Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 6
\>iKun 6 Fimmtudagur 7. janúar 1988 Siglingafræði Námskeið í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst þriðjudaginn 12. janúar. Þorsteinn Kristinsson, sími 11609 Beitingamenn vantar á bát frá Keflavík. Upplýsingar í síma 27168 og 27027. Beitusíld - Smokkur Höfum til sölu úrvals beitusíld og beitu- smokk. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 14666. BRYNJÓLFUR HF., Njarðvfk Enskukennsla Enskukennsla hefst um miðjan janúar. Erla, sími 12872 á kvöldin og um helgar. Nýi hjóna- klúbburinn heldur sinn vinsæla áramótadansleik í Stapa, laugardaginn 9. janúar kl. 21. Allt hjónafólk velkomið. Miðapantanir og upplýsingar í símum 12464 og 13722. Stjórnin Byggðasafn Suðurnesja WMW'Æ Opið á laugardögum kl. 14-16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Þakkir Eg vil þakka öllum þeim sem glöddu mig með heim- sóknum oggjöfum á 80 ára af- mœli mínu þann 14. des. s/., og sendi þeim hugheilar óskir um farsœ/d á komandi ári. AÐALHEIÐUR ERIÐRIKSDÓTTIR JENSEN Orðvar Lognið á undan storminum Gleðilegt staðgreiðsluár, með þökk fyrir skattlausa árið, sem að skaðlausu hefði mátt vera nokkrum mánuð- um lengra, því aldrei kemur það aftur. Arið 1988 mun að ýmsu leyti verða frábrugðið síð- asta ári. Nú fleygja landsmenn gamla góða nafn- númcrinu sínu, sem tók marga langan tíma að læra og nmna. En númerslaus getur enginn maður verið á þessari tölvuöld, svo tekin verður upp „kennitala", þ.e. nýtt orð yfir nafnnúmer. „Kennitalan“ byggist á fæð- ingardegi, mánuði og ári, t.d. 07-01-88. Næst kemur tveggja stafa raðtala og síðan er níundi stafurinn svokölluð vartala, nokkur konar öryggistala. Hún er reiknuð út frá tölunum átta, sem á undan eru, eftir ákveðinni formúlu sem enginn hefur treyst sér til að útskýra nánar, en á að koma í veg fyrir að rangar tölur séu slegnar inn í tölvur. Tíundi tölustafurinn er ekki síður merkilegri en allir hinir. Hann táknar nefnilega öldina, sem viðkomandi er fæddur á. Þeir sem fæddust fyrir síðustu aldamót hafa ,því töluna 8 síðast. Þeir sem fæddust og fæðast vonandi á þcssari öld fá töiuna 9 aftast. Þeir sem fæðast svo eftir árið 2000 bera því töluna 0, þ.e.a.s. ef við verð- um þá ekki komin með nýtt og fullkomnara kerfi til að vita hver maður í raun og veru er. Trúlega er vandinn ekki mikill hér á landi miðað við milljónaþjóðirnar, sem verða að nota 15-20 tölustafi í „kennitölurnar“. Allir sem náð hafa 16 ára aldri hafa fengið send heim gul og græn skattkort og aukaskattkort með öllum helstu persónuupplýsingum, s.s. skattahlutfalii og mán- aðarlegum persónuafslætti, sem skráður er kr. 13.607. En skylt er að vara fólk við því að taka of alvarlega það sem þar stendur. Jólin gerðu nefnilega strik í reikninginn og breyttu persónuaflsættin- um í kr. 14.797. Stöðullinn breyttist einfaldlega í 1.8745?? Skattkortið leysir inenn samt ekki undan þeim höfuð- verk að skila skattframtali árlega með svipuðu móti og hingað til. í árslok fer fram álagning og uppgjör stað- greiðslu. Þegar sú fjárhæð, sem staðgreidd hefur verið á árinu, er borin saman við endanlega álagningu tekju- skatts og útsvars, kemur svindlið í ljós, þ.e.a.s. hvort gjöldin hafi verið of eða vanreiknuð. Fólk má því búast við endurgreiðslum á olborguðum sköttum með lánskjaravísitölu í allt að 18 mánuði eftir að til þeirra var stofnað. Kerfið er dálítið seinvirkt á þann veginn. Það er eitthvað sænskt við þetta allt saman. 