Víkurfréttir - 20.11.1986, Síða 17
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 20. nóvember 1986 17
Ótrúlegur árangur ÍBK í körfunni:
20 sigrar í
20 leikjum
^ V flnkknrr
Yngri flokkar ÍBK í körfu-
boltanum gera það ekki enda-
sleppt. Fjórir flokkar félags-
ins, 2., 3. og 5. flokkur karla og
3 flokkur kvenna léku samtals
14 leiki í Islandsmótinu fyrri
part nóvembermánaðar og
sigruðu í þeim öllum. í flest
öllum tilfellum var um yfir-
burðasigra að ræða. Ef leikir
IBK í meistaraflokkum karla
og kvenna eru meðtaldir þetta
tímabil, en hvort lið lék 3
leiki, þá eru þetta samtals 20
sigrar í jafn mörgum leikjum.
Einstakur árangur og greini-
legt að keflvískur körfuknatt-
leikur hefur sennilega aldrei
verjð betri.
Urslit í yngri flokkunum
urðu annars þessi, ásamt stiga-
hæstu leikmönnum:
2. flokkur:
ÍBK - Valur ...... 73:63
ÍBK - UMFG........ 86:66
Guðjón 59, Falur 40.
Fyrri leikurinn fór fram í Kefla-
vík en sá síðari í Grindavík. Þess
má geta að þeir Falur og Guðjón
skoruðu 11 þriggja stiga körfur í
leiknum gegn UMFG.
3. flokkur:
ÍBK - KR ............ 48:47
ÍBK - ÍR ............ 63:40
ÍBK - Valur ......... 71:52
Gestur 47, Einar 26, Júlíus 23.
Leikirnir fóru fram í Hlíðaskóla
í Reykjavík.
5. flokkur:
ÍBK - ÍA ............ 32:10
ÍBK - ÍR-b .......... 40:16
ÍBK - UBK............ 36:22
ÍBK - UMFG-b .... 29:6
Kristinn J. 46, Sigurður 29,
Kristinn 1. 18.
LeikiðVar i Iþróttahúsinu Kárs-
nesi i Kópavogi.
3. flokkur kvenna:
ÍBK - KR ............ 42:6
ÍBK - ÍR ............ 22:13
ÍBK - UMFG .......... 38:19
ÍBK - UMFN .......... 29:10
ÍBK - Haukar ........ 28:15
Kristin B. 48, Eva 29, Jana 24.
Leikið var í KR-heimilinu í
Reykjavík.
Síðustu 5-6 ár hafa Keflvík-
ingar verið með 3-4 íslands-
meistaratitla á hverju ári, en
nú stefnir jafnvel í mun fleiri
titla. Það er því greinilegt að
Keflvíkingar þurfa ekki að
kvíða framtíðinni í körfubolt-
anum. - pket.
ÍBK vann UMFG í 1. deild
ltvenna í körfuknattleik í
Iþróttahúsi Keflavíkur sl.
fimmtudag. Keflavíkurstúlk-
urnar skoruðu 70 stig en þær
grindvísku 56. Staðan í hálf-
leik var 37:29 fyrir ÍBK
Grindvíkingar byrjuðu leik-
inn af miklum krafti og náðu 8
stiga forskoti 16:8. Þá fóru
Keflvíkingar í gang og skor-
uðu 19 stig á næstu 5 mín. án
þess að UMFG næði að svara
fyrir sig. Staðan breyttist því
úr 16:8 í 27:16. Staðan í leik-
hléi var 37:29.
Eftir þennan ótrúlega leik-
kafla var aldrei spurning
hvorum megin sigurinn lenti.
ÍBK-stelpurnar léku af öryggi
í seinni hálfleik og unnu ör-
uggan sigur. Fjórtán stig
skildu í lokin, 70:56.
Þær Björg Hafsteinsdóttir
og Guðlaug Sveinsdóttir voru
bestar í liði IBK. Einnig var
Auður Rafnsdóttir sterk í frá-
köstunum.
