Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 8
WJOIft 8 Fimmtudagur 4. febrúar 1988 FERMINGAR- HLAÐBORÐ • Bjóðum upp á glæsilegt heitt og kalt hlaðborð þakið gómsætum réttum. • Sendum i heimahús eða hvert sem er, ykkur að kostnaðarlausu. • Lánum leirtau ykkur að kostnaðar- lausu. • Leitið upplýsinga í símum 14040 og 14166. SKEMMTISTADURI SJÁVARöULLID U RESTAURANT Matarverð sem kemur á óvart. • Sjávargullið, Vesturbraut 17, er opið á l'östudags- og laugardagskvöldum frá kl. 18.30-22.30. • Matargestir greiða ekki aðgang á dansleiki í Glaumbergi. • Hér er dæmi um gest sem ætlar að eiga huggulegt kvöld með kvöldverði og dansleik: - Blandaðir sjávarréttir kr. 750, mínus aðgangseyrir kr. 500, = 250 kr. - Lambalundir í gráðosts- sósu m/kartöflum og grænmeti kr. 1.100, mínus aðgangseyrir kr. 500, = 600 kr. (P.S. það gleymdist að draga í'rá leigubílinn, þvi veitingastaðirnir eru í sama húsi). Hef flutt skrifstofu mína að Brekkustíg 39, II. hæð, Njarðvík. Bókhaldsþjónusta, skattaráðgjöf og skatt- framtöl einstaklinga og fyrirtækja. BÓKHALDSÞJÓNUSTAN Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur Sími 15170 Til leigu verslunarpláss á besta stað í Keflavík. Uppl. í síma 12238. jtam molar Gröndal vísað frá Þrátt f'yrir allt tal Jóns Gröndal í Grindavík gegn sameiningu þessa og hins hér á Suðurnesjum, lagði liann sent kunnugt er, sem oddamaður nefndar á aðalfundi SSS á dög- unum, fram einhverja þá hörð- ustu sameiningartillögu sem komið hefur frant hér syðra. Hljóðaði hún upp á samein- ingu grunnskóia, tónlistar- skóla o.fl., svo oguppsetningu svæðisútvarps. Var tillögu þessari vísað til stjórnar SSS og þar var stjórnin sammála um að hér væri ekki um tíma- bæra liði að ræða. Sýning Drífu Þrátt fyrir að áheyrendur séu á bæjarstjórnarfundum er ekki gert ráð fyrir öðru en að bæjarfulltrúar geti unnið þannig að málum að vera áheyrenda haft ekki áhrif á þá. Þó vill það bera við öðru hverju, að ýmsir bæjar- og sveitarstjórnafulltrúar gerast málgefnari ef áheyrendur eru en ella. Einn er þó sá bæjarfull- trúi í Keflavík sem snýr sér alltaf að áheyrendum ef hann talar og þá sérstaklea ef blaða- menn eru þar á meðal. Er þetta Drífa Sigfúsdóttir. Virðist oft vera svo, að hún leggi meiri áherslu á að blaðamenn viti hvað hún hafi að segja en bæj- arstjórnin sjálf. Stjórnar Ragnar Örn fulltrúunum? Nokkuð sérstakt atvik kom upp á fundi bæjarstjórnar Kellavíkur í síðustu viku, er verið var að ræða tillögu frá bæjarstjóra unt að IBK sæi um styrkveitingar af hálfu bæjar- ins til íþróttafólks. Gaf þá Ragnar Órn Pétursson, sem var á áheyrendabekk, öðrum fulltrúa Sjálfstæðismanna, Garðari Oddgeirssyni, merki um að koma og tala við sig. Stóð Garðar þá upp og gekk til Ragnars, þar sem hinn síðar- nefndi gaf honum línuna í þessu máli. Er Garðar kom til baka gat hann þess að maður úti í sal hefði bent sér á að eðli- legra væri að íþróttaráð sæi um málið. Er þetta nýmæli, að fólk af götunni geti náð eyrum bæj- arfulltrúa til skoðanaskipta á meðan fundur stendur yftr. Keflvíkingar í helstu stöðunum Ellert Eiríksson, sveitar- stjóri í Garði, upplýsti það í Stjörnuþættinum ,,I hjarta Keflavíkur" á sunnudag, að Keilvíkingar sætu nú í fjórum háum stöðum í Garðinum. Eru það presturinn, skóla- * stjórinn, tónlistarskólastjór- inn og síðan sveitarstjórinn sjálfur. Hefði Tré-X breytt málunum? Þó óformlegt samkomulag virðist hafa orðið um að tala ekki um þá hörmung sem landsmenn urðu vitni að í Festi á dögunum, er Suðurnesja- menn þóttust ætla að rúlla upp Kjalnesingum, í spurninga- þættinum ,,Hvað heldurðu?