Víkurfréttir - 01.10.1987, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 1. október 1987
Bátur Rikka, Rúna GK, hífður upp úr sjónum. Þetta er annað árið í röð sem
Rúna GK sekkur í höfninni.
Menn bera saman bækur sínar, hvernig best skuli haga björgunaraðgerðum.
Grjótið sem bíður þess að verða notað sem varnargarður. Það gengur undir
nafninu „gullmolarnir" hjá fólkinu í Höfnunum.
mur<
juUiv
mun
iuau
Fimmtudagur október 1987 11
„Höfnin
er
lífæð
byggðar-
lagsins“
- segir Björgvin
Lúthersson i
hafnarnefnd
„Höfnin í Höfnum er líf-
æð byggðarlagsins og ef
engar úrbætur verða gerð-
ar þá er ég hræddur um að
byggðin leggist af hérna'S
sagði Björgvin Lúthers-
son, sent á sæti í hafnar-
nefnd.
Björgvin sagði að ráða-
menn misskildu hvað í
húfi væri, þeir teldu að
höfnin væri fyrir sport-
báta, en það væri regin
misskilningur. „Hér eru
menn með báta af öliu
Reykjanesi og þar ræður
eingöngu nálægð fiski-
m i ð a n n a, s e m e r u
steinsnar undan.
Björgvin sagði að menn
væru í stöðugum ótta með
báta sína ef eiíthvað gerði
al' veðri og yrðu þessir
aðilar þá að vakta
bátana. „Ég get nefnt sem
dæmi að maður úr Hafn-
arfirði var með bát í höfn-
inni þegar hann brast á
með illviðri, og hann var
þegar látinn vita.en þögar
hann náði hingað var bát-
urinn sokkinn“.
Björgvin sagði að vil-
yrði væri fyrir 8.5 miiijón-
um í hafnargerð og hann
lagði áherslu á að meira fé
þyrfti til. Það væri kostn-
aðarsamt að vera að hætta
og byrja aftur og því hefði
liann áhuga á að fá þetta
fjármagn sem á vantaði að
láni í sparisjóðum eða
bönkum.
Rikki í Höfnum kominn niður á bryggju tilbúinn að hefja björgunaraðgerðir á útfallinu. Hann bendir út í brim-
garðinn og handan hans eru Básendar. Er sagt að sundið þar sé alltaf fært. Ljósmyndir: bb.
Ofsabrim í Höfnum á mánudaginn:
TVÆR TRILLUR
SUKKU I HÖFNINNI
Tvær trillur sukku og ein
komst naumlega undan þegar
ofsabrim gerði í Höfnum á
mánudagsmorguninn. Trill-
urnar náðust upp á fjörunni
seinna um daginn og var vöru-
bílskrani notaður til að hífa
bátana upp. Talsverðar
skemmdir urðu á trillunum.
Þröstur Bjarnason, sem
reri á annarri trillunni sem
sökk, lenti í kröppum dansi
þegar hann freistaðist til að
bjarga bátnum og mátti litlu
muna að illa færi.
„Ég var á næturvakt þessa
nótt og hafði hugað að bátn-
um kvöldið áður og þá var allt
með felldu,“ sagði Þröstur.
„Um morguninn, þegar
vinnu lauk, lét ég verða mitt
fyrsta verk að huga að bátn-
um, því veðurspáin var tví-
sýn. Þegar ég kom niður að
hafnargarði sá ég að báturinn
var orðinn hálffullur af sjó.
Ég fór strax um borð og setti
vélina í gang. Ekki var viðlit
að losa landfestarnar með
handafli og ætlaði ég að skera
bátinn frá þegar vélin drap á
sér. I sömu svifum kom brot á
garðinn sem fyllti bátinn og
mér tókst með naumindum
að komast í land, því bátur-
inn sökk í þessum svifum.“
Að sögn sjónarvotta lagði
Þröstur sig í mikla hættu, því
sjór gekk stöðugt yfir hafnar-
garðinn.
