Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 12
\)imr< 12 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 jUUU Beitningamaður-Njarðvík Vantar vanan beitningamann strax við 80 tonna bát sem rær frá Kefla- vík. Húsnæði á staðnum. Upplýsing- ar í síma 92-14666 ogákvöldin í síma 92-16048. ATVINNA Óskum eftir fólki í þrif á vinnslusal eftir vinnu. Nánari uppl. í síma 14666. BRYNJÓLFUR hf. Opinberun - Spádömar íslendingar hafa löngum heillast af dulrænum fyrir- brigðum og haft áhuga á hinu óþekkta. Hvað segja völvurn- ar um yfirstandandi ár? Hvað er handan grafarinnar? Hvað segir Nostradamus um fram- tíðina? Þetta eru sífellt vinsæl- ar spurningar og skemmtilegt umræðuefni. Ein merkilegasta spádóms- bók allra tíma er án efa Opin- berunarbók Jóhannesar, en mörgum hefur þótt hún erfið yfirferðar. Svo þarf þó ekki að vera ef maður tekur tíma til þess að skilja hana. Opinber- unarbókin segir um sjálfa sig ^leðaferð Þar sem fresta varð, sökum veðurs, sleðaferðinni sem fara átti um síð- ustu helgi, höfum við nú ákveðið að reyna aftur á laugardag, ef veður leyfir. Farið verður frá Tjarnarseli kl. 14 í Svartsengi og lagt af stað heim kl. 17. Takið með ykkur nesti og að sjálfsögðu sleða eða skíði. Farið kostar 100 krónur og ferð þessi er fyrir alla. Stjórn Foreldrafélags Tjarnarsels Ferð til Barbados Orlofsnefnd sjómanna hefur í samráði við Ferðaskrifstofu F.Í.B. ákveðið að efna til hópferðar til eyjunnar Barbados í Karabíska hafinu í maí n.k. Fyrir liggur eftirfarandi tilboð frá Ferðaskrifstofu F.Í.B.: Brottför til London 20. maí, ein nótt á hóteli við London ásamt morgunverði. Til Barbados 21. maí og dvalið á fyrsta flokks hóteli í 3 vikur. Til London frá Barbados 10. júní. Ein nótt á hóteli með morgunverði og til íslands er síðan haldið hinn 11. júní. Hægt er að framlengja dvölina í London að vild. Verð miðast við gengi 10. janúar 1989 og er íkr. 78.000 auk flugvallarskatts. Frestur til að panta í slíka ferð er til 15. febrúar 1989. Upplýsingar veita Jón hjá Ferðaskrifstofu F.I.B. í síma 91- 29999 og Helga í síma 13417 milli kl. 11 og 13. að hún sé opin bók, skrifuð til þess að allir mættu skilja hana. Margir átta sig ekki á því að í Opinberunarbókinni eru um fjögur hundruð tilvitnanir í Gamla testamentið og gera þau mistök að reyna að skilja þessa fornu spádómsbók eina sér, án samhengis við Biblíuna í heild. Þegar þessi bakgrunn- ur er hafður í huga og tekinn er tími til þess að bera saman texta þá opnast nýr heimur fyrir lesandanum. A næstunni er áformað námskeið þar sem Opinberun- arbókin verður tekin sérstak- lega til rannsóknar. Þetta er ekkert venjulegt námskeið, því hér verður grafið ofan í mjög djúpa spádóma sem útskýra fortíðina og opinbera ýmsa stórviðburði framtíðarinnar. I þessari bók má sjá mjög greinilega hvað framtíðin ber í skauti sér. Með rannsókn á henni öðl- ast þú nýjan skilning á heims- viðburðum og því einkenni- lega ástandi sem heimurinn er í núna. Þú munt uppgötva ótrúlega atburði sem eru rétt framundan í mannkynssög- unni og getur þannig undirbú- ið þig fyrir þá. I þessari bók er hulunni svipt af óvini mannanna og áforntum hans til að blekkja alla menn, einnig þig. Þú verð- ur undrandi er þú uppgötvar að hinn mikli Guð himinsins talar mjög opinskátt við þig í gegnum þessa fornu bók. Auk þess er að finna upplýsingar um hina framliðnu og líf okk- ar í framtíðinni, handan graf- arinnar. Auk alls þessa er í Opinber- unarbókinni fjallað um for- vitnileg hugtök eins og t.d. merki dýrsins, fjóra hesta, bitra bók, sjö básúnur, og svo mætti lengi telja. Námskeiðið „Opinberunarbókin - Spá- dómar Biblíunnar" mun hjálpa þér að skilja þessa bók. I gegnum allt námskeiðið er Biblían eini grundvöllurinn að skilningi. Hún er látin túlka sjálfa sig. Ef þú hefur einhvern áhuga á hinu yfirnáttúrulega, eða á Biblíunni, eða hefur einhvern á huga á spádómum, þá er þetta námskeið fyrir þig. Ekki missa af þessu sérstaka tæki- færi. Námskeiðið hefst þriðju- daginn 13. febrúar kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Blikabraut 2, Keflavík. Nánari upplýsing- ar um þetta námskeið veitir Steinþór Þórðarson í síma 11857 og undirritaður í síma 14222. Þröstur B. Steinþórsson llin nýja stjórn Ægis. Ásgeir Hjálmarsson gjaldkeri, Sigfús Magnússon formaður, Þorsteinn Jóhannsson varaformaður og (iuðni Asgeirsson ritari. Ljósm.: hbb. Aðalfundur Ægis: Reksturinn I járnum Rekstur björgunarsveitar- innarÆgis í Garði varí járn- um eftir síðasta ár en sveitin skilaði tekjuafgangi upp á 41.000 krónur. Ægismenn tóku upp nýja fjáröfiunarleið síðasta sum- ar, er þeir opnuðu veitinga- rekstur á Garðskaga og stóð sá rekstur á núlli fyrsta árið, þrátt fyrir mikinn tilkostnað í upphafi. Binda Ægismenn miklar vonir við veitinga- reksturinn á komandi árum. Ný stjórn var kjörin á að- alfundinum og er hún alfundinum og er hún skipuð eftirfarandi mönnum: Sigfús Magnússon formaður, Þor- steinn Jóhannsson varafor- maður, Ásgeir Hjálmarsson gjaldkeri og Guðni Ásgeirs- son ritari.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.