Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 13
\>iKun jUOU Frá brunanum við íþróttavöllinn. Ljósm.: pkec. Keflavík: Tvö brunaútköll um hátíðarnar Milli jóla og nýárs var slökkvilið Brunavarna Suð- urncsja kallað út tvisvar vegna elds. Aðfaranótt 3. í jólum var fyrra útkallið. Var þá um að ræða lausan eld í verbúð Keflavíkur hf. að Duusgötu 3 í Keflavík. Þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang logaði í rúmföt- um manns, sem var illa haldinn sökum reykeitrunar. Var hann fluttur í Sjúkra- húsið í Keflavík þar sem hann dvaldi í nokkra daga. I verbúð þessari bjuggu þrír menn og varð einn þeirra var við reykjarsvælu um mið- nætti. Kom þá í ljós við nán- ari athugun að reykurinn kom úr einu herbergjanna á 2. hæð. Þegar maðurinn komst ekki inn í herbergið sökum þess að íbúi þess vildi ekki opna það, kallaði hann út lögreglu og slökkvilið. Slökkvistarf tók skamma stund og tjónið varð frekar lítið. Þá var slökkviliðið kallað út að klósettskálanum við íþróttavöllinn í Keflavík þann 29. des. Logaði þar út úr öðrum enda hússins er komið var á vettvang. Er talið að um íkveikju hafi þar verið að ræða. Tjón varð nokkuð, en áður en eldurinn kom upp var búið að brjóta öll hreinlætistæki í þessum enda. Auk þessara tveggja útkalla sem allt slökkviliðið var kvatt út, var fenginn einn bíll frá liðinu til að slökkva sinueld í Höfnum síðasta laugardag, auk þess sem menn frá liðinu voru fengnir til að standa vaktir við tvær jólatrésskemmtanir. Flugeldasala á Suðurnesjum: ðvlða strangara eftirlit Að sögn Karls Hermanns- sonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Keflavík, er óvíða strangara eftirlit með sölu flugelda en hér á Suðurnesj- um. Sagði hann sem dæmi að eldvarnaeftirlitið í Keflavík væri mun strangara í þessum efnum en t.d. í Reykjavík. Sem dæmi þar um voru gerð- ar upptækar rakettur hér sem leyfðar eru annars stað- ar. Um var að ræða nýja gerð sem innihélt 8-9 kínverja, auk þess sem hún stóð á plastfæti sem auðveldlega gat oltið um koll. Sagði hann það slæmt að við innflutning á skoteldum væri ekki fylgst nægjanlega vel með að flugeldarnir full- nægðu skilyrðum um fram- leiðsludag og leiðbeiningar. Kæmi því fyrir að ffugeldar þeir sem fluttir væru inn væru of gamlir. Þá kom fram hjá Karli að mjög góð framkvæmd hefði verið hjá söluaðilum hér á Suðurnesjum, þó þeir í Sand- gerði hefðu verið öðrum til fyrirmyndar og t.d. haft vakt yfir birgðunum meðan þær voru til staðar. Fimmtudagur 7. janúar 1988 13 SUÐURNE S JAMENN TAKIÐ EFTIR! Ný námskeið í leikfimi hefjast 11. jan. Erobikk fyrir alla aldurshópa, jafnt konur sem karla. Þreksalurinn opinn 8-23 alla daga. Innritun og upplýsingar í síma 14455. PERLAN Hafnargölu 32 Keflavik Sími 13155 ÞREKMIÐSTÖÐ - SÓLBAÐSSTOFA TRAFFIC AUGLÝSIR - TRAFFIC AUGLÝSIR - TRAFFIC AUGLÝSIR ÚTSALAN er hafin hjá okkur. Mikil Gerið góð kaup. TRAFFIC Hafnargötu 32 Keflavik Simi 11235 Tónlistarskólinn í Keflavík Láttu verða af því. . . núna! Hversu lengi hefur þig ekki langað til að læra á píanó, gitar eða að syngja? Nú eftir áramótin tökum við inn nýja nemendur i eftirtöldum greinum: a) Píanó / orgel í öldungadeild. Kennt seinni part dags í 4-5 manna hópum tvisvar í viku í 45 mín. í einu. Kennd verða undirstöðuatriði i hljóðfæraleik og nótna- lestri. b) Söngur. Kennt i einkatímum 2x30 mín. á viku. Gef- um nýjum nemendum kost á að prófa i 2-3 tíma án skuldbindinga. c) Gítar. Kvöldnámskeið einu sinni í viku i 6 vikur. Kennsla hefst i lok janúar ef næg þátttaka fæst. Kennd verða svokölluð ,,vinnukonugripil og kennsla miðuð við byrjendur. d) Annað. Getum bætt við okkur nýjum nemendum á málmblásturshljóðfæri, t.d. túbu, básúnu, horn o.fl. á aldrinum 10-14 ára, og einnig 2 píanónemendum. e) Umsóknareyðublöð liggja frammi í skólanum að Austurgötu 13 og þurfa að berast fyrir 15. janúar 1988. Skólastjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.