Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Síða 15

Víkurfréttir - 19.01.1989, Síða 15
MÍKUn tum* Tónlistarskólamál í Vogum: Dreifibréf veldur hneyksl- an og reiði meðal fbúa í síðasta tbl. Víkurfrétta var í Molum lítill pistill um Tón- listarskóla Vatnsleysustrand- arhrepps (TV) og samskipti Þorvaldar Ara Arasonar hrl. við hreppsyfirvöld. Vegna þessa hafði blaðið samband við oddvita hrepps- ins, Omar Jónsson, en eitt af því sem Þorvaidur Ari hafði látið frá sér fara var að oddviti ætti að segja af sér. En hvað hafði Omar um málið að segja? „Þorvaldi Ara Arasyni kemur í raun þetta mál ekkert við, þó svo að hann hafi staðið sem einhver for- svarsmaður fyrir tónlistar- skóla þann sem Alma E. Hansen stofnsetti hér í til- raunaskyni í haust, en engir samningar hafa verið gerðir við Þorvald um eitt eða neitt“ sagði Omar. Málavextir munu vera á þá leið að í haust sendi frú Alma Elísabet Hansen erindi til sveitarstjóra og sagðist hafa áhuga á að vekja uppTV.Ætl- aði hún að reka skóla þennan á eigin kostnað en átti að fá inni fyrir kennslu í Stóru-Voga- skóla sem hún og fékk. Atti þetta að vera tilraunakennsla til áramóta. Segist Alma hafa frétt af góðum hljóðfærakosti og kennslugögnum frá því TV var og hét. En þegar til kemur er lítið til af hljóðfærum, alla- vega miðað við það sem hún hélt að væri. Hún fékk þá Björn R. Einarsson, sem eitt sinn kenndi við TV, til að yfir- fara hljóðfærakostinn. Kom þá fram hjá honum að nokkuð vantaði af blásturshljóðfærum og jafnvel vantaði fiðlur. yarð- andi þetta síðasta segir Omar Jónsson: „Það hafa engar fíðl- ur verið hér til.“ Er dregur að áramótum vill Alma halda áfram kennslu eft- ir áramót. Kemur þá í ljós, að sögn oddvita, að Alma (Þor- valdur Ari) eða þau bæði hafa keypt hljóðfæri út á reikning Vatnsleysustrandarhrepps sem þau höfðu þó enga heim- ild til og svo höfðu þau einnig ákveðið framhald á kennslu eftir áramót án samráðs við hreppsyfirvöld. Bregst hrepps- nefnd nú snarlega við og kall- ar á sinn fund skólastjóra, Ölmu E. Hansen. Þar birtist og Þorvaldur Ari. Sagði Ómar að eftir þennan fund hefðu yf- irvöld hreppsins ákveðið að öllum samskiptum við þann aðila sem að skólanum hafði staðið yrði hætt. Og skýringin? Jú, hún er sú aðskólastjóri og Þorvaldur höfðu í óleyfi látið skrifa hljóðfæri fyrir nokkra upphæð hjá Hljóðfærahúsinu. Skólastjóri hafði einnig aug- lýst áframhaldandi kennslu á vorönn ’89 án samþykkis hreppsins og síðast en ekki síst er ástæðan sú að á áðurnefnd- um fundi jós títtnefndur Þor- valdur, að sögn Ómars, sví- virðingum yfir viðstadda jafnt sem fjarverandi og fannst mönnum talsmáti hans ekki bera vott um að þar væri hæstaréttarlögmaður á ferð. Sagði Ómar það skítkast sem þar fór engan veginn svara- vert. Alma segir hinsvegar í dreifibréfi því er dreift var á þau heimili, þaðan sem börn þau komu sem sótt höfðu TV undir stjórn Ölmu, _að á fyrr- nefndum fundi hafi Ómar haft allt á hornum sér. Ekki er það með öll sagan sögð. Eftir þennan fund og eft- ir að Ölmu E. Hansen er ljóst að hún verður ekki skólastjóri TV á vorönn 1989 tekur Þor- valdur Ari Arason sig til, að sögn Ómars, og fer í hús í Vog- um og rukkar þar inn skóla- gjöld fyrir vorönn ’89 vitandi það að engin vorönn yrði, alla- vega ekki á „hans“ Ölmu veg- um. Vísaði hann því fólki sem hann rukkaði til hreppsskrif- stofu og sagði að þar væri end- urgreiðslu að vænta. I fyrrnefndu dreifibréfi kemur margt fróðlegt fram og stangast þar ýmislegt á við orð Ómars Jónssonar oddvita. En eitt verður þó að segjast eins og er að í þessu bréfi eru bæði grófar aðdróttanir að fólki í Vogunum og víðar og er þar farið frjálslega með sannleik- ann sumstaðar a.m.k. Dæmi: Sagt er orðrétt í bréf- inu á einum stað, þar sem fjall- að er um fyrrverandi skóla- stjóra TV (þessi tilvitnun sem hér fer á eftir er eignuð Vil- hjálmi Grímssyni sveitarstj. en það er Alma E. Hansen sem skrifar bréfið): „Kvað hann (sveitarstj. innsk. gub.)