Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 6
VÍKUR 6 Fimmtudagur 24. mars 1988 | (tittu Nytsemi eða arðsemi? orðvar Einn lalaði um veg yfir vegleysur og hraun. Einn vitnaði í samtök, er ynnu þyngstu raun. Einn niældi fyrir vegi, og vissi upp á liár, hvar vegurinn ætti að koma - svo liðu hundrað ár. (D. Stef.) Um síöustu mánaðamót flutti einn þingmaðurinn okk- ar, Kolbrún Jónsdóttir, jóm- frúrræðu sína á Alþingi. I'ar talaði hún fyrir tillögu til þingsályktunar um tvöföldun Reykjanesbrautar. Svo merkilega vildi til að um sama leyti leiddi skoðanakönnun í Ijós, að Borgaraflokkurinn er nánast að hverfa af stjórn- málasviðinu. En ef Kolhrún kemur þessu áhugamáli sínu, og raunar allra Suðurnesja- manna, i framkvæmd, mun orðstír Borgaraflokksins lifa í hugum mannu alla næstu öld, svo mikilvxgt er þetta mál- efni. En því miður getur póli- tíkin verið svo undarleg, að Reykjanesbrautin verði ekki hreikkuð næstu 10-20 árin, einmitt vegna þessað Kolbrún ýtti málinu af stað í jómfrúr- ræðunni. Margir pólitískir andstæðingar Kolbrúnar vilja gjarnan eigna sér svo gimi- lega atkvæðabeitu. Reykjanesbrautin hefur mikla sérstöðu í vegakerfi landsins. Hún er mikilvæg i varnarkerfinu. Ef til ófriðar stórveldanna kemur, getur mjög líklega þurft að flytja alla íhúana af svæðinu á nokkrum klukkutimum. Keflavíkurflugvöllur er nefni- lega eitt áhugaverðasta skot- markið undir slíkum kring- umstæðum. Breikkun braut- arinnar er verkefni í almanna- vörnum landsins og utan vegaáætlunar. Þess vegna á að fjármagna það samkvænit því. Allt millilandafiut fer nú fram um Leifsstöð og verður æ umfangsmeira nteð hverju ári, sem þýðir aukna umferð um Reykjanesbrautina. Um- ferðin eykst enn meir þegar innanlandsflugið fer að ógna öryggi borgarstjórnar Reykjavíkur í nýja ráðhúsinu við Tjörnina og verður þá væntanlega flutt hingað suð- ureftir. Reyndar er núverandi ástand brautarinnar, eitt sér, næg ástæða til að tefja það mál enn frekur. Reykjanesbrautin er eng- inn venjulegur dreifbýlisveg- ur, því nú þegar fara rúinlega 8000 bílar um brautina á sól- arhring. Fólki héðan að sunn- an, sem ekið hefur hringinn í kringum landið, ber saman um að það niætir fleiri bílum milli Keflavikur og Hafnar- fjarðar, heldur en á öllum hringveginuin. Slysatíðni er ógnvekjandi, 160 umferðar- slys á Reykjanesbrautinni 1987 segir blóðuga sögu, enda er brautin talin einn hættuleg- asti vegarkafli landsins. Lög- boðin Ijósanotkun ökutækja allan sólarhringinn er talin kosta bíleigendur 600-700 milljónir árlega. Ef það dreg- ur úr slysahættu og bjargar, þó ekki verði nema einu mannslifi á ári, er markmið- inu náð og kostnaðurinn hé- gómi, sem enginn minnist á. Ofangreindar staðreyndir ættu að nægja til að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefði óumdcilanlegan forgang í stærri framkvæmdum ríkisins. Sérfræðingar Vegagerðarinn- ar eru sammála um að stór verktakafyrirtæki fengjust til að tvöfalda brautina, þ.e.a.s. byggja aðra akbraut við hlið- ina á þeirri gömlu, fyrir um 400 milljónir króna. Það eru miklir peningar, þegar Reykjaneskjördæmi á í hlut. Nú eru þessar framkvæmdir ekki inni á fjárlöguin en áætl- að er i tillögu Kolbrúnar að byrja strax á verkinu og Ijúka því fyrir árslok 1990,-en eng- ir peningar til. Flest stærri verktakafyrirtæki eiga við árstiðabundið verkefnaleysi að stríða og tækju þessum framkvæmdum fegins licndi, ef vinna mætti verkið í áföng- um. Þannig gætu þau einnig sætt sig við, að greiðslan færi að mestu leyti fram með S ára verðtryggðum ríkisskulda- bréfum. Oft á almenningur í mesta basli með að skilja afstöðu eða afstöðuleysi ráðamanna í samgöngumálum. Menn virð- ast tala i alvöru um brú yfir Hvalfjörð eða jarðgöng undir hann fvrir 2 milljarða, meðan ekki er einu sinni byrjað á jarðgöngum í Ólafsfjarðar- múla eða á Vestfjörðum. Eitt hefur forgang í dag, annað á morgun. Nytseini og arðsemi í fram- kvæmdum ríkisins fara ekki alltaf saman, af eðlilegum ástæðum. Hér er hvoru- tveggja fyrir hendi, ekki síður en þegar brautin var steypt í upphafi fyrir rúmum tuttugu árum. „Konan hefur bara