1 framhaldi af ofanrituðu hefur Innkaupatofnun ríkis- ins samið um kaup á 3.500 Apple-tölvum til þess að kenna allri þjóðinni að nota þessar nýju „kennitölur“ á öll opinber plögg í framtíð- inni. Tölvur verða því fyrr en nokkurn grunaði,jafnómiss- andi og úrið sem við berum á úlnliðnum. Þetta er nokkuð þung lesning, en vonandi eru menn farnir að hressast svo eftir áramótaskaupið, að þeir geti litið framtíðina björtum augum. Nú vitum við líka að skattlausa árið var bara lognið á undan storminum. Orðvar Sjúkra- húsið selur Faxa- braut 27 Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs hefur selt efri hæðina að Faxabraut 12 í Keflavík fyrir 1.200.000 kr. Hefur stjórn SK samþykkt sölu þessa. Umrædd gjöf komst í eigu sjúkrahússins er Þorgerður Einarsdóttir arfleiddi sjúkra- húsið að efri hæðinni og Kefl- avíkurbæ að þeirri neðri, eft- ir sinn dag. Þorgerður lést á síðasta ári. Jarl fékk bæjar- ábyrgð Bæjarráð Keflavíkuy hefur samþykkt að veita Utgerð- arfélaginu Jarl h.f. bæjar- ábyrgð að upphæð 11 mill- jónir að því tilskyldu að eig- endur leggi fram fullnægj- andi baktryggingar sem bæj- arráð metur gildar. Er þetta gert vegna kaupa á nýsmíði frá Stálvík sem væntanleg er innan tíðar. ■V^ Getraunir „Fékk jólaglaðning“ „Ég hef fylgst með ensku knattspyrnunni frá því ég var polli og hef í rnörg ár alltaf spilað í getraunum", segir næsti spekingur, Annel Þorkelsson, starfsmaður hjá Höfnum hf. Annel er einn af „gömlu" vesturbæingunum þar sem fót- boltinn réð ríkjum rneðal strákanna. „Við erurn alltaf saman, ég og Rúnar bróðir. Okkur hefur gengið upp og ofan, vinnum alltaf af og til og fengum smá jólaglaðning núna. Við fengum 11 rétta á s'tóra pottinn, misstum að vísu af þeim stóra, klikkuðum á Watford og urðum af nokkrum milljónum. Uppáhaldslið? Jú, ég ereins og síðasti tippari, hann Axel, held með Ulfunum, já, já, við erum á uppleið, förum upp í 3. deild næst og verðum komnir á toppinn fyrr en varir", sagði Annel Þorkelsson. Heildarspá Annels: Blackburn - Portsmouth .. 1 Derbv - Chelsea ..... X Huddersfield - Man. City . 2 Leeds - Aston Villa . 2 Newcastle - Cr. Palace ... 1 Oldham - Tottenham .... X Rcading - Southampton ... 2 | Sheff. Wed. - Everton ... X Stoke - Liverpool ... 2 Svindon - Norwich ... 1 Watford - Hull ...... 2 West Ham - Charlton .... 1 _____ -fi Axel fékk þrjá Hinn Wolves-aðdáandinn, Axel Nikulásson, gerði ekki stóra hluti, fékk aðeins þrjá rétta. Nú er bara að sjá hvað Annel gerir. En hugsið ykkur tilviljunina, að hitta á tvo Ulfa-aðdáendur í röð, - ótrúlegt. Staðan á toppi er óbreytt, Jón Halldórsson og Sævar Júlíusson eru enn efstir með 8 rétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.