Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 4. febrúar 1988 ATVINNA - ATVINNA HOSKAHJÁLP Á SV8VBNESJUM ATVINNA Starfskraft vantar strax í ræstingar á Suö- urvöllum 9. - Upplýsingar veittarað Suður- völlum 9 eða í síma 15331. Framkvæmdastjóri Járniðnaðarmenn óskast Viljum ráða nú þegar rafsuðumenn og menn vana járniðnaðarstörfum. Mötuneyti á staðnum. VÉLSMIÐJA OL. OLSEN 260 Njarðvík - Sími 11222 og 14175 Atvinna r íboði SKEMMTISTAÐUR Óskum að ráða starfskraft til skrifstofu- starfa í hlutastarf. í starfinu felst almenn skrifstofu- og tölvuvinna. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist í pósthólf 128, Keflavík, fyrir 10. feb. n.k. merkt „Skrifstofustarf". Skrifstofustarf Starfskraftur óskast í hálfs dags vinnu fyrir hádegi á skrifstofu hjá litlu fyrirtæki í Kefla- vík. Nánari upplýsingar áafgreiðslu Víkur- frétta, Vallargötu 15, símar 14717 og 15717. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. febrúar. Keflavík Laust starf Laust er starf við embætti Bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík, og Njarðvík og Sýslu- mannsins í Gullbringusýslu. Vélritunarkunnátta. Laun skv. launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf óskast sendar undirrituð- um fyrir 15. febrúar n.k. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvik Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Jón Eysteinsson (sign.) mur< juMt Huggulegt skal hárið vera þegar farið er í fegurðarsamkeppni. Hér eru þær Ásdís og Marta á Elegans með tvær stúlkn- anna í hársnyrtingu. Ljósm.: pket. „Ungfrú Suðurnes“: Undir- búningur hafinn Undirbúningur fyrir feg- urðarsamkeppni Suðurnesja, „Ungfrú Suðurnes 1988“, er vel á veg kominn. Eins og áður hefur komið fram verður keppnin nú haldin í þriðja sinn og fer nú fram í Glaumbergi í Keflavík 12. mars n.k. Kynning á stúlkunum mun hefjast í næsta blaði Víkur-frétta, en þátttakend- ur að þessu sinni eru átta. Heimir Stígsson, ljósmynd- ari á Ljósmyndastofu Suður- nesja, mun taka stúdíómynd- ir af stúlkunum, en ljós- myndari Víkur-frétta mun einnig mynda stúlkurnar. Fyrir myndatökuna verða stúlkurnar snyrtar í Snyrti- vöruversluninni Gloriu og hárið lagað á Hárgreiðslu- stofunni Elegans. Verðlaun sem „Ungfrú Suðurnes 1988“ hlýtur eru ekki af verri endanum. Aðal verðlaunin verða frá Spari- sjóðnum í Keflavík, ávísun upp á 50 þús. krónur og svo utanlandsferð með Ferða- skrifstofunni Útsýn, sem Umboðsskrifstofa Helga Hólm í Keflavík hefur um- boð fyrir. Aðrar gjafir verða m.a. hringur frá Georg V. Hannah, úrsmið, fataúttekt í versluninni Kóda, snyrting frá Gloriu, hársnyrting frá Elegans og leikfimi hjá Birnu Magnúsdóttur í eitt ár. Loks munu allar stúlkurnar fá snyrtivörur frá Apóteki Keflavíkur og Stefáni Thor- arensen, heildverslun. Allar stúlkurnar klæðast Dance-France sundbolum frá Sportbúð Óskars sjálft krýningarkvöldið. A meðan á undirbúningi stendur stunda stúlkurnar ljós í sólbaðsstofunni Sól- húsið í Keflavík og eru í leik- fimi hjá Birnu Magnúsdótt- ur í Njarðvík. Þær Sigríður og Bergþóra í snyrtivöruversluninni Gloriu, sjá um undlitssnyrtingunu. „Varð ekki snortinn við að hitta Robson“ „Ég hef'tippað mikið, reyndar alvegfrá upphafi getrauna. því ég var umboðsmaður lengst af í Garðinum. Annars er- um við fjórir saman, ég og feðgarnir Ólafur Jónsson og Einar Asbjörn og Jón Ólafssynir. Við tippum mikið, lágmark 250 raðir á viku og spilum eftir kerfi“, sagir næsti tippari, nafni þess síðasta og einnig Garðmaður, Gísli Eyj- ólfsson, sölustjóri Tré-X og kunnur knattspyrnumaður. , Við erum með í hópleik og erum með um 9 rétta að með- altali. Sjálfur hef ég einu sinni fengið 12 rétta, fyrir nokkrum árum og fékk dágóða upphæð fyrir. Uppáhaldslið? Ég er forfallinn West Ham aðdáandi, - það er líka svolítið snið- ugt að tveir okkar fjórmenninganna halda með West Ham og hinir tveir með Man. Utd. West Ham er eitt merkasta lið Englands. Án þesshefði England aldrei orðið heimsmeistari 1966, en stjörnur liðsins voru auðvitað úr WH, s.s. Geoff Hurst og fyrirliðinn, Bobby Moore“. Nú, það má koma fram, að á ferð minni í Englandi fyrir nokkrum árum hitti ég á krá nokkurri Man. Utd. leikmennina Bryan Robson og Albiston. Ég verð að segja að ég varð ekki snortinn . . . “ Heildarspá Gísla: Liverpool - West Ham ... 2 Norwich - Watford........ 1 Nott’ni For. - Chelsea .... 1 Portsmouth - Derby ...... X Q.P.R. - Charlton ....... 1 Wimhledon - Newcastle . . X Blackburn - Man. City .. X Cr. Palace - Birmingham . 1 Leeds - Ipswich ......... X Millwall - Bradford ..... 1 Plymouth - Barnsley ..... 1 Swindon - Middlesbro .... 1 Gísli tekur forystu Jæja, þar kom að því. Nýr tippari hefur tekið forystu í get- raunaleiknum. Gísli Heiðarsson, Garðmaður, fékk 9 rétta í siðustu leikviku og er orðinn efstur og næsta víst öruggur i úrslitakeppnina sem hefst í mars. Fjórir komast í hana og verði einhverjir jafnir, þá verður spiluðaukaumferðáðuren úrslitin hefjast. Það er sannarlega að hitna í kolunum um Wembley-ferð Samvinnuferða/Landsýn. Hver kemst á Wentbley í vor?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.