Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 7
viKun
| ÍutUi
Fimmtudagur 4. febrúar 1988
Bðtur í stað
BERGÞÚRS
Einar Magnússon, sem
bjargaðist er m.b. Bergþór
fórst á dögunum, hefur nú
ásamt mági sínum, Vigni
Demussyni, tekið á leigu 75
tonna bát. Bátur þessi,
Dröfn RE-135, er í eigu Haf-
rannsóknastofnunar og
hefur verið gerður út sem haf-
rannsóknaskip undanfarin
ár, eða frá því hann var
keyptur frá Keflavík. Hann
var áður gerður út hér syðra
undir nöfnunum Pólstjarn-
an og Ingiber Olafsson.
Er leigutíminn til 1. sept-
enrber, þó nreð þeim fyrir-
vara að ef leigutakar hafa
áhuga á að kaupa hann,
renni hluti leigugjaldsins upp
í kaupverðið. Mun báturinn
veiða út á aflakvóta Berg-
þórs, undir skipstjórn
Einars.
Hraðfrystihús Keflavíkur hf
Verulega slæm
fjárhagsstaða
Nýlega birtist í virtum fjöl-
miðli frásögn að því að Hrað-
frystihús Keflavíkur væri eitt
af fimm verst settu frystihús-
um Sambandsins hér á landi.
Vegna þessa könnuðum við
málið nánar og kom þá í ljós
að fyrirtækið á við mjög al-
varlegt vandamál að stríða.
Eru einkum tvær ástæður
taldar valda þessu. Er það
nr.a. ein ástæðan að fram-
legðin hafi verið nrjög slæm á
síðasta sumri, þ.e. vinnslan
ekki skilað því senr þurfti.
Eins hefðu hvorugur togar-
anna nýtt aflakvóta sinn.
Mun ástand þetta hafa
versnað mikið undanfarið og
því væri reksturinn orðinn
mjög þungur. Munum við
hér á blaðinu fylgjast nánar
með málum þessum.
/f
Ljósm.: pket.
Verður gert hlé á bygg-
ingu sundmiðstöðvar?
Byggingarnefnd Sundmið-
stöðvar í Keflavík hefur lagt
til að bæjarstjórn efni til hug-
myndasamkeppni um lista-
verk á vegg Sundnriðstöðvar-
innar við Sunnubraut. Þá
hefur nefndin samþykkt að
stefna að undirbúningi út-
boðs næsta áfanga nú þegar,
svo ekki komi til hlés á fram-
kvæmdum og að hægt verði
að taka laugina í notkun
vorið 1990, eins og stefnt var
að í upphafi.
Bæði þessi mál voru til
urnræðu á fundi bæjarstjórn-
ar Keflavíkur í síðustu viku
og tóku þar til máls Magnús
Haraldsson, Ingólfur Fals-
son og Guðfinnur Sigurvins-
son. Síðan var samþykkt
samhljóða að vísa þessum
málum báðum til bæjarráðs.
Af þeim viðræðum sem
blaðið hefur átt við ýmsa bæj-
arstjórnarmenn, virtist
nokkuð vera ljóst að bæjar-
ráð muni ekki samþykkja
nrál þessi að svo stöddu,
vegna íjárhagserfiðleika bæj-
arfélagsins, en byggingar-
kostnaður þessa áfanga er
ekki undir 40 milljónum á
verðlagi síðasta haust.
Nýjung á Suðurnesjum!
Veislueldhús Flugleiða, Flugstöð
Veislumatur við hvers
konar tækifæri.
Smurt brauð og
snittur
Fundarsalir fyrir
smærri fundi með
veitingum í Flugstöð.
Matarbakkar fyrir
fyrirtæki.
Sértilboð fyrir ferminguna
- Kalt hlaðborð
■ Kjúklingar
■ Reykt grísalæri
■ Lambasteik
■ Rækjur í hlaupi
■ Graílax
■ Heitur pottréttur
m/salati og hvítlauksbrauði.