Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 05.11.1987, Blaðsíða 19
\)mr< jutíH Fimmtudagur 5. nóvember 1987 19 WDtflldE) U V U Movie Lítil, létt og einföld, en mjög fullkomin video upptökuvél - með „auto-focus“ og 200 mm linsu . . . Nú fyrir skömmu var haldin stærðfræðikeppni á vegum framhaldsskólanna um land allt. Er hún jiður í vali á lands- liði sem keppa mun fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum í stærðfræði, sem haldnir verða í Astralíu á næsta ári. Það er skemmst frá bví að seeia að 17 ára nemandi í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Ólafur Örn Jónsson, tryggði sér rétt í hóp þeirra 30 bestu sem þátt taka í úrslitum keppninnar um fjög- ur efstu sætin í landsliðinu. „Já, þessi keppni var hald- in 13. okt. í öllum framhalds- skólum landsins og var henni skipt niður í tvö stig, efra og neðra. Eg var á neðra stigi, þar sem nemendur eru á fyrstu tveimur árum námsins en efra stigið var fyrir þá lengra komna. Keppendur voru í heild á fjórða hundrað og endaði ég í fjórða sæti á neðra stigi,“ sagði Ólafur Örn í samtali við Víkurfrétt- ir. Hvernig var prófið síðan UPP byggt? „I fyrsta lagi máttum við ekki nota reiknivélar. Dæm- in voru þó nokkuð erfið, mikið um flatarmál og rúm- mál og í raun mætti lýsa þessu bara sem stærðfræði- þrautum. Við fengum tvær klst. til að leysa dæmin en mér skilst á þeim sem sömdu þau að það sé ekki ætlast til að venjulegur maður klári þetta enda voru ein fjögur þyngdarstig á dæmunum. I þokkabót eru þau langt fyrir utan námsefnið þó svo nokkrir skólar hafi kennt sérstaklega fyrir þetta próf. En ég get sagt þér það að prófið í úrslitunum verður all miklu þyngra en þetta vegna þess að þá verðum við með þeim af efra stiginu svo að maður verður að leggja sig allan fram ef ekki á að verma botnsætið. Eg vona bara að ég fái aðstoð frá kennaranum mínum og skólanum til að geta lagt allt mrtt fram í þess- ari hörðu keppni." Hefur stærðfræðin ávallt verið auðveld í meðförum hjá þér? „Já, það má segja að hún hafi legið mjög vel við alveg frá því í grunnskóla. Síðan um 13 ára aldurinn fékk ég einkatölvu til að kljást við og í forrituninni ertu mikið að fást við stærðfræðina svo að allt hefur þetta hjálpað til við árangurinn. Annars hefur áhuginn alltaf verið til staðar og það er aðalatriðið.“ Ætlarðu e.t.v. að leggja þessa grein fyrir þig í fram- tíðinni? „Eg veit það ekki ennþá, það fer allt eftir því hvernig mér gepgur að meðhöndla hana. Eg ætla að reyna að gera mitt besta í úrslitunum í mars enda verða þar stór- kostleg „séní“ sem maður keppir við. Annars finnst mér stærðfræðin í Háskólan- um „ópraktískur" valkostur VOGABÚAR, ATHUGIÐ! BREYTT SÍMANÚMER f AFGREIÐSLU OKKAR: 46604 ein og sér en hún gæti hjálpað þér í verkfræði og álíka fræð- um. Yfir höfuð gerast þeir, sem náð hafa háskólaprófi í stærðfræði, kennarar, land- flótta eða hreinlega fara yfir um svo að af mörgu er að taka,“ sagði þessi bráðskýri talnasérfræðingur að lokum. Við hjá Víkurfréttum ósk- um honum góðs gengis í úr- slitakeppninni. V. Ket. Aðeins kr. 85.100.- LiU’inn Hafnargötu 35- Keflavík - Simi 13634 Fyrirtæki stofnað um skelfiskvinnslu Þeir félagar, sem undan- farin misseri hafa verið með tilraunavinnslu á kuðungi og öðrum skeldýrum, hafa nú stofnað sérstakt hlutafélag um reksturinn með heimili í Keflavík. Nafn þess er Is- lenskur skelfiskur h.f. ÚTVEGSBANKI fSLANDS STÆRÐFRÆÐIN í UPPÁHALDI - segir Ólafur Örn Jónsson, nemi í Fjölbrautaskólanum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.