Víkurfréttir - 08.01.1987, Qupperneq 18
18 Fimmtudagur 8. janúar 1987
VÍKUR-fréttir
Ð
SUDURNES
j Friðriks fvarssonar
S. 92-7071 /
Alhliða flutningar
Reykjavík - Suðurnes- Reykjavík
Frá Reykjavík alla virka daga kl. 12
og einnig kl. 16 þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og
föstudaga.
Njarðvík, sími 4418.
Áramóta-
dansleikur
Nýi hjónaklúbburinn óskar öllum Suður-
nesjamönnum gleðilegs og farsæls nýs
árs. Um leið minnum við á, að hinn árlegi
áramótadansleikur klúbbsins verður hald-
inn í Stapa, laugardaginn 10. janúar n.k.
Hljómsveitin KLASSÍK skemmtir.
Lausir miðar verða seldir í anddyri Stapa
föstudaginn kl. 20-21.30. Uppl. hjá Þórði s.
2441, Árna s. 2511, Elíasi s. 2464 og Guð-
mundi s. 2854. - Allir velkomnir, líka
Klúbbur ’81. Kær kveðja.
Stjómin
Verslun til sölu
Verslun við Hafnargötu í fullum rekstri til
sölu nú þegar.
Nánari upplýsingar veittar í síma 2644 eftir
kl. 20.
Líkamsrækt dnnu Leu
og Bróa
Byrjum aftur eftir jólafrí 13. janúar. Pant-
anir í síma 6133.
Austfirðingar
Þorrablót Austfirðinga á Suðurnesjum
verður haldið í Stapa, laugardaginn 17.
janúar og hefst kl. 19.
Helgi Seljan og Þorlákur Friðriksson
skemmta. - Miðasala íStapadagana 14.
og 15. janúar kl. 17-19.
Nefndin
Bæjarráð Keflavíkur:
Frekari við-
ræður um kaup
á nýja Spari-
sjóðshúsinu
A fundi bæjarráðs
Keflavíkur 30. desember sl.
var samþykkt að óska eftir
frekari viðræðum við stjórn
Sparisjóðsins vegna tilboðs
um kaup á nýja sparisjóðs-
húsinu við Tjarnargötu í
Keflavík.
I tilboði Sparisjóðsins á
sínum tíma var gert ráð
fyrir svari bæjarsjóðs nú
fyrir áramótin.
7 teknir
w
a
þrem dögum
Frá áramótum og til 4.
jan. sl. voru sjö ökumenn
teknir af lögreglunni í
Keflavík, grunaðir um
meinta ölvun við akstur.
Af þessari sömu ástæðu
voru alls 133 ökumenn
teknir á síðasta ári, sem er
aðeins færra miðað við árið
áður.
Byggt yfir
Hafbergið
Um þessar mundirer unnið
að því í Hafnarfirði að byggja
yfir Hafberg GK frá Grinda-
vík. Að sögn Fiskifrétta er um
gagngerðar endurbætur að
ræða á skipinu. Verður settur
riðstraumur í það í stað jarð-
straums og vélin endurbætt.
Hafberg GK 377 er 170
tonna stálskip sem lengt var
fyrir fjórum árum um fjóra
metra og er í eigu Hælsvíkur
hf. í Grindavík.
Fékk
fálkaorðuna
Að venju veitti forseti
Islands fjölmörgum ein-
staklingum heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu
á nýársdag. Þar á meðal
var einn Suðurnesjabúi,
Jón Bjarnason í Vogum,
sem fékk orðuna fyrir
störf að barnaverndar-
málum.
Kærður fyrir
nauðgun
Þrítugur maður var
skömmu fyrir jól kærður
fyrir nauðgun á konu einni í
Keflavík, sem býr í sama
húsi og sá ákærði. Var hann
dæmdur í gæsluvarðhald til
6. jan. sl., og er síðast frétt-
ist hafði hann ekki játað
verknaðinn.
þrettAndagleði
Mikið f]ölmcnni tók þátt i þrettánadgleði sem fram fór í Keflavík sl.
þriðjudagskvöld. bctta er gamall siður sem nú var endurvakinn og var ekki
annnað að sjá en hæjarbúar tækju þvi vel. Að hátíðinni stóðu Karlakórinn,
Skátafélagið, Björgunarsveitin Stakkur, Keflavíkurbær og Tónlistarskól-
inn í Keflavik. Eiga þcssir aðilar bestu þakkir fyrir og vonandi verður þessi
viðburður árlegur. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Félagar úr Hestamannafélaginu Mána riðu í fararbroddi í blysför
frá bæjarskrifstofunum að íþróttavellinuin.
Krakkar og fullorðnir i furðubúningum.
Fólk safnaðist í kringum brcnnuna, sem logaði glatt, og fylgdist
með skemmtiatriðunum. Ljósmyndir: pket.