Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 14
\fiKUK 14 Fimmtudagur 4. febrúar 1988 itOUt - FUNDIR - MANNFAGNAÐIR - ÝMISLEGT - Þorrablót Hið árlega þorrablót verður haldið í Stapa, laugardaginn 6. febrúar kl. 20 stundvís- lega. Húsið opnað kl. 19. Miðasala í Stapa, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 17-19 og við innganginn. Skemmtiatriði - Happdrætti. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar sér um fjörið. - Allir velkomnir. Þingeyingafélag Suðurnesja Aðal- fundur fulltrúaráðs D-álmusamtakanna verður haldinn laugardaginn 13. febrúar n.k. kl. 14 í Verkalýðsfélagshúsinu, Tjarnargötu 8 í Sandgerði. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Starfið framundan. Stjórnin Kvenfélagskonur, Keflavík Ákveðið er að fara og sjá leikritið „Síldin er komin“ hjá Leikfélagi Reykjavíkur, fimmtu- daginn 18. febrúar n.k. Takið með ykkur gesti. Upplýsingar í síma 11625 (Guðmunda) og 11198 (Anney). ððOO SJÓEFNAVINNSLAN HF Aðalfundarboð Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 13. febrúar 1988 kl. 1.30 í Samkomuhúsinu í Höfnum. Ásamt venjulegum aðalfundarstörfum er á dagskrá tillögur til breytinga á samþykkt- um félagsins í samræmi við það að Ríkis- sjóður íslands er ekki lengur hluthafi í fé- laginu. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Almennur skyggnilýsinga- fundur meö miðlinum Terry Tracy verður í húsi félags- ins, Túngötu 22, fimmtudag- inn 11. febr. kl. 20.30.-Öllum heimill aðgangur. Getur verið að á þínu heimili leynist hljóðfæri, sem ein- hvern tíma var fengið að láni hjá Tónlistar- skólanum í Keflavík og gleymst hefur að skila? Ef svo er, viltu þá vera svo væn(n) að skila því sem allra fyrst. Skólastjóri - E. Nám í jf netagerð Fjölbrautaskóli Suðurnesja hyggst bjóða fram nám í NETAGERÐ ef næg þátttaka fæst. Nemar, sem Ijúka námsbrautinni hafa heimild til að fara í sveinspróf í iðn- inni. Námstími á samningi er 3 ár. Náms- tími í skóla er 2 annir (1 ár). Áhugasamir skrái sig á skrifstofu skólans í síma 13100. Skólameistarí Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Húsnæði Okkur vantar gott húsnæði fyrir 4ra manna fjölskyldu frá 15.5. næstkomandi. Vinsamlegast hafið samband við undirrit- aðan í síma 14000. Framkvæmdastjóri Sandgerði - Garður Óskum eftir húsnæði til leigu frá 1. mars. Leigutími Vi ár eða lengur. Æskileg stærð 3-5 svefnherbergi, rúmgóð hæð, einbýli eða raðhús. Upplýsingar í síma 91-50635. Garður Til sölu eru sökklar að raðhúsunum Fríholt 1, 3, 5, 7 og 9 í Garði. Innifalið í sölu er: gatnagerðargjöld, byggingaleyfisgjöld, bygginganefndarteikningar svo og steypt- ir sökklar á byggingarstað. Allar nánari upplýsingar gefur undirrit- aður. Sveitarstjóri Gerðahrepps Vonin II. í Garðinn á ný Þrír einstaklingar í Garði hafa nýlega fest kaup á 64 tonna eikarbáti er ber nafnið Vonin II. ST-6, þeir Bergþór Baldvinsson, Þorsteinn Þórðarson og Hafþór Þórð- arson. Bátur þessi, sem er smíð- aður fyrir fjörutíu og fimm árum, hefur allan tímann borið þetta sama nafn, þó skrásetningarnúmerin hafi verið mörg. M.a. var hann gerður út frá Garði af fyrir- tækinu Von hf. á árunum 1966 til 1973, en hafði þá skrásetningarnúmerið GK- 113. Skipstjóri þá var afla- maðurinn Þorsteinn Einars- son, sem var aðaleigandi hans. Mun Vonin II. verða gerð út á netaveiðar í vetur. Keflavík: Bygginga- nefnd hafi nánara sam- starf við skipulags- nefnd Vegna afgreiðslu skipu- lagsnefndar Keflavíkur varðandi málefni Garðhúss hf. og greint var frá í síðasta tölublaði, voru fulltrúar nefndarinnar kallaðir fyrir bæjarráð Keflavíkur í síð- ustu viku. Eftir fund þennan var samþykkt að fyrri bókun bæjarráðs um að fyrirtækið fengi að kaupa sig frá bíla- stæðum að Grófinni 8, stæði óbreytt. Jafnframt var samþykkt að beina því til bygginga- nefndar að hún hafi nánara sambend viðskipulagsnefnd. Saga Keflavíkur: Höfundur vildí laun án vinnu Þorsteinn O. Thorarensen, sem undanfarið hefur átt að vera að skrifa sögu Keflavík- ur, hefur nú óskað eftir hærri greiðslu en um var samið. Kom fram á bæjarstjórnar- fundi fyrir skemmstu, að hann ætti að hafa verið búinn að skrifa í 5 mánuði, en hefur ekki staðið við verksamning- inn og er raunar nýhafinn við skrif þessi. Hefur bæjarlögmanni Keflavíkur því verið falin at- hugun á vanefndum Þor- steins við ritun sögunnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.