Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 6
VflWJR 6 Fimmtudagur 5. nóvember 1987 Getraunir „Er óánægður með mína menn“ „Eg er óánægður með mína menn í Man. Utd., þeirgeta miklu meira“, segir næsti tippari, ungur að árum og kemur úr Grindavík. Bjarki Guðmundsson heitir hann og er aðeins 14 ára grunnskólanemi. „Við vorum saman þrír félagar í fyrra og tippuðum þá mikið - og vorum einnig að selja miða. Nú erum við hins vegar ekki að selja og kannski þess vegna höfum við tippað miklu minna. Við unnum sameiginlega einu sinni í fyrra á 11 rétta og það var all sögulegt. Þá fékk ég líka og annar okkar þriggja, 11 rétta, pabbi fékk 11 rétta og svo fylltum við út sarnan miða fyrir mann úti 1 bæ og hann fékk líka 11 rétta, samtals 5 miðar tengdir okkur. Vinningurinn var þó ekki hár, aðeins 408 krónur á miða“, sagði Bjarki Guð- mundsson. Heildarspá Bjarka: Charlton - Norwich ..... 2 Luton - Newcastle ...... 1 Wimbledon - Sout'pton ... 1 Barnsley - Bradford .... X Blackburn - Oldham ..... 1 Bournemouth - Cr. Palace X Hull - Birmingham ...... 2 Ipswich - Reading ...... 1 Leeds - Shrewsbury ..... 1 Leicester - Swindon .... 1 Sheff. Utd. - Middlesbro . . 2 Stoke - W.B.A........ X Þingmaðurinn með þrjá rétta Jóhann Einvarðsson, framsóknarþingmaður, var ekki heppinn, fékk aðeins 3 rétta, enda mörg úrslit frekar óvænt. Staðan er því óbreytt, Sævar Júlíusson og Jón Halldórsson efstir nteð 8 rétta, Jóhann Ben., Jóhannes Ellerts og As- björn Jónsson koma næstir með 7 rétta hver . . . TEKKAREIKNINGUR SPARISJÓÐSINS NÝTT UTLIT YFIRDRÁTTARHEIMILD HÆRRI VEXTIR LAUNALÁN HRAÐBANKI NAFNÁPRENTUN SPARISJÓÐURINN leggur áherslu á skjóta og lipra afgreiðslu. Hafðu samband við starfsfólk okkar, sem veitir þér allar nánari upplýsingar um SÉR-TÉKKAREIKNING SPARISJÓÐSINS. SPARISJOÐURINN — fyrir þig og þína.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.