þó við römm öfl að eiga vegna svart- sýni hreppsnefndarmanna, af illa fenginni reynslu af niður- lögðum tónlistarskóla, og fjár- tjóns hreppsins á honum. Einnig vegna þess, að í hreppnum byggi atvinnulaus tónlistarmaður, Frank Her- lufsen, sem sí og æ væri að biðja hreppinn um fyrir- greiðslu, sér til lífsviðurvær- is.“ (Tilv. lýkur). Sér er það nú hver endemis þvælan. Nefndur Frank hefur um hríð verið organisti bæði í Hvalsness og Kálfatjarnar- sóknum. Hann er auk þess kórstjóri á báðum stöðum og svo hefur hann fengist við kennslu. Nú er Frank Herluf- sen t.d. stundakennari í tón- mennt við Stóru-Vogaskóla. Einnig eru aðdróttanir í þá átt í dreifibréfinu að Frank Her- lufsen hafi eyðilagt TV. Þetta er lygi. Það var hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps sem ákvað að leggja skólann niður, það var Frank Herluf- sen óviðkomandi. Reyndar skýtur Alma sér á bakvið ónefnda hreppsbúa og hefur eftir þeim að Frank Herlufsen hafi verið „leiðinglegur og lélegur skólastjóri”. Þetta eru stór orð og hélt ég að sæmilega þenkjandi fólk setti ekki svona lagað niður á blað og dreifði meðal almennings. Síðan segir Alma í bréfinu frá stofnskrá fyrir TV sem maður hennar (Þorvaldur) haft samið. Gott og vel en síð- an segir: „...og hefði vinna hans verið verðlögð eftir gjald- skrá L.M.F.Í. aldrei orðið lægri en kr. 75.000 og áreiðan- Iega helmingi hærri, hefði lögm. Vatnsleysustrandar- hrepps, Jón G. Briem hdl. annast slíka skjalagerð." (Tilv. lýkur). Að hverju er verið að ýja þarna? Jú, því að Jón G. Stóru-Vogaskóli í Vogum. Fimmtudagur 19. janúar 1989 15 Vilhjálmur Grímsson sveitarstjóri (t.v.) og Ontar Jóltannsson oddviti. Briem sé okrari og fari ekki eftir gjaldskrá L.M.F.Í. (Og hvað kemur það svo TV við og hvaða hvatir liggja á bakvið svona skrif?). Þorvaldur Ari brigslaði hreppsnefnd um Molbúahátt. Varðandi það sagði Ómar: „Eg skil ekki hvað maðurinn á við. Hann verður að útskýra það mál sjálfur.“ Öllu tali um fjárbruðl vísaði Ómar á bug sem órökstuddu gaspri. Fyrir nokkrum árum urðu harðar deilur innan hreppsins um það hvort leggja bæri TV niður. Og má hver maður láta skoðun sína i ljós hvort sú ráð- stöfun hafi verið rétt eða röng. En eitt er víst að sú aðgerð var ekki til framdráttar menning- arstarfsemi í hreppnum. En þær deilur sem nú hafa blossað upp með stóryrðum, svívirðingum og ruddalegu dreifibréfi eiga ekkert skylt við þær deilur. Og hr. Þorvaldur Ari Ara- son hrl. og frú Alma Elísabet Hansen tónlistarkennari þurfa ekki að halda það að íbúar í Vatnsleysustrandarhreppi séu þeir Molbúar að taka mark á öllu því lesefni sem berst inn um bréfalúgurnar á litlu Mol- búahúsunum þeirra. gub. Vélavörður og háseti Vantar vélavörð og háseta á Braga GK 30. Upplýsingar í síma 37448 eða 37645. Byggðasafn Suðurnesja ifíiTfíSRGS Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. AÐALFUNDUR r Iþróttadeildar Mána verður haldinn 26. janúar kl. 20:30 í íþróttavallarhúsinu í Keflavík. Stjórn ÍDM t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkbnu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÖLDU KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR Sólvallagötu 16, Keflavík. Jóhann Jóhannsson Haraldur Þór Jóhannsson Hörður Ingi Jóhannsson Guðleif Harpa Jóhannsdóttir Gísli Hlynur Jóhannsson Sigurlaug Hanna Jóhannsdóttir og barnabörn. Eindís Kristjánsdóttir Ingibjörg Björgvinsdóttir Páll Ámason Sigríður H. Guðmundsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.