Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 08.01.1987, Síða 8

Víkurfréttir - 08.01.1987, Síða 8
8 Fimmtudagur 8. janúar 1987 VÍKUR-fréttir Fjölbrautaskóli Suðurnesja Meistaraskóli Kennsla hefst mánudaginn 12. janúar kl. 16.20. Múrarar - Öldungadeild Mætið til töfluafhendingar sama dag kl. 20. Aðstoðarskólameistari Leirnámskeið hefst 15. janúar. Upplýsingar í síma 2238. Erla Sigurbergsdóttir Siglingafræði Námskeið í siglingafræði fyrir þrjátíu tonna próf hefst í Keflavík mánudaginn 12. janúar. Þorsteinn Kristinsson, sími 1609 Tónlistarskólinn í Keflavík Getum bætt við okkur píanónemendum í öldungadeild. Kennt verður seinni part dags eða á kvöldin tvisvar í viku. Getum einnig bætt við söngnemendum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 1153. Skólastjóri -molar- Flugkóngurinn lendir „Flugkóngurinn í Lux- emburg, Birkir Baldvins- son, er ekki með öllu ókunnugur hér á Suður- nesjum, því hér átti hann lieima sem unglingur, (bróðir Stellu Baldvins). Helgarpósturinn gerði honum nokkur skil ný- verið og stiklum við hér á því stærsta. Hann hefur Iátið til skarar skríða hér á landi á nýjan leik, t.d. keypt heila hæð í Lágmúl- anum í Reykjavík, ráðið frænda sinn Baldvin Ómar Magnússon úr Keflavík, fyrrum útibús- stjóra á Seltjarnarnesi, til að starfa hjá sér. Þá hefur hann keypt hluta af Hag- kaupshúsinu í Reykjavík, gengið til samstarfs varð- andi rekstur nýs flugfé- lags, Air Atlanta, o.fl. Er því greinilegt að hann ætlar sér að lenda á ís- landi . . . Við Tjörnina Hinn þekkti matreiðslu- maður úr Sandgerði, Rún- ar Marvinsson, hefur nú ásamt konu sinni Sigríði Auðunsdóttur, opnað veitingastað að Templara- sundi 3 í Reykjavík, er ber nafnið Við Tjörnina. Er veitingahús þetta í anda Hótels Búða, sem undir stjórn Rúnars er löngu orðið landsþekkt fyrir afar góðan og sérstæðan mat. Mun uppistaðan á matsölustað þessum vera Fiskur, auk ýmissa græn- metisrétta. Hæsta raforkuverð t Evrópu í nýjustu Verslunartíðind- um er greint frá því að á aðai- fundi Kaupmannafé|ags Suðurnesja hafi komið fn.m að þriggja ára baráttumál fé- lagsins hafi loks skilað góðurn árangri. Málið var það að félagsmenn uppgötv- uðu að raforkuverð til verslana hér syðra væri það dýrasta sem um gat í Evrópu ailri. En að lokum fengust leiðréttingar á máium. Þótti það því mjög táknramt að á fundinum sem rnálið var til umræðu fór rafmagnið af og hófust fundarstörf því við kertaljós. Hvað raeð lögin? Slökkviliðsmenn í Grinda* vík hat'a cins og kunnugt er hótað að hætta störfum 1. apríl ef ekki verði lausn kotnin á húsnæðismál þeirra. Standi þeir við orð sín, gæti svo farið að grípa verði til stjórnarskrár íslcnska iýð- veldisins, en þar er kveðið svo á að enginn karlmaður á aldrinum 18 ára tii sextugs geti neitað að taka þátt í björgunarstörfum ef elds- voða beri að höndum. Verði gripið til þessa rná setja þá í fangelsi, neiti þeir störfum og ekki þarf heldur að greiða þeim laun ef þeir verða kall- aðir út samkvæmt lögunum. Gróa á Leiti Eitthvað hefur blessunin hún Gróa á Leiti gert at í Molum. Alla vega birtust í síðasta tölublaði og þar síð- asta tvær rangfærslur sem nauðsyn er að leiðrétta og jafnframt biðja hlutaðeig- endur velvirðingar á. I síð- asta tölublaði var sagt að Ómar Jónsson væri formað- ur Starfsmannafélags HS. Þetta er rangt, hann hefurað vísu einhver tínra verið í stjórn þess félags,,en aldrei formaður. Þá veit Omarekki til þess að nokkurn tíma hafi staðið til að hann tæki sæti á framboðslista Bandalags jafnaðarmanna, þó hann haft skrifað eina blaðagrein til stuðnings Vilmundi Gylfasyni fyrir mörgum árum. Bæjarstjórn Grindavíkur: Leggur 25% álag á fasteignaskatt - til að standa undir átaki í gatnagerð Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir jól, að hraða upp- HAGKAUP ÚTSALAN HEFST í DAG fimmtudag 8. jan HAGKAUP NJARÐVÍK - SlMI 3655 byggingu gatnagerðar í bæjar- félaginu, með því að leggja 25% álag á fasteignaskatt i bænum, og mynda þar með markaðan tekjustofn sem staðið gæti undir því að flýta fyrir framkvæmd- um þessum. Að sögn Jóns Gunnars Stef- ánssonar, bæjarstjóra í Grinda- vík, var í janúar 1984 gerð at- hugun á því hvernig Grinda- víkurbær stæði að gatnagerð- argjöldum. Kom þá í ljós í samanburði við önnur ná- grannabyggðarlög, að bærinn er með helmingi lægri gatna- gerðargjöld en Keflvíkingar, þrisvar sinnum lægri en Hafn- firðingar og Kópavogsbúar, og 4.5 sinnum lægri en höfuð- borgarbúar, svo dæmi séu tekin. Hafa þau sjónarmið verið uppi hjá bæjarstjórn Grinda- víkur að hafa gatnagerðar- gjöld af nýbyggingum í lág- marki, enda yfirleitt nóg basl samt í kringum nýbyggingar. Hafa menn ekki viljað hnika þessu til, frekar leggja álög á menn eftir að húsin væru komin í notkun. Síðan er að sjá hvort þetta geti flýtt fyrir framkvæmdum. Eru slíkar álögur viðhafðar á fasteignagjöldum helmings bæjarfélaga hér á landi. Góð íbúð eða raðhús óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 4211 eða 91-622866. Bílstjóri óskast Óska eftir að ráða bílstjóratil starfa. Þarf að hafa meirapróf. Upplýsingar í síma 7071.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.