár stefnir í að halli verði yfir 30 milljónir króna sem bætist við skuldasúpuna sem fyrir var. Ekki kemur fram hverjir þessir „aðilar“ sem Víkurfréttir ræða við um mál- efni sjúkrahússins eru, en þess- ar staðreyndir mættu þeir hafa í huga. Segja má að Sparisjóð- urinn í Keflavík hafi rekið S.K. að undanförnu þar sem hlað- ast upp dráttarvextir á van- skilin. Þannig verður ekki áfram haldið og ekki verður vikist lengur undan að gera róttækar ráðstafanir og þær er verið að gera og verður að gera hvort sem „viðmælendum“ Víkurfrétta líkar eða ekki. Hvar skal skera? Síauknar kröfur eru gerðar Ólafur Björnsson til heilbrigðisstofnana, það er því ekki einfalt mál að skera niður kostnað um 20% á einu ári. Launakostnaður á Sjúkra- húsi Keflavíkur er um 70% af heiidarrekstrarkostnaði, það var því eðlilegt að stjórnin liti á hann. Margfræg leið að byrja á ræstingafólkinu þótti ekki efnileg til árangurs. Þess í stað var fyrst litið á hæstu launin og í framhaldi af því var öllum sérfræðingum og læknum sagt upp samningum, sem við þá hafa verið gerðir, enda eru þeir í flestu langt umfram samn- inga stéttarfélags þeirra. Óllum gefst þeim kostur á að semja á ný við S.K. miðað við breytt rekstrarfyrirkomu- lag og við þær heimildir sem stjórnin hefur frá heilbrigðis- yfirvöldum. Öllum gefst þeim kostur á launum langt framúr þeim sem formaður stéttar- félags þeirra kynnti í morgun- útvarpi fyrir skömmu. Þjónustu og öryggi við bæjarbúa á Suðurnesjum stendur ekki til að skerða. Við eigum stutt í fullkomnustu sjúkrahús landsins og þrátt fyrir allar vaktir hér hafa 90% af svokölluðum bráðatilfellum verið send til Reykjavíkur undanfarin ár. Vonandi finnast leiðir til að draga víðar úr kostnaði, þegar ljóst er að það mun takast hvað þvottinn varðar. Rækileg endurskoðun fer nú fram á reikningum S.K. og H.S.S. í framhaldi af henni væntum við gagnlegra ábend- inga til þess að bæta rekstur- inn almennt. Geymslustofnun Um árabil hefur verið rætt um D-álmu og á sama tíma hefur vandi aldraðra og sjúkra aukist með hverju ári. Nú er svo komið að hér ríkir það sem með réttu er kallað neyðará- stand í þeim málum. Vafalaust hefði mátt halda áfram að þrasa um að fá heimild til að byggja miðað við deildarskipt sjúkrahús en staðreynd er að þær óskir eiga ekki hljóm- grunn hjá þeim sem ráða, því verðum við að kyngja að sinni. A fundi sem stjórn S.K. boðaði til þann 1. nóv. sl. meðsveitar- stjórnarmönnum og þing- mönnum kjördæmisins var samþykkt samhljóða að breyta fyrri umsókn um D-álmu og sækja um að byggja aðeins langlegudeild í þessum áfanga. Allir voru sammála um að í þeim efnum væri þörfrn svo brýn að allra ráða yrði að leita til þess að bæta úr ríkjandi ástandi sem fyrst. Þessari sam- þykkt var tafarlaust komið á framfæri. Nú hefur borist skriflegt svar heilbrigðisráð- herra um að ráðuneytið muni leggja til að fjárveiting fáist á árinu 1987 til hönnunar D- álmu. Þetta kann að virðast lít- ið en er þó meira en áður hefur náðst fram og í raun lykillinn að framhaldinu. Svo reynir á hvort leyfi fæst til að nýta það lánsfé sem talið er standa til boða og hefjast handa við bygginguna. Þar mun reyna á þingmenn okkar og því meira sem áhrif þeirra eru meiri á æðstu stöðum. Olafur Björnsson FLEYGT I FORINA Það er alkunna að sápukúl- NJARÐVÍKINGAR Bæjarfulltrúarnir Ragnar Halldórsson og Ingólf- ur Bárðarson verða til viðtals á skrifstofu Njarð- víkurbæjar mánudaginn 24. nóvember kl. 16-19. Bæjarstjóri ur verða ekki langlífar, en þær geta glitrað í öllum regnbog- ans litum eða verið með öllu litlausar, eftir ástæðum. Mér kom þetta í huga eftir að hafa lesið í Morgunblaðinu frá 4. nóvember s.l. frásögn um úrslit skoðanakönnunar trúnaðarmannaráða sjálfstæð- isfélaganna í Reykjaneskjör- dæmi og um röðun kjörnefnd- ar á lista flokksins við væntan- legar Alþingiskosningar. Það kom all spaugilega fyrir sjónir, að fyrir þessa skoðana- könnun birtist hver blaða- greinin á fætur annarri, eftir einn af þingmönnum flokks- ins í kjördæminu, Gunnar G. Schram, í fjölda blaða, þar sem hann dróg hvergi af sér við að lýsa sínu eigin ágæti. Eng- inn hafði hins vegar orðið var við að nokkuð afgerandi af- reksverk hefðu orðið til við þingsetu mannsins, vart hægt að hugsa sér aðgerðalausari þingmann. Það er þess vegna ekki af neinni tilviljun að kempan hrapar niður í sjötta sæti í skoðanakönnuninni, eða er nánast fleygt á dyr. Samt sem áður lætur kjörnefnd sig hafa það að tosa honum til baka uppí fimmta sæti, af einhverri óþekktri meðaumkun, en sýn- ir þar með fulltrúaráðunum og kjósendum megna lítilsvirð- ingu á úrslitum ákvarðana þeirra. Aumingjaskapur kjör- nefndar kemur þó gleggst fram í því að einn frambæri- legasti kandidatinn á listan- um, Víglundur Þorsteinsson, er færður niður í fallsæti Schr- am, ef vera mætti að það bjargaði „strandkapteinin- um“ frá glötun. Suðurnesjamenn eru þekkt- ir að öðru en því að láta segja sér fyrir verkum. Þeir hlaða ekki í kringum sig skrani, sem þeir vilja losna við. Þeir hafa endanlega kastað ónothæfri flík í öskustóna. Allir vita að kjassaður kjölturakki verður aldrei nothæfur fjár- og varð- hundur, í hæsta lagi afþreying- artæki gamalla piparkerlinga. Hitt vita allir að hann getur glefsað og bitið illa án minnsta tilefnis. Seint mun níðingsverk þitt í ritstjórastóli Vísis gleym- ast. Nú er steinninn að hitta glerhúsið - Gunnar Skran. Með viðeigandi virðingu, Þórður E. Halldórsson

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.