Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 23
\llKUR juWi Fimmtudagur 24. mars 1988 23 VORDAGAR UM PASKANA Vordagar Bókasafns Grindavíkur verða haldnir að vanda yfir páskadagana í félagsheimilinu Festi, Grindavík. Þeir hefjast fimmtudag- inn 31. mars, skírdag, með myndlistarsýningu Sigríðar Rósinkarsdóttur, sem hefst kl. 17 og er jafnframt sölu- sýning. Sigríður hefur stundað nám í Baðstofunni síðan 1974, lengst af undir hand- leiðslu Eiríks Smith. Þetta er önnur einkasýning hennar, en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum í Keflavík, Sandgerði og í Hjörring í Danmörku. Sig- ríður sýnir bæði vatnslita- myndir og olíumyndir. Efni- viður hennar er aðallega sótt- ur til Suðurnesja. Sýningin hefst eins og áður segir kl. 17 og stendur til kl. 22. Aðra daga verður hún opin kl. 14- „Skemmtiferð á vígvöllinn": Aðeins tvær sýningar Leikfélag Keflavíkur frum- sýnir leikritið „Skemmtiferð á vígvöllinn" í Glaumbergi n.k. mánudag. Önnur sýning verð- ur síðan þann 4. apríl, sem er á 2. dag páska. Verður verkið aðeins sýnt þessa tvo daga. Boðið verður upp á kvöld- verð sýningardagana í Glaum- bergi og hefst hann kl. 19.30, en sjálf sýningin hefst ekki fyrr en kl. 21. Miðaverðið með kvöldverðinum er kr. 800 á mann, en kr. 300 ef borgað er einungis inn á sýninguna. Er þeim sem hug hafa á að kaupa kvöldverðinn bent á, vissara að panta miða áður í síma 14040. Konur, athugið Þær sem áhuga hafa á að sækja kvennaráðstefnu NORDISK FORUM, sem haldin verður í Osló dagana 30. júlí til 7. ágúst í sumar, athugi að umsóknarfrestur rennur út 15. apríl n.k. Staðfestingargjald, sem er kr. 7.000, þarf að greiðast fyrir þann tíma til jafnréttisráðs. Ath. Reynt hefur verið að ná sem bestum kjörum á ferðir og uppihald, auk þess geta konur sótt um styrk til fararinnar. Nánari upplýsingar liggja frammi á félagsmálaskrifstofu Keflavíkurbæjar, skrifstofu Verslunarmannafélagsins og Verkakvennafélagsins. Konur, kannið málið. Jafnréttisnefnd Keflavíkur 22 og henni lýkur 3. apríl, páskadag. Þá mun Bergþóra Arna- dóttir, vísnasöngkona, troða upp 2. apríl, laugardag fyrir páska, með söng og eigið undirspil. Bergþóru er óþarft að kynna, því hún er þekkt af hljómplötum, tón- leikurn og sjónvarpsþáttum þar sem hún hefur komið fram. Að vanda mun verða boðið upp á upplestur skálds úr eigin verkum. Að þessu sinni mun ung stúlka, Bir- gitta Jónsdóttir, lesa eigin ljóð. Birgitta hefur vakið at- hygli á samkomum nú und- anfarið,þar sem hún hefur lesið ljóð sín. Auk þess hafa verið birt ljóð eftir hana í Lesbók Morgunblaðsins. Þess má geta að Birgitta er dóttir Bergþóru Árnadóttur og ekki ætti það að skentma fyrir. Þær koma fram kl. 1,5 á laugardeginum. Kaffi og aðrar veitingar verða á boðstólum. Sumarstarf Starfsfólk vantar við gæsluvellina í Njarð- vík frá 1. maí til 15. september. Umsóknarfrestur er til 29. mars n.k. Uppl. gefur undirritaður á viðtalstíma kl. 10-12 virka daga, á bæjarskrifstofunni, Fitj- um. Félagsmálastjórinn í Njarðvík Skipaafgreiðsla Suðurnesja Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann á skrif- stofu. Um er að ræða heils dags starf. Upplýsingar veittar á skrifstofunni, Vatns- nesvegi 14, III. hæð. SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA Vatnsnesvegi 14, III. hæð, sími 13577 Fiskmarkaður Suðurnesja Óskum eftir að ráða stúlku eða konu til skrifstofustarfa hálfan daginn. Reynsla í bókhaldsvinnu á tölvu æskileg. Upplýsingar í síma 15300 og á skrifstof- unni. ATVINNA Óskum eftir starfsfólki á kassa. - Ein staða 1/1 dags. - Ein staða 1/2 dags eftir hádegi. Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðn um. Bókasafnsnefndin Til leigu Til leigu í Njarðvík er húsnæði sem hentar fyrir skrifstofu, léttan iðnað eða lager. Uppl. í síma 14980 og 16162. KÖKUBASAR Hinn árlegi kökubasar Lionessuklúbbs Keflavíkur verður haldinn laugardaginn 26. mars kl. 2 e.h. í Holtaskóla við Sunnu- braut. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fjáröflunamefnd Iðnsveinafélag Suðurnesja Almennur fundur verður haldinn í málm- iðnaðardeild Iðnsveinafélags Suðurnesja, mánudaginn 28. mars í húsi félagsins kl. 20.30. - Fundarefni: Almennar umræður um kjaramál. Kosning fulltrúa á 13. þing MSÍ. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjómin Laxveiðileyfi Eigum nokkur óseld veiðileyfi í Selbergsá. Upplýsingar í síma 13883. Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á fasteigninni Byggðarendi, Grindavík, þingl. eigandi Þorlákur Guðmundsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 30. mars '88 kl. 15.30. - Uppboðsbeið- endur eru: Veðdeild Landsbanka (slands, Bæjarsjóöur Grindavíkur, Tryggingastofnun ríkisins, Jón G. Briem hdl. og Jón Þóroddsson hdl. þriðja og síðasta á fasteigninni Hlið, Grindavík, þingl. eig- andi Lena K. Poulsen, fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 30. mars '88 kl. 16.00. - Uppboðsbeiðendureru: Jón Magnússon hdl. og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. þriðja og síðasta á fasteigninni Leynisbrún 10, Grindavík, þingl. eigandi Jón Sæmundsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 30. mars '88 kl. 16.30. - Uppboðsbei5:'ndur eru: Bæjarsjóður Grindavíkur, Baidur Guðlaugsson hrl., Tryggingastofnun ríkisins og Valgeir Kristinsson hrl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.