Þorkell Guðmundsson á
Nirði GK 71, sem er 6 tonna
dekkbátur, var aðeins fyrr á
ferðinni og honum tókst með
naumindum að komast frá
bryggjunni. „Ég kom niður
að höfn um átta leytið ásamt
Gesti Eggertssyni, sem á bát-
inn með mér,“ sagði Þorkell.
„Þá var farið að gefa yfir
garðinn og ljóst að hverju
stefndi. Ég bað Gest að sleppa
og fara með bílinn í burtu.
Hjá mér var engin hætta á
ferðum eftir að ég komst frá
bryggjunni og ég hefði þess
vegna getað siglt strax inná
Sand. En ákvað hinsvegar að
andæfa og sjá hverju fram
yndi og ég fór ekki fyrr en
báðir bátarnir voru sokknir."
Þorkell sagði að menn væru
orðnir langþreyttir á þessu
ástandi í höfninni. „Éghefátt
viðræður við alþingismenn
um úrbætur, en það verður að
segjast eins og er að hingað til
hef ég talað fyrir daufum eyr-
um hjá þessum mönnum og
er sama hvar þeir eru í
flokki,“ sagði Þorkell enn-
fremur.
Rikki í Höfnum:
Trilla hans
sökk líka
í fyrra
Rikki í Höfnuni átti Rún
GK 40, a^ra trilluna sem
sökk í höfninni í Höfnum á
þriðjudaginn og er þetta
annað árið i röð sem trillan
hans Rikka sekkur í höfn-
inni.
Rikki sagði að hafnar-
aðstaðan væri ekki burðug
og hann væri farinn að
hallast að þeirri skoðun að
það væru meira en Htið
skrítnir menn sem létu sér
detta í hug að vera með
báta í höfninni við þessar
aðstæður.
„Ég var með bátinn
minn tryggðan hjá
Samvinnutryggingum í
fyrra þegar hann sökk en
þeir neituðu að greiða mér
tjónið. Sögðu að haffærn-
iskírteini vantaði. Ég hafði
samband við önnur trygg-
ingarfélög og þar var mér
sagt að þetta væri tylli-
ástæða. Nú er ég tryggður
hjá Tryggingamiðstöðinni
og nú er að sjá hvað
skeður."
Rikki taidi að flot-
bryggja innan við hafnar-
garðinn væri ef til vill lausn
til bráðabirgða en ljóst
væri að úrbætur^yrfti að
gera og það áður en stór-
tjón yrði.
Búið að ná öðrum bátnum upp og Þröstur vinnur við að koma
böndum undir hann.
Þröstur Bjarnason, sem komst í hann krappan þegar hann reyndi að koma bát sínum undan.
„Okkur er full alvara
með höfnina“
- segir Þórarinn St. Sigurðsson, sveitarstjóri
„Því miður verða óhöpp
eins og þessi alltof oft hér í
höfninni", sagði Þórarinn
St. Sigurðsson, sveitarstj.
og formaður hafnarnefnd-
ar í Höfnum. Þórarinn
sagði að Hafnamenn hefðu
þegar sýnt í verki að þeim
væri alvara með að fá
bætta hafnaraðstöðu með
því að kaupa að mikið
magn af stórgrýti sem kom
úr grunni nýju flugstöðv-
arinnar.
„Við erum komnir á
blað hjá því opinbera og
vonumst til að fá fjár-
magn á næsta ári til að
hefja framkvæmdir og
síðan haldið verkinu á-
fram á næstu þremur ár-
um“.
Þórarinn sagði að menn
áætluðu að stórgrýtið sem
ekið hefði verið úr grunni
flugstöðvarinnar myndi
fara langt í gerð varnar-
garðs sjávar megin við
hafnargarðinn. En fjár-
skortur hindraði þá í að
hefja framkvæmdir.
SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK
- Alltaf að hugsa um sína -
OPINN ALLAN
SÓLARHRINGINN