unnið“ „Þó ég fylgist vel með ensku knattspyrnunni hefur mér aldrei gengið neitt í getraunum. Hef meira að segja afrekað það að fá engan réttan. Þú ættir eiginlega að tala við konuna mína. Hún var með í getraunakeppninni hjá kennaraliðinu í Fjölbrautaskólanum, lenti í öðru sæti, - og fékk 7 þús. kr. vinning. Það er eini getraunavinningurinn sem hefurkomið inn á þetta heimili“, segir Eiríkur Hermannsson, skólastjóri í Garði, sem ætlar að reyna fyrir sér þessa vikuna. „Leeds hefur alltaf verið mitt lið. Ég var þar í námi 1974- '15. Þá var liðið á toppnum með marga góða leikmenn eins og t.d. Norman Hunter, sem ég hélt mikið upp á. Liðið lék m.a. til úrslita um Evrópubikarinn, en tapaði fyrir Bayern Munchen, óverðskuldað. En nú eru mínir menn á uppleið þannig að ég er bjartsýnn". Eiríkur hefur einu sinni komið á Wembley og segist til- búinn að fara aftur. „Ég sá West Ham og Fulham. Það var frekar slakur leikur. Gamla kempan Bobby Moore lék þá undir lok síns ferils með Fulham ásamt Alan Mullery. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfiði, því West Ham vann 2:0“. Heildarspá Eiríks: Charlton - Oxford ....... 1 Chelsea - Southampton ... 1 Derby - Arsenal ......... X Man. Utd. - West Ham ... 1 Newcastle - Coventry .... 1 Norwich - Sheff. Wed.... 1 Portsmouth - Q.P.R......2 Tottenham - Nott’m For. . 2 Watford - Everton ....... 2 Barnsley - Man. City .... 1 Bournemouth - Leeds .... 2 Plymouth - Blackburn ... X Hafsteinn með sex Hafsteinn Guðmundsson náði þokkalegum árangri í síð- ustu leikviku, fékk 6 rétta. Það dugar þó ekki í úrslitakeppn- ina, sem hefst í byrjun apríl. Við minnum á verðlaunin, Wembley-ferð á bikarúrslitin með Samvinnuferðum-Land- sýn. Ekki skemmir að allt útlit er fyrir stórleik . . . molar Veislu- þjónustan hí. IðavöJJum 5 Sími 14797 Skrifstofustjóraskipti hjá Stóru milljón Molum hefur borist til eyrna að Georg Elíasson, sem verið hefur skrifstofu- stjóri hjá Stóru milljón, sem að vísu heitir Hraðfrystihús Keflavíkur h.f., sé á förum úr því sæti. I stað hans tekur Jó- hanna Sigurðardóttir sæti hans. Miklir erfið- leikar hjá HK Sögur herma að miklir fjárhagserfiðleikar séu nú hjá Hraðfrystihúsi Keflavík- ur h.f. Hafa aðilar, sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið, kvartað mjög yfir því við Mola að illa gangi að fá pen- inga, sem oftast bendir til að erfiðleikar séu hjá viðkom- andi. Vitna menn einnig í upplýsingar sem komu fram nýverið um að fyrirtækið sé með verst settu frystihúsum samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Urbræðsla orsak- aði aftanákeyrslu Smávægileg aftanákeyrsla átti sér stað á Garðvegi í síð- ustu viku, en af mjög óvana- legum orsökum. Þennan dag var skyggni mjög slæmt og því var ökuhraðinn aðeins um 40 km/klst. Fljótlega myndaðist því röð 5 bíla og er röðin var komin fram hjá Gufuskálum á leið í Garðinn urðu þeir sem voru í bíl nr. 2 varir við að fyrsti bíllinn reykti óvenjulega mikið og ágerðist reykurinn, sem var bláleitur. Stuttu síðar stöðv- aðist fremsti bíllinn allt í einu og hvarf í reykjarmökk, því hann hafði orðið úrbræddur þarna og því stöðvaðist vélin. Við þetta skyndilega stopp tókst þremur næstu bílum að stoppa, en hinn síð- asti náði því ekki og ók því aftan á. Má því segja að or- sök aftanákeyrslunnar hafi verið úrbræðsla. Nýtt bakarí að fæðast í Hólmgarði Um næstu mánaðamót mun nýlt bakarí taka til starfa í væntanlegri verslun- armiðstöð að Hólmgarði 2 í Keflavík. Eigandi þess er Sigurjón Héðinsson, sem starfað hefur að undanförnu hjá Sveini bakara í Reykja- vík, en er annars frá Kefia- vík og nam m.a. hjá Ragnari Eðvaldssyni. Er því ljóst að Suðurnesjamenn þurfa ekki að kvarta yfir lélegu úrvali af bakkelsi á næstunni, enda hefur það ekki verið þó bak- aríum fari nú enn fjölgandi. Sæþór í Kjötmiðstöðina Sæþór Fannberg, fyrrum bæjarritari og bókhaldari hjá Glaumbergi, hefur nú skipt um sæti og gerst bók- haldari í Kjötmiðstöðinni. Mynd- gátan Lausn gátunnar, sem unnin er úr fréttum blaðsins, má finna á öðrum stað í blaðinu. P-70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.