Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 22
\)IKUR 22 Fimmtudagur 24. mars 1988 Hækjukarlar ÍBK, f.v.: Axel Nikulásson, Matti Ó. Stefánsson, Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúla- son og Gylfi Þorkelsson. Fyrri leikur UMFN og ÍR í kvöld Dregið var í undanúrslit bikarkeppni KKI um síðustu helgi. Njarðvíkingar lentu á móti IR og verður fyrri leikur liðanna í kvöld í Iþróttahúsinu í Njarðvík og hefst kl. 20. MÖRK FRÁ Una Steinsdóttir var í miklu stuði þegar IBK vann Aftureld- ingu i 2. deild handboltans um sl. helgi. Una skoraði 12 mörk í yfirburðasigri ÍBK, 24:13. Staðan í leikhléi var 14:10. Leikurinn var jafn framan aí', en þegar staðan var 7:6 fyrir UMFA settu Keflavíkurstúlk- urnar í annan gír og skoruðu 7 mörk gegn einu áður en I BUNU UNU flautað var til hálfleiks. Una Steinsdóttir skoraði 9 mörk í fyrri hélfleik. Yfirburðir ÍBK héldu áfram og í lokin var munurinn orðinn 11 mörk, 24:13. Þegar yfir lauk hafði Una skorað 12 mörk og var lang- best hjá IBK. Næstar í marka- skorun voru Elísabet með 4 mörk og Anna María með 3. UMFN úrvals- deildar- meist- arar UMFN gjörsigraði UMFG 101:64 í Njarðvík sl. föstudag og tryggðu þeir sér þar með úr- valsdeildarbikarinn í körfu- bolta. Staðan í leikhlé var 58:31. Njarðvíkingar léku við hvern sinn fingur, tóku leik- inn í sínar hendur strax á fyrstu mínútunum og náðu góðu forskoti, 10:7 og 24:13. Grindvíkingar áttu sér aldrei viðreisnar von, náðu aldrei upp góðu spili og hittu illa. Njarðvíkingar höfðu yfirgnæf- andi forystu allan leiktímann og voru Grindvíkingar aldrei nálægt því að jafna. Stigahæstu menn UMFN: Teitur Örlygsson 25, Valur Ingimundarson 20 og Hreiðar Hreiðarsson 20. Stigahæstu menn UMFG: Hjálmar Hallgrímsson 15,Jón Páll Haraldsson 14 og Guð- mundur Bragason 12. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson, og dæmdu þeir ágætlega. Una skorar hér eitt af 12 mörkum sínum. Ljósm.: ómj. I juau Hækjulið Keflvíkinga Urvalsdeildarlið Keflvíkinga í körfunni á ,,bágt“ um þessar mundir. Fimm af fastamönnum liðsins eru meiddir og leika lík- lega ekki með IBK í úrslitakeppninni. Sjúkralistamennirnir eru Axel Nikulásson, Matti Ó. Stefánsson, Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúlason og Gylfi Þorkelsson. í 10 manna byrjunarliði IBK, sem leikur gegn Þór um helgina verða sjö annars flokks strákar og aðeins þrír eldri leikmenn. Síðasta umferðin í úrvalsdeildarkeppninni verður um helgina, en síðan tekur úrslitakeppnin við. Líklega lendir UMFN gegn KR eða Val og IBK gegn Haukum. Handbolti kvenna: 4. FL. ÍBK í 2. SÆTI 4. flokkur ÍBK í kvenna- flokki lenti í 2. sæti í Islands- mótinu í handbolta. Urslita- keppnin fór fram á Selfossi um síðustu helgi. IBK-stúlkurnar töpuðu í úrslitaleik gegn heimamönnum 3:2. Þrátt fyrir fá mörk var mikil spenna og fjör í úrslitaleikn- um. Áhorfendapallarnir voru þétt setnir af 300 heimamönn- um sem hvöttu sitt lið óspart. ÍBK komst í 2:0 en Selfoss- dömurnar jöfnuðu og skoruðu sigurmarkið í lokin og urðu því Islandsmeistarar. Mörk IBK skoruðu Sigrún Haralds- dóttir og María Reynisdóttir. Bæði liðin unnu sitt hvorn rið- ilinn en ÍBK lenti gegn mun erfiðari liðum og sigraði þau öll. Freyr Sverrisson er þjálf- ari liðsins og sagðist hann vera ánægður með árangurinn og að stúlkurnar ættu framtíðina fyrir sér. 3. flokkur kvenna hjá ÍBK er kominn í 10 liða úrslit, sem fara fram í Vestmannaeyjum um næstu helgi. IBK mun þó ekki mæta til leiks þar sem nokkrar stúlknanna eiga að fermast um helgina. Þessi ár- angur í kvennaboltanum er engu að síður ánægjulegur og vonandi aðeins byrjunin á uppsveiflu í handboltanum í Keflavík. 3 meistaratitlar UMFN Eftir leik UMFN og UMFG á föstudaginn voru Njarðvíking- um afhent sigurlaun í Islandsmótinu í þremur flokkum: úrvals- deildarbikarinn, í 2. flokki og svo lávarðadeild. Tveir Islands- meistaratitlar og einn deildarbikar. Allt útlit er fyrir að fleiri eigi eftir að bætast í safn UMFN áður en tímabilinu lýkur. Ljósm.: Ægir Már

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.