Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 1
Varnarmálanefnd: Suðurnesja- menn í meiri- hluta í fyrsta skipti Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra, hefur skipað tvo Suðurnesjamenn í varnarmálanefnd utanríkis- ráðuneytisins, þá Pál Jónsson sparisjóðsstjóra og Olaf Björnsson fyrrum bæj- arfulltrúa. Með tilnefningu þessara manna hafa Suður- nesjamenn nú í fyrsta skipti meirihluta í nefndinni, en hún er ráðgjafarnefnd fyrir utanríkisráðuneytið. Tveir Suðurnesjamenn voru fyrir í nefndinni, Finnbogi Björns- son oddviti í Garði og Valtýr Guðjónsson fyrrum fjár- málastjóri, sem dettur út. Aðrir í nefndinni eru Höskuldur Olafsson banka- stjóri og Hallgrímur Dal- berg ráðuneytisstjóri félags- nrálaráðuneytisins. Þor- steinn Ingólfsson skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins veitir nefndinni forstöðu. Vildi Islending- ana burt Nýr yfirmaður Officera- klúbbsins á Keflavíkur- flugvelli hugðist nýlega breyta vinnutíma starfs- manna klúbbsins og ráða kana til starfa í stað Is- lendinga í hluta af opnunartímanum. Slík staða kemur oft upp eftir yfirmannaskipti hjá Varn- arliðinu, aðsögnGuðrún- ar Olafsdóttur, formanns Verkakvennafélagsins. Var Islendingunum sagt upp starfi með þriggja mán- aða fyrirvara, svo hægt væri að koma unrræddri breytir.gu á. Sagði Guðrún að haldnir hefðu verið tveir fundir um málið og væri nú búið að snúa því til baka á ný. Félagið hefur engu að síður óskað eftir fundi með Varnarmála- nefnd til að fyrirbyggja mál sem þetta. OUUMENGAD GRUNNVATN Við áframhaldandi rann- sóknir á því svæði sem olían fór niður, ofan við Njarðvík á dögunum, hefur komið í ljós að jarðvegurinn hélt ekki olí- unni og hefur hún því kom- ist ofan í grunnvatnið og mengað það. Hafa Njarðvík- ingar þegar lokað einni bor- holu í öryggisskyni. Þó yfirvöld vonist nú til að straumar liggi þannig að olí- an berist til sjávar, eru aðilar þó viðbúnir því versta og leggjast því allir á eitt til að bjarga vatnsbólunr Njarð- víkinga og hugsanlega Kefi- víkinga, að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, heilbrigð- isfulltrúa. Þær lausnir sem menn sjá helst í stöðunni er að fiytja vatnsbólin út fyrir byggðina, sem að sjálfsögðu er lang- tímasjónarmið. Nú er fylgst mjöggaumgæfilega með ferli olíumengunarinnar en mjög erfitt erað gera sérgrein fyrir því hvað nrengunin verði fijót að komast í borholurn- ar. Er talið að það geti allt eins tekið nokkur ár og þá marga tugi ára að hreinsast aftur. NÝJU ÁRI FAGNAÐ Tívolíbombur urðu mönnum að skaða þegar gamla árið var kvatt. A myndinni er ein slík ný sprungin, aðeins nokkrum metrum fyrir ofan manninn. Nú er búið að banna þessar áramóta- bombur. Eins og sjá má munaði ekki miklu að illa færi. En hvað um það, Víkur-fréttir færa lesendum sínum og Suðurnesjamönnum öllum bestu nýársóskir með von um að nýtt ár færi þeim gæfu og gengi. Ljósm.: pkct. Líkur eru nú taldar á að ekkert verði úr kaupum Eld- eyjar h.f. á Arnarnesinu ÍS. Strandaði málið aðallega á því að Eldeyjarmenn vildu breyta rækjukvóta skipsins í þorskkvóta en það gekk ekki. Að sögn Jóns Norð- fjörðs, stjórnarformanns, hefur fyrirtækið gert kaup- tilboð í þrjú önnur fiskiskip. Þar af eitt héðan af Suður- nesjum, Boða GK 24. Erþess vænst að þessi mál skýrist fijótlega. Þá hefur stjórn Eldeyjar ráðið sér framkvæmdastjóra og hóf hann störf um ára- mótin. Hann heitir Bragi Ragnarsson og er úr Mos- fellssveit. Er Bragi vélskóla- menntaður og lærður útgerð- artæknir. Er ætlun hans að fiytja hingað suður með vor- inu. Bragi Ragnarsson, l'ramkvæmda- stjóri Eldeýjar hf. Eldey hf.: Búið að gera kaup- tilboð í þrjú skip

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.