Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 07.01.1988, Blaðsíða 20
mun f/titUi Fimmtudagur 7. janúar 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 14717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Þórdís Þormóðsdóttir hlaut flest verðlaun fyrir góðan árangur. Brautskráningarhópurinn ásamt skólameistara. Ljósm.: Heimir. Þórdfs fékk fem verðlaun 49 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja Laugardaginn 19. des- ember fór fram í Ytri-Njarð- víkurkirkju brautskráning 49 nema úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja að viðstöddu húsfylli. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti en kynnir var Rósa Sigurðar- dóttir. Ægir Sigurðsson llutti yfirlit í forföllum aðstoðar- skólameistara um starfsemi haustannarinnar. Auk þess sem hann rakti gang við- byggingarinnar og endur- bóta bóknámshúss og deild- anna við Iðavelli. Þá ílutti Böðvar Jónsson, formaður nemendafélagsins, yfirlit um starfNFS. Hjálmar Arnason, skóla- meistari, afhenti síðan þeim brautskráðu skírteini sín og ávarpaði þá. Síðan tók Gísli Torföson, deildarstjóri, við og afhenti verðlaun fyrir góðan árangur. Hlaut Þórdís Þormóðs- dóttir flest verðlaunin eða alls fern, en hún var við nám í öldungadeild. Önnur verð- laun komu í hlut Guðnýjar Aðalsteinsdóttur, Guðbjarg- ar Jónsdóttur, Ragnheiðar Runólfsdóttur og Kára Hún- fjörð. Að verðlaunaafhendingu lokinni ílutti Guðbjörg Jóns- dóttir kveðjuávarp braut- skráðra og Þórunn Friðriks- dóttir kveðjuávarp kennara. I upphafi athafnarinnar spilaði Víkingasveit Tónlist- arskólans í Keílavík nokkur lög og Sinfóníuhljómsveit sama skóla spilaði í lokin við góðar undirtektir viðstaddra en báðar hljómsveitirnar eru undir stjórn Kjartans Más Kjartanssonar. Kom það síðan í hlut Hjálmars Árnasonar, skóla- meistara, að slíta athöfn þessari. Fæðingamet á Sjúkrahúsinu „Séð fram á enn frekari fjölgun á þessu ári“, segir Konráð Lúðvíksson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Fyrstu tvö börnin sem læddust á fæðingadeild Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs á þessu ári, ásamt mæðrum sínum. Ljósm.: hbb. Síðasta ár varð metár varð- andi fæðingar á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Alls fæddu 262 konur hér 264' börn og voru langflestar þeirra héðan af svæðinu, þó alltaf sé eitthvað um að konur utan af landi fæði hér, þá oftast vegna þess að héðan eru þær ættaðar. Þá munu innan við 10% fæðandi kvenna hér hafa fætt af einhverjum ástæðum á fæðingadeildum í Reykjavík. Kom þetta fram í máli Konráðs Lúðvíkssonar fæð- ingalæknis við SK í samtali við blaðið, en flestar fæðing- ar áður urðu 1985, en þá fæddu 224 konur hér á fæð- ingadeildinni. Sagði Konráð að áhersla væri lögð á að gera umhverfi fæðandi kvenna sem hlýleg- ast hér á fæðingadeildinni og að hafa öryggi sem mest í fyrirrúmi. ,,Með jákvæðri umfjöllun mætti því hafa áhrif á fjölskylduímynd fólks og sporna þar með við þeirri spá að læðingum fari fækk- andi og breyta hugarfari fólks í þessum efnum“. En hvað um nýhafið ár? Því svaraði Konráð á eftir- farandi hátt: „Svo langt sem við eygjum, sjáum við fram á enn frekari fjölgun en á ný- liðnu ári“. Þessu til viðbótar má geta þess að fyrsta barn lands- manna á þessu ári kom í heiminn á fæðingadeild Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs. Um var að ræða stúlkubarn sem fæddist kl. 05.48 á nýársdag og vó 4340 gr, en lengd þess var 55 cm. Foreldrar þess eru Þóra Bragadóttir og Hafsteinn Olafsson í Vogum og áttu þau tvö börn fyrir. Klukkan 15.23 á nýársdag kom síðan annar Suðurnesjabúi í heim- inn, það var stúlkubarn er vó 3740 gr. og var 53 cm á lengd. Foreldrar þess eru Kristín Birgisdóttir og Sigurjón Guðfinnsson í Keflavík, en þau áttu einnig tvö börn fyrir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.