Víkurfréttir - 08.01.1987, Qupperneq 1
U/JKUft
rj==
iippu
naumlega
Að kvöldi þrettánda dags
jóla sluppu fjögur ungmenni
naumlega er eldur kom upp t
bifreið sem þau voru i. Varð
bifreiðin, sem er gömul bif-
reið af Mözdu-gerð, alelda á
svipstundu, en verið var að
aka henni eftir götu í Vog-
1. tbl. 8. árg. Fimmtudagur 8. jam
MISSUM VIB EN
llfiNDSBOKftBPlFI
hverfisgötu,
lg REYKJflVTP
EINN TOGARANN?
Dugar samstaða Atvinnumálanefndar Suðurnesja og þingmanna kjördæmisins ekki?
um.
Slapp fólkið út úr brenn-
andi bifreiðinni án meiðsla,
en bifreiðin er gjörónýt.
Vegna fjárhagsörðug-
leika fyrirtækisins Utgarðs
hf. í Garði, hefur nú komið
upp sú staða, að líklega
ÞRETTÁNDINN
Mikill mannfjöldi tók þátt í þrettándagleði í Keflavíksl. þriðjudags-
kvöld. Hátíðin hófst með blysför frá bæjarskrifstofunum og var
gengið að íþróttavellinum. Þar var söngur og dans við álfabrennu,
og flugeldasýning í lokin. Tókst hátíðin hið besta. - Sjá fleiri myndir
á bls. 18. Ljósm.: pket.
„WATERGATE"
I UPPSIGLINGU
Meðal stjórnarmanna
hjá HeilsugæslustöðSuður-
nesja og Sjúkrahúsi Kefla-
víkurlæknishéraðs hafa
komið fram áhyggjur varð-
andi leka frá stjórninni, þó
þar séu ákveðin trúnaðar-
mál til umræðu.
Vegna þessa höfðu
Víkur-fréttir samband við
stjórn HSS og SK og þar
sem formaður hennar var
erlendis, varð varaformað-
ur stjórnarinnar, Arndís
Tómasdóttir, fyrir svörum:
„Það er alveg rétt, en við
vitum ekki hvernig trúnað-
armál þessi láku út. Vegna
þessa höfum við þó flutt
einn stjórnarfund yfir í
annað húsnæði“.
verður togari fyrirtækisins,
aflaskipið Gautur GK 224,
seldur burt af svæðinu. Eru
fyrirliggjandi tilboð í skipið
annars vegar frá Grundar-
firði og hins vegar frá Vest-
mannaeyjum.
Þar sem hér er um mjög
alvarlegt mál að ræða út frá
atvinnusjónarmiði, sam-
þykkti atvinnumálanefnd
eftirfarandi ályktun áfundi
sínum 3. janúar sl.:
„Atvinnumálanefnd Suð-
urnesja lýsir áhyggjum sín-
um af þvíað nústendur til að
selja togarann Gaut GK af
svœðinu. Ljóst er að sala
skipsins mun hafa veruleg
áhrif á atvinnumál svœðis-
ins og draga er ' frekar úr
þrótti sjávarútvegs á Suður-
nesjum.
Bendir nefndin á að á und-
anförnum árum hafa skip og
bátar streymt af svœðinu og
jafnframt þúsundir tonna
aflakvóta. Hefur þessi
þróun haft það iför með sér
að sjávarútvegur og fisk-
vinnsla á Suðurnesjum á
mjög undir högg að seekja.
Það er fullvissa nefndar-
innar að með nokkurrifyrir-
greiðslu frá Byggðastofnun
megi koma í veg fyrir sölu
skipsins. Atvinnumálanefnd
skorar því á stjórnvöld og
þingmenn kjördœmisins að
beita sér fyrir því að þessi
fyrirgreiðsla fáist eða að á
annan hátt verði komið í veg
fyrir sö/u skipsins af svœð-
inu“.
