Víkurfréttir - 01.10.1987, Blaðsíða 9
\)iKur<
jutíit
Fimmtudagur 1. október 1987 9
Erobikk á Perlunni:
„Frjálsu tímarnir
eru vinsælastir^
- segir Björk Birgisdóttir Olsen, leiðbeinandi í erobikk, sem
nýkomin er af námskeiði frá Bandaríkjunum
,,Þetta var mjögskemmti-
legt og jafnframt erfitt. Góð
undirstaða mín, sem ég
hafði fengið um vöðvastarf-
semina, í Fjölbraut, kom að
góðum notum. Auk þess að
kenna sjálft erobikkið var
lögð mikil áhersla á að
kenna allt um vöðvastarf-
semi líkamans,“ sagði Björk
Birgisdóttir Olsen, leiðbein-
andi í erobikki en hún er ný-
komin heim frá New York,
þar sem hún sótti námskeið í
Jacobs Javits Convention
skólanum, sem þykir mjög
erfiður.
„Við þurftum að vakna
kl. 6 á morgnana og vorum
að til kl. 10 á kvöldin, bæði í
æfingum og svo voru fyrir-
lestrar á milli. A hverjum
degi þurftum við að taka
próf,“ sagði Björk ennfrem-
ur en hún hefur einnig sótt 2
mánaða leiðbeinendanám-
skeið hjá Jónínu Benedikts-
dóttur. Hún stefnir síðan á
að halda út í sama skóla
næsta haust og taka það sem
á vantar til að öðlast kenn-
araréttindi í erobikki. A
námskeiðinu í New York
núna fór hún í gegnum þrjú
stig, fyrsta og annað stig í
þolþjálfun og svo þriðja stig,
sem er erobikk með lóðum
og er það nýjasta í þessu.
Þess má einnig geta að Þrek-
miðstöðin Perlan stefnir að
því að senda aðra stúlku
með Björk í skólann næsta
haust. Sagði Birgir Olsen,
faðir Bjarkar og eigandi
Perlunnar, að þau væru
byrjuð að leita að réttu
stúlkunni. „Við leggjum
áherslu á að hafa vana leið-
beinendur og góða
aðstöðu," sagði Birgir en
fljótlega tekur Perlan í notk-
un nýjan leikfimisal. Perlan
er með mjög góða líkams-
ræktar- og lyftingaaðstöðu
svo og sex ljósabekki og
góða baðaðstöðu en allt
þetta er að Hafnargötu 32 í
Keflavík.
Björk, sem var leiðbein-
andi á erobikk-námskeiðinu
í fyrra, sagði að innritun í ný
námskeið væri hafin. Yrði
boðið upp á sér kvenna- og
karlatíma og einnig bland-
aða tíma. Frjálsir tímar
verða á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum
en þá getur fólk „droppað
inn“ í einn og einn tíma,
eftir hvernig hentar hjá því.
„Það var mjog vinsælt í
fyrra og hentar vel vakta-
vinnufólki, sem vill líka
halda sér í góðri þjálfun,“
sagði Björk.
Ljósm.: pket.
Björk Birgisdóttir Olsen, erobikk-leiðbeinandi, í kunnugri stellingu.
Einnig hinar vinsælu PANDA-úlpur.
SPORTBÚÐ ÓSKARS
VIÐ VATNSNESTORG - SÍMI 14922
Með oflitla
möskva í
trollinu
Áhöfn varðskipsins Týs
stóð vélbátinn Þórkötlu GK
97 frá Grindavík að togveið-
um með ólögleg veiðarfæri
síðasta laugardag. Var bátur-
inn þá staddur u.þ.b. 8 sjómíl-
ur suður af Eldey.
Möskvarnir í trollpokan-
um mældust 145 millimetrar
en lögboðin möskvastærð á
þessu veiðisvæði er 155 milli-
metrar. Var skipið fært til
hafnar í Grindavík.
Að sögn John Hill, lög-
reglufulltrúa hjá rannsóknar-
lögreglunni í Keflavík, sem
fékk málið til meðferðar, hef-
ur skipstjórinn játað brot sitt.
VETRARDEKK
í öllum stærðum og gerðum.
Fyrlr þá sem velja
þaö besta.
X
C
J3
NORÐDEKK
OHTSU 0g u&Ilken
Odýr
gæðadekk
ð
Aðalstöðin
Hjólbarðaþjónustan - Sími 11516