Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Side 11

Víkurfréttir - 19.01.1989, Side 11
viKun 10 Fimmtudagur 19. janúar 1989 ..Ekki nema eðli- legt að við séum undir smásjá” - segir Jóhann Einvarðsson í Víkurfréttaviðtali í hu;,um margra eru alþingis- menn ekki hátt skrifaðir, þó eru hér á ferðinni menn sem oft eru mikið á milli tanna fólks. Annar þeirra Suðurnesjamanna sem nú sitja Alþingi þarf þó ckki að kvarta yfir því að nafni hans sé ekki lialdið á lofti. Ekki er þó víst að hann né aðrir óski eftir því að ná athygli almennings á þann máta sem hann hefur gcrt. Hér er að sjálfsögðu átt við Jóhann Einvarðsson sem á skömmum tíma hefur verið sviptur þinghclgi fyrstur manna á íslandi, ásakaður um að hafa ekki staðið í stykkinu sem bankaráðsmaður, fcngið slæma umfjöllun um sig í rikisljölmiðli annars risaveldanna, og vera samt álitinn í hópi þeirra þing- manna scm nánast ekkert vinna fyrir kjördæmi sitt. Þennan alþingismann, sem einnig er formaður utanríkis- málanefndar, tökum við nú í yf- irhcyrslu um þau mái sem hér hefur verið stiklað á. Fyrsta spurningin var því þessi: Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sögu Alþingis að þingmaður er sviptur þinghelgi og þú öðlast þann vafasama lieiður. Hefur þú lent í vandkvæðum vegna þessa? Þinghelgin og fjölmiðlarnir „Já, ég held að ég geti ekki neitað því. í fyrsta lagi vegna þess hvernig skýrt var frá mál- inu í fjölmiðlum og þá ekki síst áður en þinghelginni var lyft. Kom þetta fram sem sök hjá mér, áður en dómur fellur í málinu. Er það engin spurning að fjölmiðla- fárið og þá sérstaklega Ríkis- „I löl'um gert það sem við höf- um verið beðnir um“. sjónvarpið á þar stóran hlut að máli. Það birtir fréttina áður en þingið tekur málið fyrir, hvernig svo sem sá leki var, um, það veit ég ekki þó ég hafi ákveðnar hugmyndir þar um. Þá kemur það i Ijós að mjög mikill hluti almennings álítur ekki að ég hafi verið sviptur þinghelgi, heldur raunar að ég hafi verið sviptur þingsæti. Fjölmiðlarnir voru sumirekki betur upplýstir um málið en að fulltrúi eins þeirra spurði mig eftir að þingið samþykkti að lyfta þinghelginni: „Hvenær hættir þú á þingi?“ Þinghelgin er hugsuð í tvennum tilgangi. 1 fyrsta lagi svo þingið geti haft frið til starfa. í öðru lagi til að vernda þingmanninn meðan hann sit- ur á þingi. Virkar þinghelgin einungis meðan þingið situr, þannig að eftir að þingstarfi hefur verið frestað, t.d. nú um einn mánuð og eins yfir sumar- ið, þá má ákæruvaldið ákæra okkur. Viðbrögð mín voru að sjálf- sögðu þau, eins og allir vita, að mæla eindregið með því að ég yrði sviptur þinghelgi. Það taldi ég eðlilega afstöðu og tel enn. Astæðan er sú að stiórn- málamenn liggja mikið undir krítík frá fjölmiðlum og al- menningi fyrir störf sín og því væri óeðlilegt að mæla ekki með því að sitja við sama borð og aðrir. þannig að félagar mínir í bank- aráðinu, sem enn voru ekki búnir að fá ákæruna frekar en ég, fengu fréttir af þessu í fjöl- miðlum. Það út af fyrir sig er ámælisvert, hvernig það gekk fyrir sig. Síðan er það annað mál hvernig þetta mál fer í gegnum dómstólana og það verður bara að hafa sinn gang. Oþægindi mín hafa fyrst og fremst stafað af því að fjöl- miðlarnir túlkuðu málið þann- ig að ég væri raunverulega sviptur þingsæti. Mjög margir einstaklingar hafa nánast undrast það að ég væri ennþá þingmaður, kannski afeðlileg- um ástæðum." -Er svipting á þinghelgi þá raunar aðeins það að nú má kalla þig fyrir dómara, yftr- heyra þig og dæma? „Já, ég