Víkurfréttir - 24.11.1988, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 24. nóvember 1988
Meðal þess sem sýnl var á opnu liúsi SK og HSS var myndasyrpa, þar sem fæðing með keisaraskurði var rakin.
Sjúkrahúsið - Heilsugæslan:
Góð kynning fyrir almenning
Sjúkrahús Keflavíkurlækn-
ishéraðs og Heilsugæslustöð
Suðurnesja stóðu fyrir opnu
húsi síðasta sunnudag. Kenndi
þar margra forvitnilegra
grasa, eins og sagt er. Var
mjög vel að kynningarstarfinu
á stofnunum þessum staðið en
þó var synd hve fáir komu og
nýttu sér tækifæri þetta til að
fræðast um allt að því ótrúlega
hluti.
Þegar fólk hafði gengið um og skoðað stofnanirnar var boðið upp á
kaffi, ávaxtasafa og meðlæti í eldhúsi sjúkrahússins.
Þrátt fyrir dræma aðsókn
bar Karl Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri SK og HSS, sig
nokkuð vel og taldi aðsóknina
þokkalega í samtaði við blað-
ið. En aðeins um 250 manns af
tæplega 15 þúsund íbúum
svæðisins létu sjá sig.
Meðfylgjandi myndir tók
Ijósmyndari Víkurfrétta,
Hilmar Bragi, við þetta tæki-
færi.
Hjúkrunarfræðingur fræðir gesti uni það hvernig dreifing fer fram
og hvaða áhöld eru notuð við ýmsar aðgerðir.
Jólaföndurdagur í Myllu-
bakkaskóla á laugardag
Jólaföndurdagur Myllu-
bakkaskóla verður haldinn
næstkomandi laugardag, 26.
nóvember. Eins og síðastlið-
ið ár er fyrsti sunnudagur í
aðventu í nóvember og því
ekki úr vegi að foreldrar, af-
ar og ömmur komi með
börnum sínum og eigi
skemmtilega dagsstund sam-
an áður en kveikt verður á
fyrsta aðventukertinu.
Skipting nemenda verður
þannig að sex til átta ára
nemendur mæta kl. 10-12 en
níu til ellefu ára nemendur
frá kl. 13 til 15. Ætlast er til
að börn séu í fylgd með for-
eldrum. Þeir foreldrar sem
eiga börn í báðum hópum
geta valið um tíma.
Tónlistarskólinn í Kefla-
vík mun setja hátíðarblæ á
samkomuna með. flutningi
hugljúfra jólalaga í flutningi
tveggja sveita.
Stjórn foreldra- og kenn-
arafélags Myllubakkaskóla
hvetur öll börn og foreldra
þeirra, ömmur og afa til þess
að mæta og vinna saman að
jólaföndri.
Holtaskóli:
Léleg
mæting
foreldra
Síðasta fimmtudag átti að
halda aðalfund Foreldra- og
kennarafélags Holtaskóla. En
þótt foreldrar barna við skól-
ann séu um 900 talsins mættu
aðeins 15 manns á fundinn.
Þar af voru kennarar og blaða-
maður.
Var þvi ákveðið að fresta að-
alfundinum þar til næstkom-
andi mánudag og hefst hann
þá kl. 20.30 í sal Holtaskóla.
Er vonandi að fleiri láti þá sjá
sig.
Allt fyrír
aðventuna!
Kransar og
skreytingar í úrvaln
Opið til kl. 21 öll
kvöld til jóla, nema
sunnudaga til kl. 18
KOSY
Hafnargötu 6 - S: 14722
Tvær hæðir
roðfullar af
nýjum húsgögnum
og veitum 10% staðgreiðsluafslátt
Fimmtudagur 24. nóvember 1988 11
Glæsileg ensk borðstofuhúsgögn á
ótrúlega hagstæðu verði.
Hillusamstæður Frá kr. 49.320
Þýskur leður raðsófi - Miklir möguleikar í
útfærslu - Ath. 15% staðgreiðsluafsláttur.
Ut$kálar
Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 11755
Nokkrar hressar i
„innkaupunr'.
„Þetta eru ineiri vandræðin með þig, Hvað
hcfur þú eiginlega fengið í hárið?“, gæti
stelpan verið að hugsa.
LIÐIN
„Ó, beibí, æ lof jú“.
Ambassador sófasett 3+1+1
159.120 kr.
STAÐGREITT
Vandamál þau sem komið
hafa upp um helgar í Keflavík
vegna fámenns hóps unglinga
hafa vakið mikla athygli. Þá
ekki síður fréttamyndir þær
sem ljósmyndari blaðsins tók
meðan róstumar stóðu yfir um
þar síðustu helgi.
Hinu má þó ekki gleyma að
Þrír hressir krakkar á röltinu.
hér er á ferðinni aðeins lítill
hópur af þeim unglingum sem
hópast niður við Hafnargötu
um helgar. Stærsti hluti hóps-
ins er nteð prúða framkomu og
birtum við nú myndir af þeirri
hliðinni. Ljósmyndari er sem
fyrr Hilmar Bragi.
'W.
96...95...94...93... Það er farið að styttast í bjórinn
„Við erum bara að taka svona bíó“, sagði kvikntyndagerðarmað-
urinn og bílstjórinn brunaði í burtu.