Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 24.03.1988, Blaðsíða 28
mun Fimmtudagur 24. mars 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Tilboð komið í Sjóefna- vinnsluna Borist hcfur formlegt kuuptilboð í Sjóefnavinnsl- una á Reykjancsi. tý-þaðfrá þeini Gunnari Hastlcr og Guðmundi Ragnarssyni. On Gunnar hefur starfað hjá lyrirtækinu frá þeini tínta að tilraunavinnsla hófst þar. Átti að laka tilboð þetta til athugunar í stjórn fyrirtæk- isins í dag. Loftmynd af Njarðvík, Jákvæð viðbrögð við ióðaauglýsingu Heilsíðuauglýsing sem bæj- arstjórinn í Njarðvík birti ísíð- asta tbl. Víkur-frétta, hefur skilað mjög jákvæðum við- brögðum, að sögn Odds Einarssonar bæjarstjóra. Um var að ræða lóðir á fjórum svæðum í bæjarfélaginu, sem auglýstar voru lausar til um- sóknar, auk þess sem auglýst var eftir byggingaaðila á rað- húsum eða parhúsum í Móa- hverft. Sagði Oddur að svæði það sem nú væri boðið upp á í Móahverfi væri annars vegar framlenging fjögurra gatna, Fífumóa, Lágmóa, Lyngmóa Varnarliðs- maður tekinn við Glaum- berg Að undanförnu hefur mikið verið greint frá afskiptum lög- regluyfirvalda gagnvart varn- arliðsmönnum sem valdið hafa óþarfa árekstrum utan varnarliðsgirðingarinnar. Eitt slíkt tilfelli kom upp kl. 4 að- faranótt laugardags er varnar- liðsmaður var tekinn við Glaumberg og lluttur upp á Völl. Hafði hann ekki útivistar- heimild, þ.e.a.s. hann mátti ekki vera á almannafæri eftir kl. 24. Eru slíkar heimildir gefnar út afyfirmönnum varn- arliðsmanna, en ekki uppá- skrifaðar af íslenskum yfir- völdum. og Starmóa, auk þess sem bætt væri við einni götu, Kjarrmóa, sem er næst bæjarmörkunum. Eru lóðir þessar á svæði sem Njarðvíkurbær tók á leigu af ríkinu á síðasta sumri. Ástæðan fyrir því hvað lóðir þessar eru seint boðnar út er sú, að sögn Odds, að þegarátti að fara að þinglýsa lóðasamn- ingi þessum mótmælti Land- eigendafélagið því og tók þing- lýsingadómari þau mótmæli til greina og því var þinglýs- ingu samningsins frestað. Áfrýjaði bæjarfélagið þá mál- inu til Hæstaréttar sem úr- skurðaði að það bæri að þing- lýsa samningi þessum, og er sá úrskurður nýfallinn. Er hér um að ræða lóðir undir raðhús og parhús, en þó aðallega undir einbýlishús. Var búið að skipuleggja svæð- ið og ganga frá því til úthlut- unar á allan hátt, þegar Hæsti- ráttur kvað upp úrskurð sinn. Við Gónhól er annars vegar boðið upp á fjórar lóðir á svæði milli Gónhóls og Bolafótar, en það er svæði það sem bæjarfé- lagið fékk á leigu þegar skemmur voru keyptaraf Kar- vel Ögmundssyni á sínum tíma. Þá eru nokkrar lóðir á þessu svæði sem enn er ófrá- gengið við Karvel út af, en það svæði markast af Borgarvegi, Hæðargötu og Gónhól. Standa yfir viðræður um að bæjarfélagið kaupi síðustu skemmu Karvels á þessu svæði og tæki þá þetta svæði jafn- framt á leigu. Auk þess er boðið upp á nokkrar lóðir við Háseylu og Kópubraut í Innra-hverfinu. Um viðbrögð við auglýsingu þessari sagði Oddur: ,,Þau hafa verið mjög jákvæð bæði frá byggingaaðilum og ein- staklingum og þá jafnt á öllum þessum svæðum, en eftir páska verður tekin ákvörðun um út- hlutun viðkomandi lóða“. Baldur til starfa á ný ,íf L Baldur Júlíusson Af hálfu ríkisendurskoðun- ar er lokið embættisathugun á fjárreiðum bifreiðaeftirlits rík- isins í Keflavík. Hefur ríkis- saksóknari ákveðið að höfðu samráði við dómsmálaráðu- neytið, rannsóknarlögreglu ríkisins og ríkisendurskoðun að óska ekki eftir frekari rann- sókn í máli þessu. Telur ákæruvaldið því ekki ástæðu til frekari aðgerða. Mun fo rs t öð u m að u r bifreiðaeftirlitsins, sem leyst- ur var frá störfum meðan rannsóknin fór fram, því taka aftur við starfi sínu að sögn Hjalta Zóphóníassonar, skrif- stofustjóra dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Sagði Hjalti einnig að forstöðumað- urinn hefði fengið áminningu um tvö tiltekin atriði en að öðru leyti væri hann laus mála.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.