“, en voru þess í stað settir end- anlega sem þorskar undir steini, sáum við á sunnudag- inn að bjarga hefði mátt mál- unt örlítið. Hefði það gerst ef þátttakendur frá Tré-X, sem komu fram á Stjörnunni, hefðu komið fram sem fulltrú- ar okkar hjá Ómari. Þeir þorðu þó a.rn.k. aðsvara, oger það meira en suntir. Hafnamenn yfirtaka Heilsugæsluna Gula bókin er handbók sem dreift hefur verið í flest hús og á að vera handbók fyrir al- ntenning. Á bls. 4 kemur fram fregn, sem fáir ef þá nokkur Suðurnesjamaður vissi urn áður, en þar er rætt um neyð- arhjálp og hvert skuli hringja þegar neyð ber að dyrum. 1 kallanum sem nýr að Keflavík /Njarðvík, er bent á að Heilsu- gæslustöð Suðurnesja liafi símanúmerið 16931 og sé að Djúpavogi 1. Eða með öðrunt orðum, ef marka má þetta þá er búið að leggja niður Heilsu- gæslustöðina í Keflavík og setja aðra upp á skrifstofu sveitarstjóra Hafnahrepps. Vega-vellir Þið Keflvíkingar sem liafið talið ykkur búa við Óðinsvelli, Bragavelli og Freyjuvelli, eða hafið sótt um lóð við Týs- eða Ránarvelli, gerið ykkur grein fyrir að þessar götur enda ekki á nafninu „vellir", heldur ,,vegur“, ef marka má Gulu bókina sem út er komin. Hvert hljóp 5. kratinn? Á síðasta ári kallaði Drífa Sigfúsdóttir Ingólf Falsson 6. kratann. I síðustu viku var hann hins vegarorðinn 5. krat- inn í bæjarstjórninni. hjá henni. Sem kunnugt er hafa kratar hreinan meirihluta í bæjarstjórninni í Kellavík og því spyrja gárungarnir nú, hvaða krati hafi svikið hina og þá trúlega hlaupið undir verndarvæng Drífu, því í bæj- arstjórninni eru eftir sem áður 9 bæjarfulltrúar? Skera - skera - skera Nú horfa menn í það hvort ekki megi skera einhvers stað- ar niður í bæjarapparatinu í Keflavík, fyrst staðan er eins slæm og fram kom í síðasta tölublaði. Ræða menn helst atriði eins og hvers vegna ekki sé fækkað á bæjarskrifstofunni nú, eftir að innheimtan er ýmist farin eða á förum í Gjaldheimtuna? Eða hjá bygg- ingafulltrúa og þar á hæðinni, eftir að byggingar og fram- kvæmdjr hafa dregist saman? Nú, í Áhaldahúsinu, þar sem jafn margir ef ekki fieiri starfs- menn eru á skrifstofu og yfir, en þeir sem vinna verkin úti á vettvangi? Jú, trúlega má víða skera og skera tii að spara pen- inga. Þrjú ný bílaumboð á Suðurnesjum Nú eru væntanleg þrjú ný bílaumboð til Suðurnesja. Það fyrsta hefur starfsemi nú í vik- unni, Bílvangur, sem er sölu- deild nýrra bíla hjá Samband- inu. Bílabragginn í Njarðvík hefur fengið umboðið og mun verða með sölu á nýjum bílum frá fyrirtækinu svo og viðgerð- arþjónustu. Hin umboðin sem væntanleg eru, samkvæmt heimildum Mola, eru Jöfur hf. og Ingvar Helgason, og verða með aðstöðu í húsnæðinu sem Bílanes var síðast, að Brekku- stíg 37 í Njarðvík. Það fyrr- nefnda selur m.a. Skoda og ameríska bíla, en það síðar- nefnda er Subaru-umboðið. Það má því kannski segja að það séu tvö umboð á Suður- nesjum fyrir Subaru-bíla, því eins og alþjóð veit eru það aðil- ar úr Kefiavík sem fluttu inn sjóblautu Subaru-bílana frá Noregi. Glasgow-timburmenn Nokkuð ljóst er að afieið- ingar af tíðum Glasgow-ferð- um eru akki bara sjokk þegar greiðslukortareikningarnir komu inn um bréfalúguna. Þessi mikli gróði sem húsmæður og aðrir héldu sig sjá, hvarf við fyrstu sýn ef marka rná fréttir frá kaup- mönnum hér á Suðurnesjum og víðar. Nú streyma til þeirra Glasgow-farar með „of lítinn leðurjakka“, „of stórar bux- ur“, eða hreinlega föt sem eng- inn vildi þegar heim var komið - og vilja fá verslanirnar til að selja fyrir sig varninginn eða kaupa hann, og þá auðvitað á Glasgow-prís! Verslanir hérna hafa að vonum ekki tekið þess- um tilboðum fegins hendi heldur afþakkað þessi „góðu“ boð og glott út í annað . . . M tímanlega með skattframtölin! ■ TEK AÐ MÉR GERÐ SKATT- FRAMTALA FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI. REYNIR ÓLAFSSON, viðskiptafræðingur Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 14500

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.