Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 9
\>imn jttUh Hver er Eldeyjar-Boði? Ég er mikill áhugamað- ur fyrir útgerð hér á Suð- urnesjum og fagnaði því mjög stofnun Eldeyjar hf. og kaupum þess á fyrsta skipinu, sem Morgun- blaðið sagði mér að héti Eldeyjar-Boði KE-132. Síðan hef ég lesið í þessu sama blaði frásagnir af því að nú væri Eldeyjar- Boði farinn til veiða og að Eldeyjar-Boði væri kom- inn úr fyrstu veiðiferðinni. Einnig hef ég lesið auglýs- ingu um það í þessu sama blaði að menn vantaði á Eldeyjar-Boða, sem þá var að vísu kominn með númerið GK-24, en ekki KE-132. Með þetta allt í huga varð ég hissa er ég skrapp í fjölskyldurúnt niður á Njarðvíkurbryggju á laug- ardag og sá að eitt af skip- unum í höfninni hét Boði GK-24 frá Njarðvík. Fannst mér þetta skips- nafn einkennilegt þar sem ég hélt að það væri ein- mitt þetta skip sem ég var búinn að lesa um a.m.k. þrisvar í Morgunblaðinu að héti Eldeyjar-Boði, að vísu ýmist KE-132 eða GK-24. Virðist því vera að menn séu búnir að gefa skipinu nýtt nafn, þ.e. í huganum, án þess að koma því í framkvæmd, því erfitt á ég með að trúa því að Mogginn hafi tekið þetta upp hjá sér sjálfur. Vil ég því skora á forráða- menn Eldeyjar að nota rétta nafnið, þ.e. það gamla, á meðan skipið ber það, og síðan hið nýja eftir að búið er að ganga frá málum, því annað er smekkleysa hin mesta. Félagi Mikið fjölmenni við minningarathöfnina Mikið fjölmenni fylgdist með minningarathöfninni um skipverjana tvo, Magnús Geir Þórarinsson og Elfar Þór Jónsson, sem fórust með Bergþóri KE-5. Var Kefla- víkurkirkja yfirfull, auk mikils fjölda fólks sem fylgd- ist með athöfninni úr Kirkju- lundi og tveimur langferða- bílum sem staðsettir voru utan við kirkjuna. Fyrir altari þjónuðu sókn- arprestar Keííavikur-^ og Njarðvíkursókna, þeir Olaf- ur Oddur Jónsson og Þor- valdur Karl Helgason. Kórar beggja sóknanna sungu, en organistar og söngstjórar voru Siguróli Geirsson og Gróa Hreinsdóttir. Þá lék Haraldur Haraldsson á básúnu og Steinn Erlings- son söng bæði einsöng og með kórunum. Grindavík: Fyrsti hafnsögu- bátur Suðurnesja- manna kominn Gengið hefur verið frá kaupum Grindavíkurhafnar á hafnsögubátnum Haka frá Reykjavík og hefur hann hlotið nafnið Villi, í höfuðið á Vilmundi Ingimundarsyni, fyrrum hafnarverði í Grinda- vík. Kaupverðið var rúmar 2 milljónir. Þótt ótrúlegt sé mun þetta vera fyrsti alvöru hafnsögu- báturinn sem höfn á Suður- nesjum eignast. Að vísu er hafnsögubátur í Landshöfn- inni Keflavík/Njarðvík, en sá bátur er opinn trillubátur í eigu einstaklinga í Keflavík. Villi er hins vegar 21 tonna þilfarsbátur, smíðaður úr eik, sem hafnsögubátur árið 1947 og hefur verið notaður í höf- uðborginni þangað til fyrir skemmstu, að nýtt skip leysti hann af hólmi. +50- 000 • • HAVAXTAKJOR OG YFIRDRÁTTAR- HEIMILD LANGBEST A EINUM STAÐ einfaldlega á tékkareikningi. Nú bjóðast viðskiptamönnum Samvinnubankans tvær þýðingar- miklar nýjungar á kjörum tékkareikninga. Almennir sparisjóðsvextir Tékkareikningar með Hávaxtakjör- um bera nú sömu vexti og almenn sparisjóðsbók, eða 22%. Þannig nýtur þú enn betri kjara og losnar þar að auki við allar óþarfa milli- færslur milli reikninga. Yfirdráttarheimild Þú átt kost á allt að 50.000 kr. yfir- dráttarheimild hafir þú fengið greidd laun eða tryggingarbætur inn á reikning í bankanum í a.m.k. 3 mánuði. Ert þú búin(n) að sækja um? Launavelta - Lán fyrir launafólk Viðskiptamenn bankans sem kost eiga á yfirdrætti, eiga jafnframt rétt á Launaveltuláni. Upphæð og lánstími ræðst af tímalengd viðskipta sem hér segir: Eftir 3 mán. viðskipti, lán kr. 40.000 til 3ja mán. á víxli eða skulda- bréfi að vali umsækjenda. Eftir 6 mán. viðskipti, lán kr. 80.000,00 til 18 mán. Eftir 12 mán. viðskipti, lán kr. 150.000,00 til 24 mán. Eftir 24 mán. viðskipti, lán kr. 200.000,00 til 24 mán. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 11288

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.