Að sögn Guðmundar
Finnssonar, varaformanns
nefndarinnar, bárust fregn-
ir af málinu nú um jólin og
var þá þegar haft samband
við útgerðarmann togar-
ans, Guðmund Ingvarsson.
Kom fram hjá honum, að
hann þyrfti á ákveðinni
fyrirgreiðslu að halda til að
geta gert skipið út áfram.
Haft var samband við pen-
ingastofnanir vegna þessa,
en um sama leyti bárust
kauptilboð í skipið frá
aðilum utan af landsbyggð-
inni. Var málið þá tekið
fyrir í nefndinni og ofan-
greind ályktun samþykkt.
Jafnframt var komið á
fundi með þingmönnum
kjördæmisins.
Var sá fundur haldinn nú
á mánudag og þar kom
fram eindreginn vilji þing-
manna að halda skipinu á
svæðinu áfram. Var skipuð
þriggja manna þingmanna-
nefnd til að kanna málið og
gera þær ráðstafanir sem
hægt væri, til að svo yrði. í
nefndinni eru Ólafur G.
Einarsson, Geir Gunnars-
son og Karl Steinar Guðna-
son.
Að fundinum loknum
sagði Guðmundur Finns-
son þetta: „Til þess má ekki
koma að skipið hverfi af
Suðurnesjum. Hins vegar
er greinilegt í ljósi nýrra
upplýsinga, sem ég hef nú
fengið, að róið er að því
öllum árum hjá vissum að-
ilum að ná skipinu frá Suð-
urnesjum. Er því spurning-
in, hvort ríkisstjórnin lætur
það viðgangast, að enn eitt
skipið verði selt út á land.
Hvað kemur næst?“ sagði
Guðmundur að lokum.
FORSTÖDUMAÐURINN
LEYSTUR UNDAN
VINNUSKYLDU
Skömmu fyrir jól
ákvað stjórn Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs
og Heilsugæslustöðvar
Suðurnesja að leysa for-
stöðumann stofnunarinn-
ar frá vinnuskyldu fram
til 12. janúar n.k. Var
þetta gert að ósk for-
stöðumannsins svo hann
gæti svarað spurningum
sem félagslegir endur-
skoðendur lögðu fram á
stjórnarfundi 17. des. s.l.
Þegar reikningar stofn-
unarinnar voru lagðir
fram á aðalfundi HSS og
SK í haust kom í ljós að
félagslegir endurskoð-
endur höfðu ekki undir-
ritað þá þar sem þeirvoru
fjarverandi. Voru því
kosnir nýir endurskoð-
endur sem þegar tóku að
fara ofan í reikninga árs-
ins 1985.
Að sögn Arndísar
Tómasdóttur varafor-
manns stjórnarinnar sáu
endurskoðendur hluti í
reikningum sem þeir
vildu fá nánari svör við.
Var forstöðumanni gef-
inn frestur til að svara
fyrirspurnum þessum en
þar sem fresturinn var of
skammur óskaði hann
eftir viðbótarfresti sem
var veittur „ogjafnframt
veittum við honum leyfi
frá öðrum skyldustörfum
en þeim að finna ofan-
greind svör“ sagði Arn-
dís. Var samþykkt á áður
nefndum stjórnarfundi að
fela Stellu Olsen starffor-
stöðumanns meðan tími
þessi rynni út.
Samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum blaðsins
voru spurningar þær sem
félagslegir endurskoð-
endur kröfðust svara við
af forstöðumanni all
margar. En hluti þeirra
mun hafa komið upp við
rannsókn á máli Þvotta-
húss Keflavíkur fyrr í
haust.
Verða mál þessi rædd
nánar á stjórnarfundi sem
haldinn verður í næstu
viku, eða eftir að formað-
ur stjórnarinnar, Ólafur
Björnsson, verður kom-
inn til landsins, en hann
hefur dvalið erlendis að
undanförnu.