Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Page 1

Víkurfréttir - 23.02.1989, Page 1
yfimn SUNDMIÐSTÖÐIN [ KEFLAVÍK NJARDVÍK EKKI MEÐ - Vísa málinu til S.S.S. - „Vonbrigði“, segir Guðfinnur Sigurvinsson Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Njarðvíkur var sam- þykkt samhljóða eftirfar- andi ályktun, eftir miklar umræður, bæði í bæjarráði og bæjarstjórn: „Keflavíkurbær stendur nú að byggingu glæsilegrar sundmiðstöðvar sem fyrir- sjáanlega mun þjóna öllum Suðurnesjamönnum. Sam- starf sveitarfélaga á Suður- nesjum eykst á hverju ári sem líður og er við hæfi að hin nýja sundmiðstöð sé sniðin að samstarfsverkefn- um allra sveitarfélaganna. Bæjarstjórn Njarðvíkur beinir því til bæjarstjórnar Keflavíkur að málið verði tekið upp á vettvangi SSS. Heitir bæjarstjórnin því full- um stuðningi.“ Á þessu er Ijóst að bæjar- stjórn Njarðvíkur mun ekki að svo komnu máli koma inn í sundmiðstöðina í Kefiavík. En hvað segir Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri í Keflavík, um þá niðurstöðu? „Þetta eru viss vonbrigði og því vona ég að Njarðvík- ingar skoði málið betur. Þetta er mannvirki sem bæði byggðarlögin þurfa á að halda og samskipti beggja bæjarfélaganna eru orðin það mikil þegar fólk leitar að þjónustu á víxl milli þeirra.“ Um það hvort Guðfinnur teldi SSS vera réttan vett- vang í þessu máli sagðist hann telja það fráleitt, þar sem Grindvíkingar og Sand- gerðingar hefðu þegar yfir sundlaug að ráða og Garð- menn væru með samning um skólasund í Sandgerði auk þess sem sundlaug væri í raun í smíðum í Garði. MIKID UM STÖTA VID STÝRI Eitt er það afbrot sem mjög virðist vera að færast í aukana, a.nt.k. í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Það er hvað stútur er oft undir stýri. Um síðustu helgi voru fimrn ökumenn teknir grun- aðir um slíkt. Það sem af er árinu hafa alls 31 ökumaður-verið tek- inn, á einum og hálfunt mán- uði. Er hér um mjög hátt hlutfall að ræða miðað við marga aðra staði hér á landi. Vonandi er þetta þó ekki fyr- irboði þess sem konia skal, þegar bjórinn byrjar að llæða yfir landið, eins og einn lög- reglumaður orðaði það við blaðið. Utilaugin opnuð í haust Á mánudag fóru fram verklok Húsaness s.f. við að gera nýju sundmiðstöðina í Keflavík fokhelda. Hefur orðið nokkur dráttur á þessu sökum veðurs. Að sögn Hafsteins Guð- mundssonar, formanns íþróttaráðs Keflavíkur, er fyrirhugað að halda áfram við framkvæmdir og er þá stefnt að því að opna útilaug- ina á hausti komanda sem passar vel við 40 ára afmæli Kefiavikurbæjar. Þegar rætt er um útilaug er átt við allt tilheyrandi, s.s. útilaugina sjálfa, barnalaug, fjóra potta, búningaklefa fyrir bæði kynin, anddyri, af- greiðslu og starfsmannaað- stöðu. Sagði Hafsteinn að framkvæmdir á kjallaranum og innilauginni yrðu settar í bið. Mun þessi byggingahraði vera óháður afstöðu bæjar- stjórnar Njarðvíkur sem synjað hefur erindi þessu og vísað því til SSS. Þó sagði Hafsteinn að ef þeir hefðu komið inn í framkvæmdir þessar hefði frágangur inni- laugarinnar hugsanlega komið fljótt á eftir útilaug- inni. Ilúsanesmenn Ijúka við að kla'ða þakSundmiðstöðvarinnará mánudag. Ljósm.: hbh. KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: Sameiginleg vatns- veita samþykkt Sjö bflar iw I árekstri Sjö bílar lentu saman í tveimur árekstrum á Reykja- nesbraut, nánar tiltekið á Strandarheiði. í hádeginu á miðvikudag í síðustu viku. Mikið dimmviðri var sökum snjókomu og sá því ekki út úr augum er óhöppin'urðu. Af þessum sökum varð að loka brautinni fyrirumferð í tvær klukkustundir. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust mikið.' Bæjaryfirvöld Keflavíkur og Njarðvíkur hafa samþykkt félagssamning um Vatnsveitu Suðurnesja s.f. Er nú aðeins eftir að ganga frá ýmsum formsatriðum svo sem skrán- ingu félagsins og boðun fyrsta stjórnarfundar. Hefur Kefla- víkurbær tilnefnt þá Ingólf Falsson og Guðfinn Sigurvins- son í bráðabirgðarstjórn en Njarðvíkurbær þá Ragnar Halldórsson og Odd Einars- son. Mun eitt af fyrstu verkefn- unum verða það að hafa sam- band við bæjarstjórn Grinda- víkur og fá leyfi hennar til að hefja framkvæmdir og nýta vatn á melunum ofan við Sel- tjörn, þar sem Hitaveitan fær sitt vatn. Síðan verður ráðist í það að semja við hönnunarað- ila og láta fara fram útboð á verkinu. Er stefnt að því að í haust verði lokið borunum fyrir vatni og lagningu stofn- leiðslu að byggðarkjarnanum Keflavík-Njarðvík. í félagssamþykktinni eru ákvæði um að kynna skuli hin- um sveitarfélögunum máliðog ef eitthvert þeirra hafi áhuga fyrir aðild skuli af því verða. Þá er gert ráð fyrir því að síðar meir verði farið út í samninga um sameiningu núverandi vatnsveita bæjarfélaganna beggja. Á þriðja hundrað umsóknir Alls bárust 205 umsóknir urn störf hjá þeim Hilmari Sölvasyni og Sigurbirni Björnssyni, sem taka við þjónustuhlutverki hjá Flug- ieiðum í Leifsstöð nú um mánaðamótin. Að sögn Sigurbjörns verð- ur meirihlutinn af þeim sem störfuðu þarna áður, eða um 50 manns úr þeim hópi, end- urráðinn. Eru þaðnánast all- ir sem voru í hlaðdeildinni og síðan hluti starfsfólks úr ræstingadeild Hilmars Sölvasonar og eins úr ræst- ingadeild Ingva Þorgeirsson- ar. Til viðbótar ofantöldum hópi voru tólf ráðnir til við- bótar en Sigurbjörn átti síð- an von á að enn fleiri yrðu ráðnir í aprílmánuði.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.