Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 27
Vimrt jwttU Fimmtudagur 24. mars 1988 27 \HKUR I.O.O.F. 13 = 169328’/2 = Til leigu 4ra herb. íbúö í Sandgerði, laus strax. Tilboö óskast send til skrifstofu Víkur-frétta fyrir 31. mars n.k. íbúð óskast Ungt par óskareftir lítilli 2ja-3ja herb. íbúð sem fyrst. Reglusemi og skilvisum greiðslum heitið. Uppl. í síma 15051. Heimasími 11936 eftir kl. 20. íbúð óskast Óska eftir íbúö í Keflavík eða Njarðvík. Höfum 4ra herb. ibúð í skiptum á Akranesi. Uppl. í síma 93-11360. Reglusamur maður óskar eftir að taka á leigu 2ja-3ja herb. íbúð í nokkra mánuði. Uppl. í síma 91-688582 á kvöld- in og um helgar. Reglusöm hjón um fimmtugt, óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu í Keflavík eða Njárðvík frá 1. maí. Uppl. í síma 14119. Til sölu eldhúsinnrétting ásamt eldun- ar- og blöndunartækjum. Uppl. í síma 12733 eftir kl. 19. Til sölu sófasett 3+2+1, sófaborð, eld- húsborð, hillusamstæða og ís- skápur. Uppl. í síma 14480. Smáauglýsingar HOSKAHJALP A SUBU&NESJUM Ibúð óskast til leigu Endurhæfingarstöð Þroskahjálpar á Suð- urnesjum vantar íbúð til leigu fyrir sjúkra- þjálfara frá 1. maí næstkomandi. Þau ykkar sem gætuð leigt íbúð, vinsam- legast hafið samband við Kristin Hilmars- son í síma 15331. Menningarvakan: Stórtónleikar tónlistar- skólanna á morgun Annað kvöld munu allir tónlistarskólarnir á Suður- nesjum standa fvrir sameigin- legum nemendatónleikum í tilefni af mcnningarvökunni. Tónleikarnir verða i Ytri- Njarðvíkurkirkju og heljast kl. 20.30. Þar verður reynt að sýna |)á miklu breidd og grósku sem er í tónlistar- kcnnslu á svæðinu, og hefur verið mjög til tónleikanna vandað í efnisvali. A tónleikunum munu koma fram ncmcndur úr öllum skól- unum þ.e.a.s. frá Grindavík, Sandgerði, Garði, Keflavík og Njarðvík en tónlistarskól- inn í Vogum hefur ekki verið starfræktur í vetur. Ymsir samspils- og samsöngshópar, stórir og smáir, munu koma fram auk cinlcikara og ein- söngvara og eru allir Suður- nesjamenn hvattir til að koma á tónleikana og njóta þess sem þar verður boðið upp á. Aðgangur að tónleikunum er ókcypis og öllum heimill á mcðan húsrúm levfir. Suðurnesjamenn_ athugið Vegna páskahátíðar kemur næstatölublað út á miðvikudag (daginn fyrir skírdag). Skilafrestur auglýsinga rennur út um hádegi á þriðjudag. - Blað Suðurnesjamanna - Það var mikið blásið . . . Haraldur skólastjóri stjórnaði hljómsvcitinni. Maraþon- tónleikar í Njarðvík Skólahljómsveit Tónlistar- skóla Njarðvíkur gerði sér lítið fyrir sl. laugardag og lék sam- fleytt í 5 klukkustundir. Aður var gengið í hús og safnað loforðum til styrktar starfsem- inni. Krakkarnir spuluðu síðan stanslaust frá kl. 13 til 18 að undanskilinni 5 mínútna ,,vöfflupásu“. Fjöldi fólks kom til að hlýða á tónlistina og gæddi sér á vöfflum og kaffi. Tónleikarnir tókust vel og hljómsveitin safnaði dágóðri upphæð. Ljósmyndir: pket. K=3 KEFLAVÍKURBÆR Útboð Keflavíkurbær leitar tilboða í fullnaðarfrá- gang viðbyggingar við Myllubakkaskóla. Væntanlegur verktaki tekur við húsinu fok- heldu með gleri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Hafnargötu 32, frá mánudeginum 28. mars. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 13. apríl kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur Dagmæður í Keflavík ath. Endumýja þarf dagmæðraleyfi árlega. Um- sóknir þar um þurfa að berast skrifstofu félagsmálastjóra fyrir 11. apríl n.k. Umsóknir frá konum sem óska eftir að ger- ast dagmæður, þurfa einnig að berast fyrir sama tíma. Allar upplýsingar veittar á skrifstofunni að Hafnargötu 32, III. hæð, sími 11555. Félagsmálastjóri Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.