var yfirheyrður í þessu Hafskipsmáli í fyrra er ég var kallaður fyrir sem aðili að málinu. Enda er ekkert sem mælir móti því að svo sé gert þó maður sitji á þingi eins og þá var. Nú metur sérstakur sak- sóknari það svo að ég sé hugs- anlega sekur, hafi framið brot sem er að vísu aðeins það að hafa vanrækt stöðu mína eða eftirlitsskyldu sem bankaráðs- maður. Hann má ekki birta mér ákæru meðan ég sit á Al- þingi, meðan það starfar, en það starfar formlega rúmlega hálft árið og utan þess tíma er hægt að ákæra þingmann. Eru þó nokkur tilvik til þar sem þingmenn hafa verið ákærðir fyrir umferðarlagabrot og annarskonar brot og það þá gert utan þingtíma. Þó við stjórnmálamennirnir viljum vera í umræðunni er þessi ástæða ekki sú æskileg- asta, auk þess sem það er ekki skemmtilegt að komast á spjöld sögunnar sem fyrsti maðurinn sem sviptur er þing- helgi og komast þannig í ann- ála. Auðvitað hefur þetta skapað viss óþægindi, það er engin spurning um það. Ann- að er að ég hef trú á því að þeg- ar málið verður tekið fyrir, verði ég annað hvort sýknaður eða að málinu verði vísað frá vegna skorts á sök í þessu til- tekna máli.“ Utvegsbankinn - Hafskip -Getur þú greint nánar frá skoðun þinni á þessu Utvegs- banka/Hafskipsmáli og þá sér í lagi þínum þætti í þvi máli? „Það eru ýmis atriði í þessu máli sem ekki er rétt að ræða mikið í fjölmiðlum á þessu stigi. Störf bankaráðsmanna eru viss eftirlitsstörf þ.e.a.s. bankaráð fær skýrslur frá bankastjórum um stærstu málin. Þau taka þátt í vaxta- ákvörðunum, mannaráðning- um og fjárfestingum. En um almenn lánamál er ekkert rætt á bankaráðsfundum, enda ef bankaráð ætti að fara að fá lista frá bankastjórum um það hverjum megi lána og hverjum ekki, væru þau störf stunduð á allt annan hátt en þau hafa verið um áratugi. Stór lána- mál eru að sjálfsögðu rædd á bankaráðsfundi og þannig var Hafskipsmálið mikið rætt í minni tíð í bankaráði Utvegs- bankans. Eg var kosinn í bankaráðið frá l.janúar 1985 og Hafskip er lýst gjaldþrota 5. eða 6. des- ember það ár. Var ég því búinn að sitja þarna aðeins í 10-11 mánuði en fyrsti bankaráðs- fundurinn var 15. janúar. Mætti ég því hafa staðið mig ansi vel, ef ég á að hafa getað komið í veg fyrir að bankinn tapaði vegna gjaldþrots Haf- skips h.f. á þessum stutta tíma. Auðvitað er þetta tímabil fyrst og fremst tímabil hugmynda um björgunaraðgerðir og lag- færingar á þessari stöðu. Get ég því varla verið dæmdur sek- ur um það út af fyrir sig. Hins vegar þarf og hlýtur að koma út úr þessu að störf bankaráðs- manna séu skilgreind ná- kvæmar en verið hefur." Árás Prövdu -Nú hefur það gerst að erlent blað gerir árás á þig vegna málsins. Hver verða viðbrögð þín? „Það hefur komið fram í viðtali við mig í Morgunblað- inu að eftir að þessi margfræga grein Prövdu birtist, en hér er verið að tala um það blað en ekki aðra fjölmiðla, þá voru slíkar ásakanir í þessari fyrri grein blaðsins m.a. um að ég haft staðið ásamt félögum mínum að milljarða ólögleg- um lánum, m.a. er spurt um það í lok greinarinnar: „Hvað varð um milljónirnar?" Það er látið að því liggja að ég og fél- agar mínir hafi hagnast á þessu máli á ólöglegan hátt og stungið í eigin vasa einhverjum fjármunum. Hér eru slíkar ásakanir að þær eru í engum tengslum við þá ákæru sem ég fæ eða félagar mínir. Ég get ekki setið undir slíku og hlýt að kanna réttarstöðu mína gagnvart þeim fréttaritara sem hér á hlut að máli.