Grindavíkurliðið hefur
komið á óvart með góðri
frammistöðu, því þetta er i
fyrsta skipti sem UMFG
sendir lið til keppni í kvenna-
körfu. Svanhildur Káradóttir
og Marta Guðmundsdóttir
voru atkvæðamestar í leiknum
við ÍBK.
Stig ÍBK: Björg Hafsteins-
dóttir 26, Guðlaug Sveinsd.
24, Auður Rafnsd. 7, Kristín
Blöndal 4, Margrét Sturlaugs-
dóttir og Bylgja Sverrisdóttir 2
stig hvor.
Stig UMFG: Marta
Guðmundsd. 21, Svanhildur
Kárad. 17, Stefanía Jónsd. 10
og Hafdís Sveinbjörnsd. 3.
pket.
Handbolti 2.deild - Reynir-ÍBK 23-23:
Úrvalsdeild
KR-ingar
sáu röndótt
„Við höfum leikið vel und-
anfarið, unnið fjóra sigra í röð
og það gegn liðum í toppbar-
áttunni. Við skulum bara vona
að gamanið sé rétt að byrja. Ef
við höldum þessum dampi
verðum við örugglega í barátt-
unni um íslandsmeistaratitil-
inn“ sagði Guðjón Skúlason
eftir yfirburðasigur ÍBK á KR í
úrvalsdeild körfuboltans í
Keflavík sl. fimmtudagskvöld.
ÍBK skoraði 87 stig gegn 58
KR-inga. Staðan í hálfleik var
40-28 fyrir ÍBK.
Hver stórleikurinn rekur nú
annan hjá Keflvíkingum. Þeir
verða illsigraðir í vetur með
spilamennsku eins og í síðustu
fjórum leikjum, allavega á
heimavelli. „Það er ekki nóg
með það að þeir spili út 30 sek-
úndurnar heldur taka þeir 3ja
stiga skot og hitta hvað eftir
annað. Það er ekkert grín að
leika á móti svona liði“ sagði
Gunnar Gunnarsson, þjálfari
KR eftir leikinn.
Leikur þessi við KR var
aldrei spennandi. Keflvíking-
ar voru klassa betri. Þeir náðu
strax góðri forystu í fyrri hálf-
leik sem þeir síðan juku jafnt
og þétt. I leikhléi munaði 12
stigum. Sú tala hækkaði um
helming strax í byrjun seinni
hálfleiks. Lokatölur 87-58,
Guðbrandur Stefánsson skor-
aði síðustu körfuna á síðustu
sekúndunni. Hann og fleiri
ungir strákar í liðinu fengu að
spreyta sig síðustu mínúturnar
og stóðu sig vel. Falur skoraði
t.a.m. 3 körfur í röð á ör-
skömmum tíma. Mikið efni
Falur. Besti maður ÍBK var þó
Guðjón Skúlason. Mistókst
varla skot í leiknum og skor-
aði alls 31 stig, þar af þrjár 3ja
stiga körfur. Allir leikmenn
ÍBK skoruðu.
Úrvalsdeild:
Njarðvík vann
Hauka
Njarðvíkingar unnu góðan
sigur á Haukum í Hafnarfirði
sl. fimmtudag. UMFN skoraði
72 stig gegn 64 Hauka, sem
höfðu 10 stiga forskot í leik-
hléi, 42:32.
Helgi Rafnsson var stiga-
hæstur Njarðvíkinga með 23
stig.__________________
Handbolti kvenna
Góð
frammi-
staða ÍBK
Dagana 15. og 16. nóv. sl.
var leikin 2. umferð hjá 3. fl.
kvenna í íslandsmótinu í
handknattleik. Spiluðu ÍBK-
stúlkurnar alls 3 leiki og fóru
þeir fram í Réttarholtsskóla.
Sigruðu ÍBK-stúlkurnar Ár-
menninga með 10 marka mun
og HK með 11 mörkum, en
gerðu jafntefli við Þór, 11:11.
