Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 1
mrn Fimmtudagur 19. janúar 1989 Ríkismat sjávarafurða: Lélegur afli á land Ríkismat sjávarafurða hefur átt í erfiðleikum með að fá sjómenn á línu- og netabátum á Suðurnesjum til þess að ísa aflann um borð í bátunum. Að sögn Gísla Jóns Kristjánssonar er afli línu- og netabáta á Suður- nesjum lítið eða ekkert ísað- ur og þar af leiðandi kæmi mikið lélegri afli á land á Suðurnesjum heldureníöðr- um landsfjórðungum. Tók Gísli Jón dæmi um skip fyrir vestan og austan, þar sem allur afli væri ísaður beint í kör um borð og fengju þar af leiðandi mikið betra hráefni í land, heldur en óís- aðan ftsk úr stíum, sem er hent í löndunarmál, þaðan upp á vörubílspall og siðan í viðkomandi fiskvinnslustöð hér á Suðurnesjum. Gera þarf mikið átak til þess að bæta meðferðina á aflanum til þess að auka gæði og hækka verð. Albert GK í árekstri Loðnuveiðiskipið Albert GK 31 frá Grindavík lenti í árekstri við annað loðnu- skip, Jón Kjartansson frá Eskifirði, á loðnumiðunum út af Austfjörðum á mánu- dag. Þurftu bæði skipin að leita lands til viðgerðar eftir áreksturinn. Fór Albert GK til Seyðis- fjarðar en stefnið laskaðist ofan sjólínu. Munu sjópróf fara fram á Eskifirði. Öskemmtileg reynsla íslensks vinnuvélastarfsmanns á Keflavíkurflugvelli: FÉKK BYSSUSKOT (FRAMRÚÐUNA Á föstudagsnótt í síð- ustu viku var stjórnandi vinnuvélar, svonefnds „payloder“ fyrir óvæntri reynslu á Keflavíkurflug- velli er hann var að vinna við snjómokstur í íbúða- hverfi þar. Er hann var að bakka kom óvænt skot- hljóð og skotgat myndað- ist á framrúðu vinnuvélar- innar, en manninn sakaði ekki. Var lögregla kölluð á vettvang, bæði sú íslenska og bandaríska. Skömmu síðar varð vart við að einn- ig hafði verið skotið á mannlaust hús þarskammt hjá. Að sögn Þorgeirs Þor- steinssonar, lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli, er ekki vitað hvort þarna hafi verið um einhvers konar- hagl að ræða eða loftbyssu. Ekki er heldur vitað hverjir eða hver þarna var að verki og því er málið nú í rann- sókn. SNOKERSNILLINGAR I HEIMSOKN Tveir af þremur bestu snókerspilurum heims, þeir Steve Davis, heimsmeistari, og Neal Foulds, sá 3. besti, litu viðá Knattborðsstofu Suðurnesja á leið sinni til Reykjavikur þar sem þeir háðu einvigi á þriðjudagskvöldið á Hótcl Is- landi. Fjöldi manns fagnaði þeim hér í Keflavík og bræðurnir Börkur og Burkni Birgissynir færðu köppunum íslensk- ar lopapcysur að gjöf. Ljósm.: pket. Eldeyjar-Boði fer ekki á söluskrá Stjórn Eldeyjar h.f. hefur ákveðið að setja ekki Eldeyj- ar-Boða GK 24 á söluskrá, a.m.k. að sinni. Munu þeir hafa ákveðið á fundi sínum í síðustu viku að fara aðrar leiðir til að leysa úr fjárhags- vanda fyrirtækisins en að selja bátinn. Ekið á stúlku Rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld var ekið á stúlku á móts við hús nr. 41 við Hafnargötu í Keflavík. Var stúlkan flutt á sjúkra- hús en þó ekki talin alvar- lega slösuð. Er stúlkan grunuð um að hafa verið undir áhrifum áfengis og það valdið um- ferðarslysi þessu. Tveir þáttlakendur íFegurðarsam- keppni Suðurnesja kynntir. - Sjá bls. 6 og 7. „HVAÐ VARÐ UM MILLJÚNIRNAR?" Frásögn um að Jóhann Einvarðsson, alþingismaður og formaður utanríkismála- nefndar, haft ásamt félögum sínum í bankaráði Utvegs- bankans staðið að milljarða ólöglegum lánum og spurn- ing um það hvað orðið haft af milljónunum er meðal inni- halds í frétt í sovéska blaðinu Prövdu nú nýlega. Einnig er látið að því liggja að hann hafi ásamt félögum sínum hagnast mjög á Haf- skipsmálinu á ólöglegan hátt Jóhann Einvarðsson Erlent stórblað ræðst á Jóhann Einvarðsson og stungið í eigin vasa ein- hverjum fjármunum. Þetta mál og ýmsar aðrar ásakanir ræðir Jóhann Ein- varðsson í samtali við blaðið sem birtist á miðopnu í dag. Þar kemur einnig fram svipt- ingin á þinghelgi hans o.fl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.