Víkurfréttir - 08.01.1987, Blaðsíða 22
V/JCUft
fuUlt
Fimmtudagur 8. janúar 1987
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717.
Fiskvinnslufólk á Suðurnesjum:
Námskeið í
stað uppsagna
Nú liggur Ijóst fyrir að
uppsagnir starfsfólks í
fiskvinnslustörfum á Suð-
urnesjum munu ekki
koma til í kjölfar sjó-
mannaverkfallsins eins
og víða annars staðar. Er
ástæðan m.a. sú að fólk
þetta mun sækja nám-
skeið meðan dauði tíminn
er og halda kaupi á með-
an.
Að sögn Guðrúnar
Ólafsdóttur, formanns
Verkakvennatelags
Keflavíkur og Njarðvík-
ur, hófst á þriðjudags-
morgun námskeið sem
standa mun fram í mars-
mánuð. Sækja alls 150
starfsmenn úr fimm
frystihúsum námskeið
þetta og verður þátttak-
endum skipt niður í 10-15
hópa.
Um er að ræða starfs-
fólk það sem er félags-
bundið í VKFKN og er
búsett í Ketlavjk og
Njarðvík og hafði undir-
ritað fastráðningarsamn-
inga nú í haust. Þau fimm
frystihús sem taka þátt í
námskciði þessu eru
Hraðfrystihús Keflavík-
ur h.f., Sjöstjarnan h.f.,
Brynjólfur h.f., Stokka-
vör h.f. og Garðskagi h.f.
Kolbrún Sigurbergsdóttir með nýársbarnið á fæðingardeild Sjúkra-
hússins í Keflavík.
NÝÁRSBARNIÐ
VAR DRENGUR
Nýársbarnið á Suðurnesjum
var drengur. Hann fæddist í
Sjúkrahúsinu í Keflavík kl.
10:27 á nýársdagsmorgun.
Reyndist hann vega 18 merkur
og var 55 cm að lengd.
Foreldrar nýársbarnsins eru
Borgar Jónsson og Kolbrún
Sigurbergsdóttir í Höfnum.
Kolbrún sagði að vel hefði
gengið að koma drengnum í
heiminn, en honum hefði legið
talsvert á og hún orðið léttari
aðeins tíu mínútum eftir að í
sjúkrahúsið kom. „Eg byrjaði
að fá verki um níu-leytið um
morguninn og var komin í
sjúkrahúsið rúmlega tíu. Þetta
var svo allt afstaðið nokkrum
mínútum seinna“, sagði Kol-
brún.
Þau Kolbrún og Borgareiga
3 börn fyrir, tvær stúlkur 10 og
14 ára og einn dreng 5 ára.
Ljósmóðir var Einhildur Ein-
arsdóttir.
ALLTAF
OPINN
SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK
Eldur kom m.a. upp utan við skrifstofuna í húsinu.
Plastgerð Suðurnesja:
Milljönatjón af eldi
Milljónatjón varð í
aldsvoða í Plastgerð Suður-
nesja við Bolafót í Njarð-
vík skömmu fyrir jól. Var
slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja kvatt út snemma
morguns, en þá lagði
þykkan svartan reyk frá
húsinu.
Var ekki mikill eldur í
verksmiðjuhúsinu, en mik-
ill reykur af völdum bruna í
einangrunarplasti á lager
verksmiðjunnar. Þó var
smávægilegur eldur á
a.m.k. þremur stöðum í
húsinu. Gekk slökkvistarf-
ið greiðlega og var höfð
vakt við húsið fram eftir
rnorgni, en hálftíma eftirað
slökkviliðið fór af vettvangi
gaus eldur upp að nýju og
logaði nú upp úr þaki húss-
ins.
Eftir að slökkviliðið
hafði komið á vettvang í
annað sinn var vakt höfð
við húsið fram eftir degi.
Þegar eldurinn kom upp
var lager hússins þétt set-
inn af framleiðslu sem öll
skemmdist svo og annað
sem inni var. Þá urðu mikl-
ar skemmdir á húsinu
sjálfu. Er heildartjónið talið
nema milljónum króna.
Ekki liggur ljóst fyrir um
eldsupptök, en eigendur
telja að brotist hafi verið
inn í húsið og kveikt í því,
en að sögn rannsóknarlög-
reglunnar rennir ekkert
stoðum undir það, þó talið
sé líklegt að eldsupptök séu
af völdum einhvers utanað-
komandi.
Sjúkrahúsið fer
á föst fjárlög
-mál svæfingarlæknis leyst til bráðabirgða
Rekstur Sjúkrahúss
Kellavíkurlæknishéraðs er
um þessar mundir að fara á
föst fjárlög, þ.e. ríkið yfir-
tekur kostnað við rekstur
þess samkvæmt samþykkt-
um Alþingis. Vegna þessa
fer nú fram endurskoðun á
rekstri sjúkrahússins, en
framvegis mun verða greitt
samkvæmt fjölda legurúma
án tillits til nýtingar þeirra.
Einnig mun þetta hafa það í
för með sér að hætt verður
að nýta ganga sjúkrahúss-
ins undir legurúm, því með
þeim verður ekkert greitt.
Að sögn Arndísar Tóm-
asdóttur, varaformanns
stjórnar SK, hefur verið
unnið að því að undanförnu
að endurráða sérfræðinga
til sjúkrahússins og hafa
verið gerðir ráðningar-
samningar við suma þeirra
til þriggja mánaða. Var
auglýst eftir svæfingalækni
í 60% starf og sóttur þrír
læknar af Landakotsspítala
um starfið sameiginlega, en
vildu hafa starfið sem 80%
stöðugildi.
„Vegna þessa hef ég nú
ráðið þá til starfa til að
bjarga málum í einn mánuð
í 80% stöðugildi. Síðan
verðum við að endurskoða
málin því samkvæmt fjár-
lögunum mega aðeins vera
3 stöðugildi á sjúkrahús-
inu“ sagði Arndís í viðtali
við Víkurfréttir.
Starfandi sjúkraliðar
sögðu upp störfum sínum
hjá SK miðað við áramót en
deginum áður tókst sam-
komulag við þá þess efnis
að laun þeirra hækkuðu um
fjóra launaflokka, voru
þrír afturvirkirfrá l.febrú-
ar en sá fjórði afturvirkur
frá 1. september.
Þá sagði Arndís: „Þrátt
fyrir endurskoðun þá sem
nú er framundan varðandi
rekstur sjúkrahússins mun-
um við stefna að því að end-
urbæta þjónustuna við
slysamóttökuna svo og
háls-, nef- og eyrnadeild.
Þannig að þjónustan mun
ekki verða iakari en áður.“