Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 01.10.1987, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 01.10.1987, Blaðsíða 1
LfiNDSBöKftSPlFI' HVERFISGöTU 101 REYKJfiVl I Alvarlegt ástand í frystihúsunum: „Vil konur varnarliðs- manna I vinnu“ - „Ástandið voðalegt“, segir Júlíus Rafnsson, fiskverkandi í Njarðvík „Okkur hefur gengið ákaflega erfiðlega að fá fólk til starfa, ástandið er aldeil- is voðalegt og við stöndum ekki undir því til lengdar", sagði Júlíus Rafnsson hjá frystihúsi R.A. Pétursson í Njarðvík. Frystihúsið er eitt vélvæddasta frystihús lands- ins og sagði Júlíus að það kallaði á ákveðinn fjölda af fólki, ef það fengist ekki þá væri ekki hægt að halda starfseminni áfram. „Ég veit að þannig er ástatt hjá fleiri fiskverkend- um og mér er kunnugt um annað fyrirtæki hér í Njarðvík sem starfar aðeins með 20% afköstum. Fólk hefur ekki skilað sér úr sumarleyfum og þegar skólafólkið hætti um síð- ustu mánaðamót hefur hús- ið verið hálf tómt og nú eru aðeins þrjár konur starf- andi hjá mér eftir hádegi. Júlíus Kafnsson í mannlausum vinnslusalnum. I Ijá honurn liefur vélvæðingin hafið innreið sína, sem kallar á lágmarks vinnuafl. Eftir hádegi hefur hann aðeins þrjár konur í vinnu. Ljósm.: bb. Við greiðum síst verri laun til kvenna en þær fá á Kefla- víkurflugvelli, en af ein- hverjum ástæðum kjósa jrær heldur að vinna á vell- inunT'. Júlíus sagði að hugmynd- ir hefðu verið um að snúa þessu dæmi við og fá konur hermanna til að starfa við fiskvinnsluna. Samkvæmt upplýsingum sent við höf- unt frá atvinnumiðlun á Keflavíkurflugvelli er meiri eftirspurn eftir vinnu hjá þessum konum en hægt er að anna, og því datt ntér í hug að bjóða þessunt kon- um vinnu við fiskvinnsl- una“. Hjá R.A. Péturssyni er fiskinum vakum-pakkað í 340göskjuroghefurfrysti- I húsið ekki haft undan. I Framleiðslan fer bæði á I markað innanlands og I erlendis. Nú er búið að I hanna nýtt útlit á öskjurn- | ar og sagði Júlíus að það | gæti haft aivarlegar afleið- | ingar ef ekki yrði hægt að | halda markaðinum gang- | andi. | Örn KE fékk verðlaunin Örn KE 13 var fyrsta ís- lenska loðnuveiðiskipið sem kom með loðnu að landi á ný- hafinni loðnuvertíð. Kom hann með 700 tonn til Krossaness á miðvikudag í síðustu viku. Fyrir þetta fékk hann sér- stök verðlaun sem falla átti í hlut þess báts sem kæmi með fyrstu loðnuna til verksmiðj- unnar. Um var að ræða mun meira verð á hvert tonn en annars verður greitt. Erill hjá lögreglu Mikill erill var hjá lögregl- unni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu um síðustu helgi, að sögn Karls Her- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns. Var ölvun mikil sem sýndi sig best með því að 5 ökumenn voru teknir, grun- aðir um ölvun við akstur. Þá var nokkuð um skemmdarverk, þar sem ölv- aðir aðilar virðast hafa fengið útrás með því að ráðast á dauða hluti og þurfti lögregl- an að hafa afskipti af fjórum slíkum tilfellum um helgina. Um var að ræða rúðubrot í verslunum, árásir á loftnet og spegla á bifreiðum og þeir skemmdir og annað þvíum- líkt. Lionsmenn kveikja á perunni Hin árlega perusala Lionsklúbbs Keflavíkur verður á morg- un, föstudag. Munu Lionsfélagar ganga í hús og bjóða perurnar til sölu. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til líknarmála hjá klúbbnum. Á myndinni að ofan er formaður fjáröflunarnefndar klúbbsins, Ellert Eiríksson, tilbúinn að „kveikja á perunni“. Ljósm.: pket. Vatnsleysustrandarhreppur: Lét fjarlægja 10 sumarbústaða- „skrifli“ Sumarbústaðir í Hvassa- hrauni, en innan lögsagnar- umdæmis Vatnsleysustrand- arhrepps, að falli komnirogí mikilli óreiðu, hafa lengi verið þyrnir í augum ýmissa umhverfissinna undanfarin ár. Nú hefur orðið breyting þarna á því sveitarfélagið nefur haft forgöngu um að tíu bústaðir og einar bruna- rústir á svæði þessu hafa nú verið fjarlægðar. Sagði Vilhjálmur Gríms- son, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps, í samtali við blaðið, að mál þetta væri búið að vera í umræðunni all- lengi. í vor var samþykkt bókun um málið í bygginga- nefnd hreppsins og í fram- haldi af því samþykkt hreppsnefndin að hrinda í framkvæmd hreinsun á þessu og var honum og Brynjólfi Guðmundssyni byggingafulltrúa falið að koma málinu í gegn. Gerði Brynjólfur síðan skrá yfir viðkomandi bústaði og eftir mikla vinnu náði hann að grafa upp hverjir eigendur þeirra voru. Eftir að gengið hefði verið frá þessu var leitað tilboða og síðan samið við Ásverk hf. um að íjarlægja hússkrifli þessi fyrir 160-170 þúsund, og átti verkinu að ljúka í þessari viku. Sagði Vilhjálmur að mörg þessara húsa og raunar öll, hefðu verið í því ástandi að þau töldust ónýt. Hefðu þetta nánast verið hjallar, sumt gluggalaust og galopið. Auk hreinsunarinnar í Hvassahrauni var einnig fjarlægt eitt hús við Brunna- staði, hús sem sértrúarsöfn- uður byggði á sínum tíma sem guðshús, en grotnað hefur niður. Ennfremur sagði hann að hreppsnefndin myndi gera tilraun til að innheimta hjá eigendum bústaðanna, þann kostnað sem af hreinsun þessari hlaust.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.