Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1988, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 24.11.1988, Blaðsíða 3
\>iKur< jtíttít Fimmtudagur 24. nóvember 1988 Afmæli Jóhanna Margrét Stefáns- dóttir frá Fossi í Grímsnesi, Vallarbraut 2, Njarðvík, er 80 ára í dag. Eiginmaður hennar var Friðjón Jónsson kaup- maður, sem lést árið 1974. Jóhanna tekur á móti gest- um á heimili sínu í dag, fimmtudag, eftir kl. 16. vinnuslys Sjómaður á m.b. Jóhannesi Jónssyni KE 79 slasaðist á baki um borð í bátnum við bryggju í Keflavíkurhöfn á fimmtudag. Átti slysið sér stað með þeim hætti að plastkar féll ofan af bryggju og lenti á manninum er stóð á þilfari bátsins. Var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Keflavíkurlæknis- héraðs. Kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja varð fyrir því óhappi að fótbrotna í skólan- um síðasta fímmtudag. Var viðkomandi kennari á leið um stiga er hann missteig sig með ofangreindum afleiðingum. Var kallað á sjúkrabíl sem flutti kennarann á sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu en fót- brotið mun hafa verið um ökkla. Eru úrvalsdeidarleikmenn ÍBK í körfunni að kikna undan álagi hjá nýjum þjálfara?: „Harðasti þjálfari sem við höfum haft - segir Jón Kr. Gíslason, fyrirliði (BK úú „Lee Nober er harður þjálfari. Sá harðasti sem við höfum nokkurn tíma haft. Hann er með ný vinnubrögð, nokkuð sem margir okkar þekkja ekki og þetta tekur oft á taugarnar. Þar af leið- andi hefur stundum komið upp viss streita í mannskap- inn en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég tel að hann sé á réttri leið. Hann er mjög harður, á það til að öskra á okkur og láta okkur heyra það ef hann er ekki sáttur við það sem við gerum. Aginn er gífurlegur og hjá honum kemst ekkert annað að nema körfubolti. Við þurfum þetta til að ná titlin- um og við höfum aldrei verið betri enda ætlum við okkur langt í vetur“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK, þeg- ar hann var spurður um álit sitt á Lee Nober, þjálfara liðsins. Þær sögusagnir hafa kom- ist á kreik að Keflvíkingar væru að kikna undan álag- inu hjá Nober og samskipta- örðugleikar væru milli hans ogleikmanna. „Nobererhér fyrst og fremst til að þjálfa liðið og ætlar sér að ná árangri. Það eru ekki mikil samskipti milli hans og leik- manna að undanskildum æf- ingum og leikjum. Leikmenn eru enn að venjast honum en hér er ekki um neitt vanda- mál að ræða“ sagði Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksráðs. 10% afsláttur á damixa /// blöndunartækjum. Kynning föstu- daginn 25. nóv. Járn & Skip v/Víkurbraut - Sími 15404 Tuttugu og sjo Rólegt í mið- bænum Frekar var rólegt í miðbæ Keflavíkur um síðustu helgi, þó var brotin ein rúða í versl- un Stapafells við Hafnar- götu. Af einhverjum ókunn- um ástæðum hefur sú versl- un orðið meira fyrir rúðu- brotum um helgar en ýmsar aðrar í miðbænum. Þó rólegt hafi verið í mið- bænum var talsvert um ölv- un í bænum og mikið um út- köll lögreglu í heimahús. Þá voru t.a.m. 2 ökumenn tekn- ir vegna gruns um meinta ölvun við akstur. SONE snittvélar fyrirliggjandi INNBU VELADEILD AUOBRÍKKU 3-5 200 KÓPAVOGI SÍMI 44288 Stapafell Keflavík Þá er komið að því, sem allir hafa beðið eftir með mikilli eft- irvæntingu. Söngolía og tertur í ómældu magni nk. sunnudag því þá verður sleginn botninn í 26. aldursár Hans Wium Bragasonar og því 27. fagnað. Óvíst er hvort veislan verð- ur heimavið, þar sem ýmislegt er í skolvatninu hjá Hansa en hann mun þó taka á mótigest- um á flóði um borð í Víði II einhvern tímann í næstu viku. Á.T.V.R. Laugavatni, vinir og vandamenn í Garði. Hárgreiöslustofan £Utfens Vatnsnestorgi | Tímapantanir í síma 14848 Leiksýning og þrí- réttaður matseðill á 2000 kr.! '“>rt°S>s» Muniö sunnudags* fjölskylduhlaöborölö frá kl. 12-14:30 og 18-21 á aðeins 1.050.- kr. Frilt fyrir 8 ára og yngri - 'h fyrir 12 ára og yngri. BARNAHORN með vldeol. R ESTAURAN Sími 11777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.