“ -En hvað viltu segja um skrifin sem slík? „Þau koma mér mjög á óvart. Þarna er erlent blað að fjalla um málefni hér heima og samkvæmt þeim upplýsingum sem mér eru látnar í té er það fréttaritari sem búsettur er í öðru landi, nánar tiltekið Finnlandi, sem hér er að verki. Kemur mér það mjög á óvart ef hann skrifar að eigin frum- kvæði án þess að hafa mann hér heima sem veitir honum upplýsingar, enda hefst grein- in á því að það sé fréttaritari í Reykjavík sem skrifar hana. Þarna eru slíkar ásakanir að fjölmiðlamenn hér heima væru undir það búnir eftir slík skrif að leitað yrði til dómstóla um það hvort hér væri skrifað rétt eða rangt. Þessar ásakanir eru þess eðlis að ég hlýt að leita jtitu* „„Mætti ég hal'a staðið mig ansi vel, ef ég á að liafa get- að komið í veg fvrir tap bankans". allra leiða til að draga viðkom- andi aðila fyrir dómstóla." Einkalífið og hnútukastið -I hugum margra varst þú orðinn sekur um leið og um- ræðan um þinghelgina kom upp. Hvernig kom það niður á þínu einkalífi? „Ég varð var við og ég veit að það var sama um mína fjöl- skyldu, að þetta vakti mikla umræðu um mig sem persónu og þingmann og því fylgja alls konar „glósur“. Það er ekkert þægilegt fyrir stjórnmálamann sem er að reyna að tryggja stöðu sína sem stjórnmála- maður og þingmaður, að vera undir slíku fargi. Persónulega get ég ekki sagt að mér hafi neins staðar verið úthýst á þessu stigi, en ég er sannfærður um að hugsanleg áhrif gætu komið þegar líður að næstu kosningum, hvort sem ég ákveð að bjóða mig þá fram eða ekki. Verði málinu þá ekki lokið er hugsanlegt að þetta hafi áhrif á val á fram- Viðtal: Emil Páll MiKun jtiOU Fimmtudagur 19. janúar 1989 11 boðslista eða kosningar, það er engin spurning. Þetta er mikið í umræðunni, ekki síst hjá yngri kynslóðinni." -Er það kannski eins með þingmenn og ýmsa aðra sem mikið ber á að fjölskylda þeirra verður oft fyrir miklu aðkasti? „Ekki kannski aðkasti en íjölskyldan verður fyrir vissu álagi vegna slíkrar fjölmiðla- umræðu. Þá á ég við að það er sama hvar maður er, á fund- um, skemmtistöðum eða bara heima, þá er óneitanlega verið að hnýta í mann og maður heyrir það í ýmsum tónteg- undum og visst hnútukast er í gangi. Það er þó ekki nema eðlilegt, við erum undir smá- sjá, en það verður að gæta hófs í þessu eins og öðru.“ Eldeyjarmálið og „dugleysi þingmanna“ -Nú hefur það verið land- lægt, allavega hér á þessu landshorni, að þingmenn séu álitnir duglitlir og geti lítið eða geri lítið þó upp komi ýmis hagsmunamál s.s. HK-málið og Eldeyjarmálið. Er eitthvað til í þessum áróðri? „Það er kannski ekki rétt að ég dæmi um það .Hins vegar verð ég að segja það vegna síð- ast nefnda málsins og viðtala við forsvarsmenn Eldeyjar að ég veit ekki annað en að við, þingmenn kjördæmisins, þá bæði sem einstaklingar og hópur, höfum reynt að gera það sem við höfum verið beðn- ir um. Ég held t.d. að Eldeyjar- menn geti ekki sagt það með sanni að við höfum ekki gert allar tilraunir til að aðstoða þá alveg frá upphafi, annað væri ósanngjarnt. Ég er alveg sannfærður um það, þó verið sé að meta niður- stöður af málum, þá er ekki alltaf sem okkur tekst það sem við erum að gera. Það má kannski orða það þannig að þær tilraunir sem við erum að gera til að leysa mál héraðsins eru kannski minnst í fjölmiðl- um. Það er kannski niðurstað- an sem er í fjölmiðlunum og þá er sagt að þetta eða hitt hafi ekki tekist. Löggjafarsamkoman er nú einu sinni þannig að þar er stjórn og stjórnarandstaða að starfi fyrst og fremst í stjórn þjóðmála. Samstarfið í þing- mannahópi kjördæmisins er afar