Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 4
\>ÍKUK 4 Fimmtudagur 7. janúar 1988 jUUU BiTreið |>ess ölvaða har þess sannarlega merki að ekið hal'ði verið hæði á bilreið og steypla girðingu. Ljósm.: epj. Þræðirnir standa út úr brotnu stöfunum. Ljósm.: hbb/Garði Ók á kyrrstæða bifreið og slðan inn á næstu lóð Aðfaranótt miðvikudags- ins 30. desember ók ölvaður ökumaður sendiferðabil'reið- ar á aðra kyrrstæða sendibif- reið við Hringbraut í Keíla- vík. Sú bifreið kastaðistsíðan á fólksbifreið, en bifreið þess ölvaða hafnaði að lokurn á steyptu grindverki og að lokum inn á lóð hússins nr. 65 við Hringbraut. Voru vitni að árekstri þessum og aksturslagi öku- mannsins langleiðina frá Sandgerði og hafði hann þá ekið mikið á öfugum vegar- helmingi. Þegar að var komið var ökumaðurinn öfurölvi og ekki viðræðuhæf- ur. Var hann fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík, en hann hafði hlotið mar og sntávægilega skurði. Báðir sendiferðabílarnir eru ónýtir e n fó I k s b í 11 i n n m i n n a skemmdur. Þessi bifreið er einnig ónýt. ttrekuð skemmdar- verk við Sparisjóðinn „Gengur ekki öllu lengur“, segir Margrét Lilja Valdimarsdóttir, deildarstjóri útibúsins í Garði Að undanförnu hefur bor- ið mikið á skemmdarverkum á ljósaskilti við Sparisjóðinn í Garði. Hafa stafir ítrekað verið brotnir en í skiltinu eru 14 stafir og kostar hver þeirra hátt á 5. þúsund krón- ur. Sagði Margrét Lilja Valdi- marsdóttir, deildarstjóri Sparisjóðsins í Garði, í sam- tali við blaðið, að skemmdar- verk þessi hefðu keyrt um þverbak nú um jólin, því skömmu fyrir jól var gert við skiltið og er starfsfólk mætti til vinnu milli jóla og nýárs var búið að brjóta 11 stafi af 14. Auk þess hafði renna ut- an á húsinu verið brotin og það litla, sem ekki hafði þeg- ar verið skemmt af gróðrin- um við húsið, verið rifið upp og hent upp á þak. „Virðist því hafa verið genginn þarna berserksgang- ur yfir jólin,“ sagði Margrét Lilja. Bætti hún síðan við að þetta gæti ekki gengið svona öllu lengur og undir þau orð tökum við og skorum á Garðmenn að aðstoða við að uppræta skemmdarverk þessi. Höfum opnað eftir gagngerar breytingar nýtt og betra bakarí að Hafnargötu 31 Ný brciuð og kökur (nýjar uppskriftir) beint úr ofninum, ljútíengt og gott. Verið velkomin Opið alla daga til 18. Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-16 Veislubakkelsi og huggulegheit um helgar. mm Hafnargötu 31 - Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.