Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 24. mars 1988 Vélstjórafélag Suðurnesja tilkynnir í sambandi við 50 ára afmæli félagsins mun FAXI birta ágrip af sögu þess í máli og myndum í næsta tölublaði, sem kemur út um helgina 27. mars n.k. Eintak af blaðinu verður póstsent til allra félagsmanna eldri sem yngri, núverandi sem fyrrverandi. Afmælishátíð félagsins verður í félagsheimilinu Stapa laugar- daginn 2. apríl n.k. og hefst kl. 15.30 - hálf fjögur. Eldri sem yngri, fyrrverandi sem núverandi félagareru hvattir til að mæta á afmælishátíðinni. Hver félagsmaður má taka með sér einn gest. - Góðar veitingar, enginn aðgangseyrir. Skemmtinefndin TILKYNNING FRÁ PÓSTI OG SÍMA KEFLAVÍK - NJARÐVÍK Fermingarskeytaþjónustan verður með sama hætti og undanfarin ár. Sunnudaginn 27. mars verður fermingarskeyta- móttakan opin kl. 10-19. Skírdag, 31. mars, kl. 10 - 19. 2. í páskum, 4. apríl kl. 13 - 17. Geymið^uglýsinguna StÖðvarStjÓrÍ PÓStS Og Síma þjónustuna. Keflavík - Njarðvík Fasteignagjöld Þriðji gjalddagi fasteignagjalda 1988 var 15. mars sl. og er eindagi hans 15. apríl n.k. Útsendir gíróseðlar óskastgreiddirfyrireindaga. Eftir þann tíma falla seðlarnir úr gildi og dráttarvextir reikn- ast á skuldina. Bæjarsjóður - Innheimta Ljósm.: epj. NYR SJUKRABILL Kominn er til Suðurnesja nýr fullkominn sjúkrabíll í eigu Rauða kross deildar á Suðurnesjum. Bíll þessi er af Ford Econoline 350 gerð og hinn vandaðasti að allri gerð. Um er að ræða háþekjubil sem býður upp á þá mestu tækni sem hægt er að bjóða upp á fyrir sjúklinga í sjúkra- bíl. Bíll þessi er bæði lengri og hærri en sá bíll sem mest hefur verið notaður fram að þessu. Kemur sjúkrarými bílsins því út sem stærra. Að sögn Gísla Viðars Harð- arsonar, formanns deildarinn- ar, verður bíllinn afhentur Brunavörnum Suðurnesja til afnota nú næstu daga. En fyrir á Rauða kross deildin tvo bíla sem nú eru í rekstri hjá BS og er hugmyndin að selja annan þeirra, þann sem fram að þessu hefur verið notaður sem sjúkrabíll númer eitt. Ferm i ngarskeyta- sala Heiðabúa Skeytasala Heiðabúa verður í Skátahúsinu báða fermingardag- ana 27. og 31. mars. Húsið opnar kl. 10 og er opið til kl. 19. Einnig höfum við móttöku í Nonna og Bubba. Hólmgarði frá kl. 13 til 19. Aðstandendur þeirra barna sem ekki verða heima á fermingardag- inn eru vinsamlega beðnir að til- kynna í Skátahúsið hvert á að senda skeyti barna þeirra. Skátarnir vonast eftir að bæjar- búar styrki skátastarfíð með því að kaupa skeyti hjá þeim. Einu sinni skáti, ávallt skáti. Skátakveðja Heiðabúar Kynningarfundur um sorg og sorgarferli Kynningarfundur um sorg og sorgarferli verður haldinn í Kirkjulundi í Keflavík mið- vikudaginn 30. mars n.k. kl. 20.30. Menn hafa greint sorgina á fjóra vegu. Talað er um dæmi- gerða, ,,eðlilega“ sorg, lang- varandi (kroniska) sorg, inni- byrgða sorg (inhibited) og síð- búna sorg. Þessarskilgreining- ar eru niðurstöður rannsókna og gefa til kynna mikilvægi sorgarferlisins. Sorg er alvar- legt ástand sem getur haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir líf og heilsu manna. Það er ekki um að ræða afmarkað, ein- angrað svið, heldur orsaka- vald sem nær til allra þátta mannlífsins. Við stöndum frammi fyrir því að takast á við þennan veruleika lífsins án þess að af- neita honum. Við verðum að læra að lifa við ýmsar dökkar hliðar lífsins. Efnt er til kynn- ingarfundarins til þess að kanna hve þörfin er brýn. Frummælendur verða sr. Sig- finnur Þorleifsson, prestur Borgarspítalans, einn af stofn- endum samtaka um sorg og sorg- arferli og Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, sem hefur kynnt sér viðbrögð fólks við niissi. Þeir sem misst hafa ástvini og annað áhugafólk er vel- komið á fundinn. Þátttaka er ekki bundin við trúar- eða lífs- skoðanir. Reynt verður að mæta fólki eins og það er. Eftir páska verður unnið í svo köll- uðum nærhópum (10-12 manna) með einum leiðbein- anda og stuðningsfólki, gjarn- an fólki, sem hefur misst fyrir tveimur eða enn fleiri árum. Fundir verða einu sinni í viku um 5 vikna skeið og þeim fundinn staður, eftir þvi sem hentar þátttakendum best hér á Suðurnesjum. Síðan verður tekin ákvörðun um hvort fundir verða haldnir mánaðar- lega yfir sumartímann eða komið saman á ný i haust. Um þetta verkefni hefur tekist samstaða presta þjóð- kirkjunnar á svæðinu og prests Aðventista í Keflavík, Þrastar Steinþórssonar, sem unnið hefur að þessum málum og kynnt sér þau sérstaklega er- lendis. Við biðjum blaðamenn að sýna okkur nærgætni og viljum ekki að ljósmyndir séu teknar á kynningarfundinum. Það er fátt betur við hæfi en að hefja umræðu um þessi mál í kyrruviku. Sagt hefur verið að „samtal sé sorgarléttir" og ég vil að lokum minna á það fyrirheit, að þeir sem feta krossferil Krists í sorg eignast hlutdeild í upprisu hans. Olafur Oddur Jónsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.