gott og við höfum yfirleitt staðið saman að þeim hags- munamálum sem við erum að reyna að koma fram. For- ganga hlýtur fyrst og fremst að vera hjá heimamönnum um það sem þeir vilja að nái fram að ganga. Af því að við vorum að tala um Eldeyjarmálið þá var því miður fyrst haft samband við hluta þingmanna, ekki allan hópinn, síðan allan hópinn og ég veit ekki annað en að við höfum staðið alveg jafnfætis í því að reyna að gera allt sem hægt var að gera í þessu máli. Hvort það svo leiði til þess að Eldey eigi framtíð fyrir sér eða ekki verður að koma í ljós. En þær ásakanir forsvars- manna þeirra að það sé sér kapítuli, framganga okkar í þessu máli, er ansi langsótt.“ Vinnubrögð þingmanna -í huga margra er Alþingi stofnun þar sem afköst eru ekki mikil. Oft heyrist af léleg- um vinnubrögðum ykkar og nánast heyrist aldrei af sumum ykkar, nema þá helst ef við- komandi er kosinn sem forseti þingsins eða nefndarformaður í upphafi þings á haustin s.s. þegar þú varst kjörinn for- maður utanríkismálanefndar. Því er spurningin sú hvort það sé rétt að vinnuafköst þing- manna séu fremur léttvæg? „Ja, ég er allavega upptek- inn allan daginn og mikið meira en það og einnig utan þingtímans. Ég held að þessi áróður byggist nokk- uð á mynd fjölmiðlanna af Al- þingi en hún er ekki rétt. Þing- ið fer fram í deildum og sam- einuðu þingi og einnig fer stór hluti af starfi þingmanna fram í nefndum. Þar er farið yfir öll mál sem fyrir þingið er lagt. Af því að margir halda að þessar fagnefndir séu launuð störf má það koma fram að allar þing- nefndirnar eru ólaunaðar þar sem þær eru hluti af störfum þingsins. Fjölmiðlarnir sitja hins veg- ar ekki nefndarfundina. Þang- að er kallaður mikill fjöldi fólks og þar eru teknar fyrir umsagnir hagsmunaaðila um þau lagafrumvörp sem fyrir þinginu liggja. Éjölmiðlarn- ir eru fyrst og fremst að fjalla um þau mál sem þeir telja að almenningur hafi áhuga á s.s. skattafrumvörp, pólitískar uppákomur og þess háttar, en ég held að starfi þingmanns hafi raunar aldrei verið lýst í neinum fjölmiðli í þá veru sem þau í raun eru. Ég hugsa að það sé alveg sama við hvaða þingmann þú talar, auðvitað eru þingmenn misduglegir en það verður að segjast eins og það erað nefnd- arstörf eru kannski á þingtím- anum alveg frá klukkan átta á morgnana og fram að þing- tíma eftir hádegi og á mesta annatímanum fram á nótt. Einn þátturinn í starfi þing- mann er fyrirgreiðsla við sveitar- stjórnir, einstaklinga, fyrirtæki og aðra í kjördæminu. Er þetta mismikið hjá þingmönnum, en mikið út af fyrir sig, þó ekki takist alltaf að greiða götur manna, þá fer mikill tími í sím- anum og viðtöl vegna þessa.“ -Lokaspurningin er þá þessi: Er þetta gott starf að vera þingmaður? „Ég get ekki sctið undir slíku". íslendinga. Ég hugsa þó að það sé ekki besta starfið til að skipuleggja sitt einkalíf og dagana framundan, starfið er bindandi meira og minna allan sólarhringinn. Við sækjum allavega eftir því að fá að taka þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru í þjóðfélaginu. Það er engin vanvirða, það er alveg ljóst." Sími 11777 OPIÐ Sunnud.-fimmtud. 11-21 Föstud.-laugard. 11-22 Smurt brauð og snitt- ur. Matarbakkar í fyrirtæki. ÚTSAIA NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP, ÞVÍ NÆSTU 7 DAGA ER ÚTSALA HJÁ OKKUR Á ÚLPUM OG ÖÐRUM SPORTFATNAÐI FRÁ BIZERTA SPORT 30-50% afsláttur. ÁLAFOSSbúðin Iðavöllum 14b FORNIR SPÁDÓMAR OG FRAMTÍÐARSÝN . . . FYLGSTU MEÐ!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.