Víkurfréttir - 24.11.1988, Blaðsíða 20
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717.
SPURÐU SPARISJÓÐINN
B.v. Sveinn
Jónsson KE-9:
Tekinn að
ólöglegum
veiðum
Togarinn Sveinn Jónsson
KE 9 frá Sandgerði var tekinn
að ólöglegunt veiðum með
karfapoka á Barðagrunni fyrir
vestan á þriðjudag. Var það
varðskipið Oðinn sem tók tog-
arann en möskvastærðin í
pokanum reyndist vera 138,9
millimetrar en má minnst vera
155 mm. Var togarinn færður
til ísafjarðar.
Keflavík
Sama
sargið
„Þetta er ekkert skárra en
verið hefur. Þetta er allt
sama sargið" sagði starfs-
maður á hafnarvoginni í
Keflavík í samtali við blaðið.
Að hans sögn hefur veiði ver-
ið lítil í netjn og snurvoðar-
veiðitímabilinu er lokið.
„Það er frekar að það fáist
eitthvað á línu en annars
urðu handfærabátar aðeins
varir við fisk í síðustu viku“
sagði viðmælandi blaðsins að
endingu.
Varnarliðs-
menn brjóta
útivistarlögin
Nú er það farið að færast
aftur í vöxt að'lögreglan í
Keflavík þurfí að hafa af-
skipti af varnarliðsmönnum
sem eru á almannafæri án
útivistarleyfa. Komu um
þrjú slík tilfelli um síðustu
helgi.
Voru viðkomandi aðilar
teknir ýmist á götum úti eða
þá að afskipta var þörf í
heimahúsum. í síðara tilfell-
inu þurfti lögreglan að hafa
afskipti vegna óláta og kom
þá í ljós að þar áttu varnar-
liðsmenn m.a. sök á máli.
Tvo halkuslys
á Reykjanesbraut
Um síðustu helgi var lög-
reglunni í Keflavík tilkynnt
um átta umferðaróhöpp í
umdæmi sínu. Voru þau
hörðustu á Fitjum og í
Hvassahrauni rétt við sýslu-
mö/kin.
Á Fitjum, rétt móts við
Víkurblóm, var ekið á ljósa-
staur um kl. 21.45 á föstu-
dag. Var þar um að ræða slys
af völdum hálku. Slys urðu
engin en bifreiðin er lenti í
þessu er mikið skemmd og
staurinn ónýtur.
Þá varð útafkeyrsla í
Hvassahrauni aðfaranótt
laugardagsins. Um var að
ræða bifreið sem ók austur
Reykjanesbrautina. Er bif-
reiðin var að nálgpst sýslu-
mörkin sprakk á hægra
framhjóli með þeim afleið-
ingum að ökumaður missti
bifreiðina útaf en hálka var á
brautinni á þessum tíma.
Fór bifreiðin eina veltu og
hafnaði á toppnum. Var
ökumaður og farþegi í fram-
sæti í bílbeltum en tveir far-
þegar í aftursætum án bíl-
belta. Slapp ökumaðurinn
án allra meiðsla en farþeg-
arnir þrír meiddust lítilshátt-
ar. Bifreiðin er mikið
skemmd.
Þingmenn í Helguvík
nesin. sýnir mynd þessi er peir skoð
sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Þingmenn kjördæmisins hafa nýlokið árlegri yfirreið um Suður-
skoðuðu framkvæmdirnar i Helguvík í fylgd forsvarsmanna Sambands
Ljósm.: hbb.
Bjargað úr
brennandi báti
Grindavíkurbáturinn Ás-
kell ÞH 48 skemmdist mikið af
eldi á Selvogsgrunni á mánu-
dagsmorgun. Varð áhöfn báts-
ins. fíórir menn, að vfireefa
bátinn og var þeim bjargað unt
borð í annan Grindavíkurbát,
Reyni GK 47.
Kom Reynir með áhöfnina
til Þorlákshafnar um hádegis-
bilið á mánudag. Er áhöfn Ás-
kels kallaði út hjálparbeiðni
kom Stokksey AR strax til
hjálpar og tók bátinn í tog til
lands. Á landleið mættu þeir
Lóðsinum frá Vestmannaeyj-
um, sem var með slökkviliðs-
menn þaðan. Var farið um
borð í hinn brennandi bát og
tókst að slökkva eldinn áður
en bátarnir komu til Vest-
mapnaeyja.
Áskell ÞH, sem er í eigu
Gjögurs h.f., Grindavík, er
mikið skemmdur ef ekki ónýt-
ur. Slapp áhöfn hans án telj-
andi meiðsla utan eins skip-
verjans sem hlaut áverka á
hendi.
TRÉ-X byggingavörur
Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700
Grindavík:
Slldin er
fólkinu allt
„Það er ekki hægt að tala
um það“ sagði starfsmaður
hafnarvigtarinnar í Grinda-
vík, þegar hann var spurður
hvort eitthvað væri títt úr
sjávarútveginum. „Síldin er
fólkinu allt og hér er allt á
kafi í síld.“
-Hvernig h.efur veiðin
gengið?
„Síldveiðarnar hafa geng-
ið nokkuð vel og stóráfalla-
laust hjá okkar bátum“ sagði
starfsmaður hafnarvigtar-
innar að lokum.
Innbrotsþjófar
gripnir með
fenginn
Nótt eina í síðustu viku
brutust tveir ungir menn inn
í verslunina Poseidon við
Hafnargötu í Kefíavík. Fóru
þeir inn um hurð sjávarmeg-
in og náðu að fylla þrjá stóra
poka með fatnaði.
Voru þeir síðan gripnir af
lögreglunni er þeir voru að
koma upp úr fjörunni með
fenginn. Hurð sú sem þeir
fóru inn um er í fullri mann-
hæð frá fjöruborði og þurftu
þeir því að leggja töluvert á
sig til að komast þar inn.
Hefur nú verið gengið þann-
ig frá hurð þessari að útilok-
að er að komast þar inn á ný.
Beit á agnið
A þriðjudag var tilkynnt til
lögreglunnar í Kefíavík að
köttur væri fastur á línukrók.
Kötturinn hafði farið í línu-
bala fyrir utan beitingaskúra í
Sandgerði og verið að narta í
beituna, en ekki tekist beturtil
en svo að hann festist við einn
krókinn. Ekki var annað hægt
en afíífa köttinn.
Þó sumir telji dagana til jóla,
þá tel ég dagana til bjórsins ...