Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 11
MlKUn jUUU Fimmtudagur 24. mars 1988 11 Núverandi eigendur prentsmiðjunnar Grágásar ásamt Steingrími á þessum merku tímamótum. F.v. Sigurjón R. Vikarsson, Steingrímur Lilliendahl og Stefán .lónsson. Ljósm.: epj. Starfsmaður Grágásar í 20 ár Nú á mánudag náði einn starfsmaður Grágásar h.f. þeim merka áfanga að hafa starfað hjá fyrirtækinu í 20 ár. Sá sem náði þessum áfanga er Steingrímur Lilliendahl. Af því tilefni var honum færð peningagjöf og blóma- karfa á vinnustað en gefendur voru núverandi eigendur Grá- gásar h.f., þeir Sigurjón R. Vikarsson og Stefán Jónsson. Sparisjóðurinn: Gjafabréf fermingargjafa Sparisjóðurinn bryddaði upp á þeirri nýjung í fyrra að bjóða sérstök gjafabréf til fermingargjafa. Eru þau hugsuð fyrir þá sem hafa hug á að gefa fermingargjöf í formi peninga. Að sögn Magnúsar Ægis Magnússon- ar í hagdeild Sparisjóðsins var þessari nýjung mjög vel tekið. „Það voru um 300 fermingarbörn sem fengu svona gjafabréf oggreinilegt að ungt fólk hugsar vel um peningana sína, því aðeins örfáir reikningar hafa verið eyðilagðir af þessum þrjú hundruð," sagði Magnús Ægir. Gjafabréfið er þannig út- búið að gefandinn, sem getur verið hver sem er, opnar trompreikning í Sparisjóðn- um í nafni þess sem gjöfina á að fá. Gefandinn leggur svo inn á reikninginn hverja þá upphæð sem hann vill. Starfsfólk Sparisjóðsins útbýr þá gjafabréf þar sem fram kemur nafn þess sem gjöfina hlýtur og nafn gef- anda. Gjafabréfið erókeypis og eingöngu ætlað að gera gjöfina veglegri en ella. Sá fyrrnefndi á aðeins eftir um tvo 'mánuði í þennan sama áfanga, en þeir réðu sig báðir eins og raunar hinn eigandinn til starfa hjá fyrirtækinu þegar það var í eigu þeirra Runólfs Elentínussonar og Jóhanns Vilbergs Arnasonar. ,l\lú hefur þú góðar ástæður til að fara út að borða í hádeginu/ Veitingahúsið Glóðin við Hafnargötu býður meira en vinalegt umhverfi. i hádeginu er lögð sérstök áhersla á smárétti, súpur og salatbar. Þar getur þú valið allt frá rjómalagaðri spergilsúpu upp í hvitlauksritstaða humarhala. Efþú vilt þjálfa bragðlaukana, kynnast vinnufélögunum og fransk-íslenskri matargerðarlist þá er ekkert betra en að hittast á Glóðinni í hádeginu. Hafnargötu 62. sími 11777. Fróðleikur á fimmtudögum - auðvitað í Víkur-fréttum ATHUGIÐ BREYTT SÍMANÚMER: 15777 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr, Verkakvennafélag Keflavlkur og Njarðvlkur Ný stjórn í Lögreglu- mannafélagi Gullbringu- sýslu Lögreglumannafélag Gull- bringusýslu, sem er félag þeirra lögreglumanna sem starfa við embætti bæjarfóget- ans í Keflavík, Njarðvík og Grindavik og sýslumannsins í Gullbringusýslu, hélt aðal- fund sinn 14. mars s.l. A fund- inum var kosin ný stjórn og er hún þannig skipuð: Formaður Gunnar Vil- bergsson, varaformaður Rún- ar Lúðvíksson, gjaldkeri Stef- án Thordersen, ritari Heiðrún Sigurðardóttir og meðstjórn- andi Jóhannes Jensson. A Suðurnesjum eru tvö lög- reglumannafélög og starfar hitt félagið fyrir þá sem starfa við embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. En allir aðrir lögreglumenn á Suður- nesjum eru í Lögreglumanna- félagi Gullbringusýslu. ÓDÝRT - ÓDÝRT TRÉ-X SPÓNAPARKET NÚ AFTUR FYRIRLIGGJANÐI. I I '7 TRE-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík Sími 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.