Markahæstar hjá ÍBK á
móti Ármanni voru Ásta
Sölvadóttir með 5 mörk og
Sigurbjörg Guðjónsdóttir 4
mörk. Gegn HK skoruðu flest
mörk Guðrún Þorsteinsdóttir
4 og Stefanía 3, en á móti Þór
skoraði Guðný Karlsdóttir 4
mörk og Guðrún Þorsteins-
dóttir jafnmörg.
í öllum leikjunum þrem
skoraði Ásta Sölvadóttir 13
mörk samtals, Sigurbjörg
Guðjónsdóttir 8 mörk og
Guðný Karlsdóttir 6. Mark-
menn ÍBK voru þær Harpa
Olafsdóttir og Kristjana
Gunnarsdóttir og stóðu þær
sig mjög vel. - eyg.
IBK-stúlkur kafsigldu þær
grindvísku á 5 mín. kafla
forskotið en með harðfylgi
tókst heimamönnum að
minnka muninn í 3 mörk fyrir
leikhlé, 12-15.
ÍBK héldu forystunni í
seinni hálfleik er Reynismenn
jöfnuðu þegar 3 mín. voru til
leiksloka eins og áður segir.
Og var það í fyrsta skipti í
leiknum sem Reyni tókst að
sem ekkert gekk hjá Reynis-
mönnum. Keflvíkingar juku
Reynismenn jöfnuðu
þegar 15 sek. voru tíl
leiksloka
Það varð sannkallaður ná-
grannaslagur er lið Reynis og
IBK áttust við í Sandgerði sl.
föstudag. Liðin skildu með sér
stigum, skoruðu bæði 23
mörk. Staðan í hálfleik var 12-
15 fyrir ÍBK.
Keflvíkingar voru klaufar
að sigra ekki í leiknum. Eins
og í nokkrum fyrri leikjum
klúðruðu Keflvíkingar hvað
eftir annað á lokamínútunum.
Þegar 10. mín. voru til leiks-
loka hafði ÍBK 4 marka for-
ystu 21-17. Með harðfylgi
tókst Reynismönnum að jaifna
21-21. Þegar 15. sek. voru til
leiksloka höfðu Keflvíkingar
eitt mark yfir. Reynismenn
fengu þá vítakast sem Heimir
Morthens skoraði úr. Gamla
brýnið stóð sig vel og var ör-
yggið uppmálað í vitunum,
og skoraði 7 mörk úr vítum úr
jafn mörgum tilraunum.
Keflvíkingar byijuðu leik-
inn með miklum láíum og
komust í 4-1 eftir 5.mín. leik.
Varð strax mikil harka í leikn-
um og ekki gefin tomma eftir.
Vöm IBK var þétt fyrir og lítið
jafna. Lokamínútumar vom
æsispennandi eins og áður
hefur verið lýst. Lokatölur
23-23.
Mikil stemning var á áhorf-
endapöllunum í þessum
hörku nágrannaleik. Urslitin
ekki beint sanngjöm miðað
við gang leiksins. Með yfirveg-
un hefði ÍBK getað sigrað.
Enginn bar af í liði Reynis.
Leikmenn gáfust ekki upp þó
á móti blési og uppskáru laun
erfiðisins. Bestir hjá IBK vom
Freyr Sverrisson og Pétur
Magnússon í markinu.
Mörk Reynis: Heimir M. 8,
Daníel 4, Willum 4, Stefán 3
og aðrir minna.
Mörk ÍBK: Freyr 7, Arin-
björn 4, Björgvin 4, Jóhann 3,
Jón Kr. 3 og aðrir minna.
ghj.
Heimir Morthens jafnaði úr vitakasti á síðustu stundu.
Hart barist undir körfu ÍBK. Björg Hafsteinsdóttir nær frákastinu. Bylgja Sverris, Anna María og Svan-
hildur fylgjast með.
Kvennakarfa: