Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.11.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 24. nóvember 1988 mun juiU% MIÐBÆJARVANDAMÁLIÐ: Að gefnu tilefni í síðasta tölublaði Víkurfrétta, frá 17. nóvember sl. er fjallað um hið svokallaða „miðbæjarvanda- mál“ og vitnað í umræður er áttu sér stað á bæjarstjórnarfundi þann 15. nóv. sl. Þar sem í umfjöllun þessari eru höfð eftir undirritaðri ummæli sem aðeins eru sem hálfkveðin vísa og útfærð á mjög óréttmætan hátt, sé ég mig knúna til að leiðrétta blaðamanninn. Ritað stendur: „Jónína Guð- mundsdóttir benti á að 9. bekkur i fyrra hefði verið slæmur." 1 fyrsta lagi vil ég benda á að ekki er nú víst að öllum sé ljóst að hér muni átt við 9. bekk Holta- skóla, enda þótt blaðamanni sé sjálfum eflaust enn i fersku minni hverjir þar kcnna. Ég yrði ekki hissa þótt einhverjir foreldrar þessa árgangs hér syðra hafi rekið upp stór augu og undrast svo mikla alhæfingu. Staðreyndin er sú að í fyrrnefnd- um umræðum, sem voru all nokkrar, kom m.a. fram að svo virtist sem Hafnargatan hér í Keflavík gegndi líku hlutverki og Hallærisplanið í Reykjavík, þ.e. hingað söfnuðust auk ungiinga úr Keflavík unglingar úr nágranna- byggðarlögunum. I umræðum sem á eftir fóru benti ég á að við Keflvíkingar gæt- um vissulega ekki hvítþvegið okk- ar unglinga á þessum forsendum, af því sem miður færi. Hinsvegar væru ætíð I stórum árgöngum mis- jafnir einstaklingar og til vand- ræða sumir hverjir. Og hér kemur svo Ieiðrétting mín: Eg sagði að þannig væru t.d. færri slíkir ein- staklingar í 9. bekk Holtaskóla í ár en í fyrra. Og hvað gerist? Blaða- manni Víkurfrétta verður það á sem mörgum unglingnum hefur sárnað mjög i gegnum tíðina að tala um þessa fáu einstaklinga sem allan árganginn. eða öllu heldur að leggja mér þau ummæli í munn. Þetta eru slæm mistök, sem ekki verða erfð, en ég vil taka skýrt fram að ncmendur mínir frá í fyrra eiga allt annað skilið en þennan dóm af minni hálfu. En fyrst ég tók fram pennann ætla ég að fjalla örlítið um „mið- bæjarvandamálið á Hafnargöt- unni“. Hver er ástæðan fyrir þessu háttalagi unglinganna um helgar? Versnandi upplag þeirra? Ég efa það. Aukinn drykkjuskapur þeirra? Ef til vill, því miður. Hafa þau ekkert annað við að vera? Ef- laust misjafnt. Það er hægt að spyrja sjálfan sig margra fleiri spurninga og ég ætla síður en svo að afsaka hegðunina um helgar því auðvitað er óþol- andi að fólk geti ekki haft frið á heimilum sinum eða verið öruggt um eigur sínar niðri í bæ. Þetta eiga unglingarnir okkar að skilja - enda gera þau það flest. Sem betur fer er þaðminnihlutisem hagarsér eins og raun ber vitni. Ég verð þó að segja að í umfjöllun Víkurfrétta er stundum helst að sjá að heildin sé öll jafn slæm. Og svo vill til að á títtnefndum bæjarstjórnarfundi beindi ég máli mínu til blaða- manns þessa blaðs og benti honum á að e.t.v. væri hollt að beina myndavélinni ekki alltaf að þeim sem verst láta, því ég veit að hinir, þessir venjulegu eru líka niðri í bæ um helgar. Það er talið að birtingar fregna af afbrotum og ég tali nú ekki um myndbirtingar af slíku geti virkað hvetjandi. Jú, sjálfsagtfáeinhverj- ir samviskubit við birtingu mynd- ar, en þeir sem verst eru staddir gangast einfaldlega upp í því að lesa fréttir af gjörðum sínum. Ég veit þess dæmi að einstaklingar úr þessum hópi hengja gjarna grein- arstúfa af þessu tagi upp í kringum sig sér til ánægju. Þetta ættu þeir Bréf til ðlafs Heill og sæll Ólafur Björns- son. Eftir þinni skoðun skulda ég þér bréf. Ég ætla að byrja á gömlum málshætti: „Miklir menn erum við Hrólfur minn“ og breyta því i Ólafur minn. Þú segir mér í bréfi þínu að það hafi verið Ragnar Guð- leifsson sem flutti frumvarp til laga sem heimilaði Keflavíkur- bæ að fá hluta af Gerðahreppi á silfurfati. Ég vissi það áður, en Ragnar Guðleifsson var hugsjóna- og baráttumaður fyrir Keflavík og barðist af eld- móði við afturhaldsöfl sem héldu öllu niðri á árunum fyrir stríð. Maður hlýtur að bera virð- ingu fyrir slíkum manni sem byggði grunn að þeirri Kefla- vík sem nú er í vexti. Auðvitað hefði Ragnar aldrei komið um- ræddu frumvarpi í gegnum Al- þingi án þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styddu það. _ Mér flnnst ekki rétt af þér Ólafur minn að bjarga þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins sem starfa við fjölmiðla að hafa í huga og reyna að fara hér meðal- veginn vandrataða. En víkjum nú að aðbúnaði ungl- inganna okkar hér í bæ. Ég hygg að á flestum sviðum búum við vel að okkar ungviði. Við höfum öfl- uga íþróttastarfsemi og eigum mikið af góðu íþróttafólki. Á ný- liðnu ársþingi Í.B.K. sagði Hannes Þ. Sigurðsson, varaforseti Í.S.Í., að Í.B.K. hefði löngunt skarað fram úr hér á landi. Hér starfar öflugur félagsskap- ur KFUM og K, félagslíf í skólum er mikið og eru þar starfandi margvíslegir klúbbar. í Holta- skóla er starfrækt æskulýðsheim- ili bæjarins og við höfum gott skátastarf. Þessi upptalning er ekki tæmandi að sjáífsögðu en ég læt hana nægja. Þrátt fyrir þetta allt er viss hóp- ur sem ekki hefur ánægju af eða áhuga á neinu slíku, og sömu helgi og fjallað er um i síðustu Víkur- fréttum, eða helgina 12.-13. nóv. var bráðskemmtilegu hippadiskó- teki í Holtaskóla lokað vegna drukkinna utanaðkomandi ungl- inga við innganginn. Og talandi um diskótek, þá höfum við ýmsa staði hér sem geta kallast ungl- ingaskemmtistaðir. Við höfum Holtaskóla upp til 15 eða 16 ára aldurs. Mér er tjáð að í Stapa sé yfírleitt orðið 17 ára aldurstak- mark og að í Glaumbergi sé 18 ára aldurstakmark á föstudögum. Um helgar vill unga fólkið gjarnan fara þangað sem dansað er, svo scm verið hefur í gegnum árin. Mér sýnist ekki vera neinn löglegur skemmtistaður fyrir einn árgang eða svo. Þ.e. frá því að þau ljúka grunnskólanum mörg 15 ára og þar til þau ná 17 ára aldri. Gctur þetta verið hluti af vandanum? Það er staðreynd að þörf ungling- anna fyrir að hittast og vera með hópnum er mjög sterk. Þetta er bráðnauðsynlegt fyrir þroska þeirra og í hópnum eða „klík- „Ég verð þó að segja að í umfjöllun Víkurfrétta er stundum helst að sjá að heildin sé öll jafn slæm“, segir Jónína Guðmundsdóttir í bréfi tii ritstjórnar. unni, hverjum svo sem um er að kenna. Jónínn Guðmundsdóttir, kennari. Frá ritstjórn Víkurfréttir standa í einu og öllu við það sem fram kom um málið í síðasta tölublaði. Varðandi skoðun Jónínu um myndbirtingar er rétt að geta þess að við höfum orðið varir við mikil viðbrögð og þakkir frá fólki vegna þess hvernig við tókum á málinu. Við höfum að vísu einnig heyrt það að óþarfi hafi verið að strika yfir augu viðkom- andi unglinga. Það sem réði þeim gerðum okkar var hluttekning með aðstandendum viðkomandi unglinga. Af einhverri ástæðu má lesa út úr þessum orðum Jónínu að um- fjöllun Víkurfrétta um unglinga- mál séu neikvæð. Þess vegna er það athyglisvert að hún minnist ekkert á aðrar greinar i sama tölu- blaði er fjalla um unglinga. Þar má benda á hippaball í Holtaskóla, hljóðnemakeppni Fjölbrautaskól- ans og skemmtikvöld í Sandgerði. Varla telur kennarinn og varabæj- arfulltrúinn Jónína Guðmunds- dóttir þetta neikvæða umfjöllun? unni" fá þau þann stuðning sem þau þurfa þegar þau eru að rífasig undan áhrifavaldi okkar foreldra sinna, til þess að vera sjálfstæðir einstaklingar. Okkur finnst þau stundum ganga full langt i þessu efni en það er nú önnursaga. En ef krakkarnir hafa ekki annan stað en Hafnargötuna til að hittast á þá fara þau bara þangað. E.t.v. allt í lagi, nema að nú eru brotnar rúð- ur og framin önnur skemmdar- verk og þá þarf að huga að því að finna lausn. Og lausnina finnum við best sjálf með samráði for- eldra, skóla, unglinga og lögreglu. Ég held að við þurfum enga utan- aðkomandi hjálp ef við tökum nú saman höndum öll þau sem hafa með unglinga að gera. Byrjunin gæti jafnvel verið sú að hver og einn ræddi sitt sjónarmið á heima- velli. Nú fer í hönd kaldastiogdimm- asti tími ársins. Þá er Hafnargatan oft lítt fýsilegursamastaður. Hvað tekur þá við? Partý í heimahúsum? Ekki góður kostur að mati „gam- aldags" foreldra. Þið krakkar hafið oft góðar hug- myndir, viðrið þær nú og komið á framfæri, það er aldrei að vita nema lausnin sé í sjónmáli. Eitt er þó víst að nú er nóg kom- ið af óskundanum á Hafnargöt- Akstursömenning og unglingarnir með því að benda á Ragnar en nóg um það. Þú segir Olafur í bréfi þínu að það haft verið 11 jarðir í Leiru. En efviðförum í manntal frá árinu 1890 kemur annað í ljós. Þá eru 24 býli í byggð, þar af 12 grasbýli, með 171 íbúa. Á sama ári eru íbúar í Keflavík 223, flestir stunduðu verslunar- og þjónustustörf og versluðu við Leiru- og Garð- menn og Miðnesinga. Auðvitað var Keflavík í Gerðahreppi. Keflvíkingar áttu ekki kirkju og heldurekki kirkjugarð, enda voru þeir í Útskálasókn og sóttu kirkju þangað. Þú spyrð Ólafur, hvar Leirumenn séu. Ég fullyrði að þessir dánu heiðursmenn séu ekki á sveimi í Keflavík. Þeir voru búnir að fá nóg af kaup- mönnum í Keflavík. Svo kveð ég þig Ólafur með vinsemd og þú skuldar mér ekki bréf. Garði, 17. nóv. 1988, Njáll Benediktsson. Vegna skrifa sem verið hafa í blaði yðar undanfarið um umferð og ómenningu á Hafnargötu get ég ei orða bundist lengur. Ég bý hér við Hafnargötuna og veit kannski meira um þessi mál en margir aðrir. Við skulum tala um ungviðið fyrst. Þetta flakk ungl- inga hér upp og niður götuna hef- ur verið svo lengi sem ég man, en misjafnt. Það bar minna á þessu renniríi meðan Bergás var opið og eins á meðan unglingaskemmti- staðurinn í Grófmni var. Það var samt talsvert þá, þvi auðvitað þurfa börnin að komast á skemmtistað og af honum aftur, ekki síður en foreldrarnir (og eru þeir betri við vissar kringumstæð- ur). Mér sýnist að það bráðvanti skemmtistað fyrir unglinga, sem væri opinn fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld og hann ætti ekki að vera staðsettur við að- al verslunargötu Suðurnesja. Þessi ólæti krakkanna eru ekki neitt nýtt mál fyrir okkur sem bú- um hér og mér finnst raunar lög- reglan oft hafa brugðist við að reyna að hafa hemil á þessum lát- um. En þeir eru nú ekki bara barnapíur, eða hvar eru foreldrar þessara barna? Ekki kæmi mér á óvart að það sé djúpt á þeim. Það vill svo til að enginn vill eiga vandamálið. Þetta eru ekki mín börn. Þau haga sér ekki svona. Þetta er gamla for- eldrahugsunin og á meðan hún ræður ríkjum, þá breytist ekkert. En svona i lokin, hvað gerðu Grindvíkingar í þessum málum? Það hefur lítið heyrst um ólæti unglinga þar að undanförnu. Þá skuium við taka fyrir akst- ursómenninguna á Hafnargötu. Hún er nú efni í bók, ef út í það væri farið, en við stiklum á stóru og styttum málið eins og hægt er, og munum að unglingarnir marg umræddu eru ekki ökumenn. Það getur verið þolinmæðisverk að komast á bílnum út úr heimkeyrsl- unni við þessa götu, því það er ekki nema 1 af hverjum 40-50 öku- mönnum sem stansar til að hliðra til í umferðinni, ekki einu sinni lögreglumenn á vakt stoppa fyrir manni. Það er ekkert betra aðætla yfir götuna (jafnvel með unga- börn), því menn flauta heldur á þig frekar en stoppa augnablik. Vel á minnst, á næturna, þegar við sem hér búum viljum sofa, þá er flauteríið meira mál en hávaði hinna gangandi. Hér á götunni eru 7 gangbrautir yfir götuna. Það dugar ekki, fólk er keyrt niður á þessum gangbrautum. Við skulum hætta að tala um aksturslagið. Það er ljótt og lagast ekki nema með almennri hugar- farsbreytingu sem vonandi verður fljótt. Én mér sýnist að það þurfi líka hugarfarsbreytingu hjá um- ferðarnefnd og skipulagsyfirvöld- um þessa bæjar. Það þarf strax að gera Hafnargötuaðeinstefnuakst- ursgötu, því það mun minnka bæði umferðar- og unglinga- vandamálin hér. Við sem hér búum höfum góða reynslu af einstefnunni sem hefur verið tekin upp fyrir jólin. Það minnkar mikið meira en um helm- ing álagið á götunni. Ég hef ekki orðið var við umferðarvandamál sem eiga að fylgja þessari ein- stefnu, að mati umferðarnefndar, og mér skilst að Karl Hermanns- son þekki þau varla heldur. Mér finnst út í hött að halda því fram að ekki sé hægt að setja varanlega einstefnu fyrr en sjávargatan sé til- búin. Þetta er fáránlegt og ekki verður sú gata mikið keyrð af mér fyrr en húseigendur þar hafa lagað hús sin sjávarmegin. Ég vil gera það að mínum loka- orðum hér, að ég styð eindregið áform Karls Hermannssonar i þessum málum og hverjum er bet- ur treystandi til þessaðsjá hvernig hlutir þessir eiga að vera? Skyldu verslunareigendur nokkuð hafa á móti því að bíla- stæðum fjölgi um helming eða svo? íbúi við Hafnargötu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.